Fréttablaðið - 05.08.2011, Page 16
16 5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
G
erð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en
fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvin-
sælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi
þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til.
Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra vakti athygli
á þessu í grein í Fréttablaðinu í gær og sagði ljóst að enn þyrfti
að skera niður í ríkisrekstrinum. Víða væri komið að þolmörkum
í skattlagningu og ekki auðvelt að minnka frekar fjárveitingar til
óbreytts ríkisrekstrar. „Framundan er því að taka annars konar
ákvarðanir – ákvarðanir um að breyta umgjörð ríkisrekstrar og því
þjónustuframboði sem ríkið ábyrgist og stendur skil á úr sameigin-
legum þjóðum,“ segir Árni Páll.
Hann vill skilgreina umfang og
grundvallarverkefni ríkisins
þrengra en gert hefur verið.
Þetta er svipaður tónn og Guð-
bjartur Hannesson velferðarráð-
herra sló í viðtali við Fréttablaðið
fyrir tæpu ári, þegar hann sagði
að skilgreina þyrfti hlutverk
ríkisins upp á nýtt. „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo
hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem
ríki heldur sem einstaklingar – það sem við getum kallað hálfgerðar
skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu,“ sagði Guðbjartur þá.
Þessi áform velferðarráðherrans gengu reyndar ekki eftir í fjár-
lagavinnunni í fyrra. Þá varð niðurstaðan fyrst og fremst sú að
reynt var að komast af með minna fé til að reka svipaða þjónustu og
verið hefur. Ríkisstofnunum fækkaði vissulega með sameiningum,
en fá eða engin verkefni sem þær hafa með höndum voru lögð niður
og ríkisstarfsmönnum hefur ekki fækkað í samræmi við fækkun
ríkisstofnananna.
Hugsunin hjá þessum tveimur ráðherrum úr Samfylkingunni
er þess vegna alveg rétt – lykillinn að árangri í glímunni við fjár-
lagahallann er að skilgreina hlutverk ríkisvaldsins þrengra. Það er
auðvitað kaldhæðni sögunnar að það skuli vera vinstri stjórn sem
situr uppi með það verkefni eftir að „hægri“- eða „frjálshyggju“-
ríkisstjórnir þöndu umsvif ríkisins út.
Vandinn er hins vegar sá að Árni Páll og Guðbjartur eru nánast
ófáanlegir til að svara því skýrt hvaða stofnanir og verkefni ríkis-
ins þeir eigi við. Kannski kemur það í ljós þegar hulunni verður
svipt af nýju fjárlagafrumvarpi.
Af ummælum Steingríms J. Sigfússonar í Fréttablaðinu í dag
má þó ráða að um þessa nálgun að vandanum ríki ekki samstaða
í stjórnarliðinu. Steingrímur segir að ekki verði hróflað við vel-
ferðarþjónustunni og „norrænu velferðarsamfélagi“. Hagræðingin
nú þýði ekki að verkefnum ríkisins fækki.
En er það ekki einmitt vandinn sem núverandi stjórnvöld verða
að horfast í augu við? Höfum við efni á allri sömu velferðarþjónustu
og önnur norræn ríki við núverandi aðstæður – að minnsta kosti á
meðan jafnhægt gengur að auka hagvöxt og umsvif í atvinnulífinu
og raun ber vitni? Getur ekki verið að skera þurfi niður réttindi og
þjónustu velferðarkerfisins, sem bætt var við í góðærinu; á meðan
við reyndum að ljúga því að okkur að við værum ríkari en við erum,
svo notuð séu orð fjármálaráðherrans?
Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því
hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýs-
anlegum hörmungum af reisn, yfirvegun
og mannkærleika. Á Íslandi getur engum
dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illsk-
una sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á
borð við Anders Behring-Breivik óþægi-
lega nálægt okkur. En samstaða Norð-
manna gegn ofbeldi og illsku er til eftir-
breytni og hún hefur vakið athygli um
allan heim. Hún gefur okkur von. Von um
að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að
svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val
um viðbrögð við voðaverkum sem þessum.
Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá
að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda;
en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið
og fjölbreytni samfélagsins.
Þessi leið býður ekki upp á barnalegt and-
varaleysi um öflin sem þrífast í samfélög-
um okkar, eins og einhver kynni að halda.
Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust
hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst
alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægi-
leg staðreynd sem hvorki má mæta með
tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlut-
verki að gegna; almennir borgarar, skólar,
kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í
raun allir sem vilja standa vörð um lýð-
ræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni
okkar allra er að skapa ekki jarðveginn
fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu.
Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru
fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur
verðleika sinna en geldur ekki fyrir upp-
runa sinn. Við gerum það með því að kenna
börnum okkar að ofbeldi leysir engan
vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda.
Við getum notað hina skelfilegu atburði
í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf
okkur og samfélagið sem við byggjum.
Við þessar aðstæður spyrja börn af visku
sinni spurninganna sem máli skipta. Hver
eru svörin við eldhúsborð landsmanna?
Stöndum við keik í hinni barnalegu full-
vissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra?
– en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er
ekki í boði.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Verkefni okkar allra er
að skapa ekki jarðveginn
fyrir hatrið og illskuna í opin-
berri umræðu.
Tómlæti er ekki í boði
Hryðjuverk
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
formaður
þingflokks
Samfylkingarinnar
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Skráning á
mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010
HB-hópur
Fjölbreyttar æfingar og hressir tímar fyrir lengra
komna
Þjálfari: Anna Borg
sjúkraþjálfari
Mán, mið og föst kl.
7.45 eða 9.00
Hefst: 8. ágúst
4 vikur
Verð kr. 13.900 eða
9.900 í áskrift (3 mán
binditími)
Einnig karlatímar hjá Önnu
á þri og fim kl. 11.00 frá 1. sept
Hvernig á að endurskilgreina hlutverk ríkisins?
Höfum við efni á
norrænni velferð?
Tuð
CrossFit-kempan Annie Mist Þórisdóttir
er orðin heimsmeistari í greininni. Að
launum hlaut hún um þrjátíu millj-
ónir króna. Fljótlega urðu það miklar
fréttir að Annie þyrfti að greiða skatt
af laununum. Viðbrögðin við því voru
flest á þá leið að skattastefna ríkis-
stjórnarinnar gerði það að verkum
að afreksfólki væri ekki vært á
Íslandi. Nú er Annie eflaust vel
að fénu komin, en íþróttafólk í
hennar stöðu þarf engu að síður
að borga skatta af launum
sínum eins og aðrir. Og
verðlaunafé á stórmótum er
einmitt eitt form launa. Það
er lítið vit í að tuða yfir því.
Popúlismi á undanhaldi?
Það er oft auðvelt að vera í stjórnar-
andstöðu. Þá fylgir orðum manns
nefnilega ekki sama ábyrgð og ella.
Þess vegna er það allrar athygli vert
þegar stjórnarandstöðuþingmaður
tekur óvinsæla pólinn í hæðina, eins
og framsóknarkonan Eygló
Harðardóttir gerir á bloggi
sínu þegar hún efast
um réttmæti þess að
veita meiri fjármuni
í Kvikmyndaskóla
Íslands. Klassíski
popúlistinn
hefði ekki sagt
hug sinn allan
til þess máls.
Endurtekur sagan sig?
Nokkuð hefur verið skrafað um
óboðlegt ástand í fangelsismálum
undanfarið. Meðal kosta sem nefndir
hafa verið er að nýta húsnæði þriggja
heilbrigðisstofnana: Vífilsstaðaspítala,
hjúkrunarheimilisins að Víðinesi
og geðheilbrigðisstofnunarinnar að
Arnarholti. Í því ljósi mætti rifja upp
að helsta fangelsi Íslendinga, Litla-
Hraun, var upphaflega reist sem
sjúkrahús, þó að það hafi reyndar
aldrei gegnt því hlutverki. Það skyldi
þó ekki vera að sagan endur-
tæki sig? Svo fer bráðum að
losna húsnæði heilbrigðis-
stofnunar í Fossvoginum.
stigur@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is