Fréttablaðið - 23.07.2011, Side 63

Fréttablaðið - 23.07.2011, Side 63
LAUGARDAGUR 23. júlí 2011 39 Tjú tjú Cocoa Puffs! ÍS LE N SK A/ SI A. IS / N AT 5 35 87 0 2/ 11 Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard heldur tónleika á Café Rosenberg, þriðjudagskvöldið 26. júlí, en hann kemur einnig fram á Bræðslunni í kvöld. Glen er for- sprakki hjómsveitarinnar The Swell Season sem hélt tónleika hér á landi í fyrra. Hljómsveitin hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lagið „Falling Slowly“ úr kvik- myndinni „Once“, en lagið hlaut verðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Glen Hansard hefur undanfarið verið að hita upp fyrir forsprakka Pearl Jam, Eddie Ved- der, en sá síðarnefndi gaf nýlega út sólóplötuna „Ukulele Songs“. Miðasala fyrir tónleikana á Café Rosenberg hófst á fimmtudag, en aðeins 120 aðgöngumiðar voru í boði í forsölu og seldist upp á skömmum tíma. Óskarsverðlaunahafi á Café Rosenberg SPILAR Á ROSENBERG Glen Hansard fékk Óskarsverðlaun fyrir besta frum- samda lagið í kvikmynd árið 2008, en hann heldur tónleika á Café Rosenberg á þriðjudaginn. Leikkonan Zoe Kravitz hefur tvisvar sést í slagtogi við Gossip Girl-stjörnuna Penn Badgley. Kravitz er í sambandi með írska leikaranum Michael Fassbender. Kravitz og Badgley sáust fyrst saman í veislu í tilefni frum- sýningar kvikmyndarinnar Friends With Benefits og svo aftur á fimmtudaginn er þau fóru saman að sjá kvikmyndina Horrible Bosses. „Penn hélt utan um hana á meðan þau biðu í röð eftir miðum. Þau yfirgáfu svo kvikmyndahúsið saman strax að myndinni lokinni“ var haft eftir sjónarvotti. Innileg með Badgley MEÐ ÖÐRUM Zoe Kravitz hefur tvisvar sést í fylgd með Penn Badgley þrátt fyrir að vera í sambandi með Michael Fass- bender. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Jessica Simpson þolir ekki hversu snemma unn- usti hennar, fyrrverandi fótbolta- kappinn Eric Johnson, vaknar. Johnson, sem er atvinnulaus, vaknar klukkan hálf sex á morgn- ana til þess að mæta í ræktina. „Hann vaknar eldsnemma, fer í ræktina og svo beint í golf. Á kvöldin fer hann svo snemma í háttinn og Jessica þolir þetta ekki. Hún skaffar peningana en hann pínir hana til að vakna eldsnemma og eyðir svo því sem eftir lifir dags í að leika sér,“ var haft eftir innan- búðarmanni en parið hyggst gifta sig þann 11. nóvember. Ósátt við unnustann ÓSÁTT Jessica Simpson er ósátt við hversu snemma unnusti hennar vaknar á morgnana. Michael Sheen mun eiga í vand- ræðum með barnsmóður sína, leikkonuna Kate Beckinsale, og núverandi kærustu sína, leikkon- una Rachel McAdams. Samkvæmt In Touch Weekly semur Beckin- sale ekki vel við McAdams. Sheen og Beckinsale eiga saman dótturina Lily og hafa deilt forræðinu yfir henni undan- farin átta ár. „Rachel og Kate reyna að forðast hvor aðra eins og þær geta. Eitt sinn fór Micha- el með Lily að hitta mömmu sína og Rachel beið fyrir utan hót- elið allan tímann,“ var haft eftir heimildarmanni. Kærastan beið úti VANDRÆÐI Leikarinn Michael Sheen á í vandræðum með barnsmóður sína og núverandi kærustu. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.