Fréttablaðið - 05.08.2011, Page 19

Fréttablaðið - 05.08.2011, Page 19
Steinseljurótarbitar og mauk 3 steinseljurætur ólífuolía mjólk Bitar: Skrælið steinseljurótina og skerið í tvennt eftir endilöngu og svo aftur í tvennt. Skerið í u.þ.b. 6 sentímetra bita. Steikið á pönnu og klárið í ofni í 5-10 mínútur við 100°C. Mauk: Skrælið stein- seljurótina og skerið í bita. Svitið í potti í 2-3 mínútur. Hellið mjólk yfir og sjóðið þar til steinseljurótin er fullelduð. Setjið í mat- vinnsluvél og maukið slétt. Bragðið til með salti og sítrónu. Gúrkubitar 1 gúrka ólífuolía eplaedik Skrælið gúrkuna og skerið eftir endilöngu. Kjarnhreinsið og skerið í bita. Setjið bitana í skál með olíu, salti og ediki og látið liggja í tíu mínútur. Rúgbrauðskurl og harðfiskpúður 1/2 rúgbrauð 1 pk. hraðfiskur 1 pk. söl Setjið rúgbrauð í mat- vinnsluvél og vinnið smátt. Setjið í pott með ólífuolíu og salti og velgið upp Hitið harðfiskinn og sölin við 100° C í 40 mínútur. Látið kólna, setjið í matvinnsluvél og púðrið. Lax 1 laxaflak 50 g sykur 50 g salt börkur af 1 sítrónu 2 gashylki Roð- og fituhreinsið laxinn. Leggið hann í sykur, salt og sítrónubörk í 40 mín- útur. Skolið vel. Skerið flakið til helminga eftir endilöngu og skerið svo í gegnum miðjuna í tvennt. Leggið bitann á plastfilmu og rúllið upp með ólífuolíu. Herðið vel báðu megin. Setjið í pott og sjóðið í 14 mínútur við vægan hita (50-70°C) Fjarlægið plastið. Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 2 VOLGUR LAXARÉTTUR með rúgbrauðskurli og harðfiskpúðri FYRIR 4F annar Geir Ólafsson, mat- reiðslumaður í Iðusöl- um, leggur sig fram um að nota íslenskt hráefni. Hann segir sumarið besta tím- ann til þess enda nóg af íslensku grænmeti og öðru góðgæti á boð- stólum. Ferskleiki og gott hráefni er honum efst í huga. Mikið stendur til í Iðusölum en veitingastaðurinn Matbarinn opnar þar á næstu dögum. Hann bætist við ört vaxandi flóru mat- sölustaða í miðbænum en Iðusalir eru til húsa í Iðuhúsinu að Lækjar- götu 2a. „Við munum leggja mesta áherslu á smárétti og sushi og að fólk geti komið beint inn af göt- unni,“ segir Fannar. Staðurinn er á þriðju hæð en á þeirri fjórðu er veislusalur. Fannar segir stór- ar svalir liggja út að stóru porti fyrir aftan. „Það verða borð úti á svölum og við eigum von á góðri stemningu.“ Undanfarið hafa staðið yfir til- raunir með ýmsa rétti og féllst Fannar á að gefa lesendum for- smekk að því sem í boði verður. Þar er íslenskt hráefni í forgrunni eins og verður á staðnum. Um er að ræða laxarúllu með stein- seljurót, gúrku, rúgbrauði, sölum og hvítvíns-sabayon. Hér er á ferðinni gamalkunnugt íslenskt hráefni í nýstárlegum búningi. vera@frettabladid.is Fannar Geir Ólafsson eldar á Matbarnum sem opnar í Iðusölum innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nú er best að elda íslenskt Landskeppni við Færeyinga í skák verður haldin um helgina. Teflt verður á Húsavík og Akureyri. Keppnin fer fram í sautjánda sinn. Íslendingar hafa sigrað ellefu sinnum en Færeyingar unnu naumlega þegar teflt var á þeirra heimavelli fyrir tveimur árum. ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is Verð aðeins 1.895 með kaffi eða te

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.