Fréttablaðið - 05.08.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 05.08.2011, Síða 20
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR2 Hvítvíns-sabayon 5 egg 90 g sykur 85 ml. Hvítvín 50 g léttþeyttur rjómi Eggin soðin á lágum hita í 15 mínútur. Látin kólna. Skiljið eggja- rauðuna frá hvítunni, setjið í skál og blandið sykri við. Hellið hvítvíni í blönduna og setjið í rjómasprautu. (hægt er að blanda u.þ.b 50. gr af léttþeyttum rjóma við með sleikju til að fá þykkari og sléttari áferð. Færið laxinn upp á disk. Dreifið gúrku, steinseljurót, mauki og sabayon í kring. Sáldrið rúgbrauði og harðfiskpúðri yfir. Skreytið með dilli. Framhald af forsíðu Meðal dagskrárliða á Hinsegin dögum, eru hinsegin sigling frá Ægisgarði í kvöld og Regnbogahátíð fjölskyldunnar í Viðey á sunnudag. Regnbogahátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra og var ákveð- ið að hún yrði árviss viðburður. www.gaypride.is „Hér verður margt til skemmt- unar og við tókum þá ákvörðun að hafa aðganginn frían. En við seljum happdrættismiða og verð- um með markað með fjölbreytt handverk, osta og krækling, ís frá Erpsstöðum og fleira sem hægt er að smakka. Meðal þess er græn- meti úr garðinum hér í Ólafsdal sem er ræktað á lífrænan hátt,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri og talsmaður Ólafsdalshátíðar sem nú er haldin í fjórða sinn. Ólafsdalur er innst í Gilsfirði, um sex kílómetra frá veginum vestur á firði um Gilsfjarðarbrú. Þar var fyrsti búnaðarskóli lands- ins stofnaður árið 1880 af Torfa Bjarnasyni sem rak hann til 1907, meira og minna fyrir eigin reikn- ing. „Á Landsbókasafninu liggja 11.000 bréf til Torfa,“ nefnir Rögnvaldur til fróðleiks. „Til samanburðar má nefna að á safni Jóns Sigurðssonar eru 6.000 bréf.“ Skólahúsið í Ólafsdal er frá 1896 og félag sem stofnað var 2007 vinnur að endurreisn þess. Í því eru 230 félagsmenn og einn þeirra er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem ætlar að ávarpa hátíðina á sunnudag. Fleiri taka til máls, Kristján Kristjáns- son, betur þekktur sem KK, sér um tónlistarflutning og Leikhóp- urinn Lotta sýnir leikritið Mjall- hvít og dvergarnir sjö. Í skólahús- inu eru þrjár sýningar, ein um skólann, önnur um surtarbrands- námur á Tindum á Skarðsströnd og sú þriðja um Daladrenginn Tómas R. Einarsson tónlistar- mann. „Tómas gaf út frábæran DVD-disk nýlega til minningar um dóttur sína er dó af slysförum í fyrra. Diskurinn heitir Streng- ur og sýningin líka, þar eru textar og tónlist eftir Tómas ásamt kvik- mynd,“ lýsir Rögnvaldur. Skólahúsið í Ólafsdal er gestum til sýnis til 21. ágúst. Þar verður námskeiðahald á næstunni, það fyrsta er á morgun um grænmeti og góðmeti milli 13 og 16. Á sama tíma verður dagskrá fyrir börn sem nefnist Leikið, byggt, eldað og borðað. Nánari upplýsingar eru á www.olafsdalur.is. „Með þessu öllu viljum við vekja athygli á staðnum,“ segir Rögnvaldur, „og því stóra hlutverki sem hann hafði að gegna á sínum tíma.“ gun@frettabladid.is Fjölskylduhátíð á fornu mennta- og menningarsetri í Ólafsdal Vigdís forseti flytur ávarp og Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikrit á Ólafsdalshátíð í Gilsfirði á sunnudaginn. Auk þess verður fræðsluganga, tónleikar með KK, markaður, veitingar, sögusýningar og sitthvað fleira á dagskránni. Svo er kaffihlaðborð á Skriðulandi í Saurbæ. Skólahúsið er frá 1896. Félagar í Ólafsdalsfélaginu vinna að endurbótum á því. Leikhópurinn Lotta skemmtir börnum. „Við tókum þá ákvörðun að hafa aðganginn frían, segir Rögnvaldur en tekur fram að margt verði til sölu og vissara sé að hafa lausafé með sér því netsamband sé stopult í Ólafsdal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Með þessu viljum við vekja athygli á staðnum og því stóra hlutverki sem hann hafði að gegna á sínum tíma." Blómstrandi hamingjudagar verða á Hótel Náttúru á morgun. Dagskráin stendur frá 13 og fram á kvöld. Boðið verður upp á jóga, hugleiðslu, blómadropa- kynningu, mat og skemmtun. Allur ágóði rennur til fjölskyldna sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum. Upplýsingar um Hótel náttúru er að finna á www.hnlfi.is. TAX FREE FRÁ FIMMTUDEGITIL LAUGARDAGS Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál ÚTSALA Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 25-60% afsláttur af öllum vörum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.