Fréttablaðið - 05.08.2011, Side 24

Fréttablaðið - 05.08.2011, Side 24
4 föstudagur 5. ágúst H afdís Inga er sannur Gaflari. Hún hefur alla tíð búið í Hafn- arfirði og er FH-ing- ur í húð og hár. „Ég hef alltaf búið í Hafnarfirði ef frá eru talin nokkur ár þar sem ég bjó úti. Ég ólst upp með tveimur eldri bræðrum og er því eiginlega litla prinsessan í fjölskyldunni,“ segir hún brosandi. Hafdís hefur að eigin sögn allt- af haft áhuga á að læra förðun og lét drauminn rætast árið 2006. „Ég vissi strax sem barn að þetta væri eitthvað sem ég vildi vinna við, það var eitthvað við förðun sem mér fannst mjög spennandi. Þegar ég var á unglingsaldri mál- aði ég allar vinkonur mínar fyrir böll og partý og ein besta vinkona mín heldur því fram að það hafi verið hún sem uppgötvaði mig.“ Á ferli sínum hefur Hafdís komið víða við og tók meðal ann- ars að sér verkefni fyrir sænska ríkissjónvarpið og Reykjavík Fas- hion Festival auk þess sem hún hefur séð um förðunina fyrir ýmsa sjónvarpsþætti og auglýs- ingar. Hún segir þó skemmtileg- ast að vinna við tískusýningar því þar fái listsköpunin mesta útrás. Innt eftir því hvernig sjónvarps- starfið sé til komið segir Hafdís það hafa verið óvænt tilboð frá framleiðanda þáttanna. „Hann hringdi í mig og bauð mér starf- ið. Ég varð mjög hissa og tók mér góðan umhugsunarfrest áður en ég ákvað að slá til. Ég hugsaði með mér að þetta er tilboð sem býðst aðeins einu sinni.“ Þátturinn ber sama nafn og áður en verður þó með nýju sniði og öðrum áherslum. Þá verða þáttastjórnendurnir núna þrír talsins og markhópurinn yngri. Hafdís segist hlakka til að tak- ast á við verkefnið þó hún kvíði því líka. „Ég er kannski ekki beint kvíðin en þetta er auðvi- tað fyrir utan minn þæginda- ramma og maður óttast auðvitað það að gera sig að fífli. En þetta eru vonandi bara óþarfa áhyggj- ur hjá mér.“ ATVINNUMENNSKA Í HANDBOLTA Áður en Hafdís Inga gerðist förð- unarfræðingur var hún atvinnu- maður í handbolta í eitt ár og stundaði einnig nám í innan- húsarkitektúr í Mílanó. „Eftir at- vinnumannsárið í Danmörku fékk ég nóg af handbolta og ákvað að snúa mér að öðru. Ég var búin að æfa íþróttina frá því ég var barn og fékk aldrei frí. Ef það var pása hjá félagsliðinu tóku við æfing- ar með landsliðinu og að lokum fékk ég bara nóg og ákvað að taka mér pásu. Undanfarin tvö ár hef ég spilað með meistaraliði Fram en ég hef verið að glíma við meiðsli og tel ólíklegt að ég haldi áfram úr þessu.“ MÓÐURHLUTVERKIÐ ÞAÐ ALLRA BESTA Hafdís á eina dóttur sem fyllir sjö árin nú í ágúst og er hún að sögn hinnar stoltu móður bæði orku- mikil og ófeimin. „Móðurhlut- verkið er miklu, miklu skemmti- legra en ég hafði búist við. Ég held að fæstir geti gert sér í hugarlund hversu frábært þetta er fyrr en barnið er fætt. Fyrir mér er þetta besta hlutverk í heimi.“ Hafdís var tuttugu og tveggja ára gömul er hún varð ófrísk og segir meðgönguna hafa gengið vel. „Þetta var mjög óvænt en ánægju- legt. Það tók mig kvöldstund að venjast tilhugsuninni en svo var ég bara spennt. Meðgangan gekk líka mjög vel, erfiðast fannst mér að geta ekki sofið lengur á mag- anum.“ Þegar dóttirin var fjögurra ára gömul ákváðu Hafdís og barns- faðir hennar að flytja búferlum til Mílanó þar sem hún stundaði nám í innanhúsarkitektúr. Fjölskyldan bjó í ár í borginni og viðurkennir Hafdís að fyrstu þrír mánuðirnir hafi verið erfiðir. „Við töluðum ekki tungumál- ið og vorum án fjölskyldunetsins sem maður var vanur að heiman. Menningin er líka ólík okkar og mér fannst mjög erfitt að senda stelpuna í leikskólann því hún átti erfitt með að tjá sig í fyrstu en sem betur fer var hún fljót að aðlagast og eftir nokkrar vikur var hún farin að tala tungumál- ið betur en ég. Fyrstu mánuðina fannst mér ég vera hræðilega vond mamma að gera barninu þetta og ég mundi hugsa mig vel um ef ég ætlaði að flytja aftur út með hana.“ KOM ÚT ÚR SKÁPNUM Hafdís kynntist Söndru Sigurðar- dóttur fyrir rúmum tveimur árum og hafa þær nú verið saman í eitt og hálft ár. Sambandið er enn nýtt af nálinni en Hafdís segir að hing- að til hafi allt gengið vel fyrir sig. Aðspurð segist hún hafa kviðið því mikið að segja dóttur sinni og fjöl- skyldu frá sambandinu en að allir hafi tekið fréttunum vel. „Þetta var líklega eitt það erf- iðasta sem ég hef gert. Ég hafði miklar áhyggjur af því hvern- ig stelpan mundi taka þessu og reyndi að undirbúa mig vel, ég ræddi við félagsráðgjafa og ráð- færði mig líka við leikskólakennar- ana hennar en svo virðast áhyggj- ur mínar hafa verið til einskis því þegar ég sagði henni þetta sagði hún bara: „Allt í lagi. Eigum við að lita?“ Henni finnst líka brjálæðis- lega flott að geta sagt fólki að hún eigi þrjár mömmur, mig og tvær stjúpmömmur,“ segir Hafdís hlæj- andi. Þegar hún er innt eftir því hvort að fréttirnar hafi komið hennar nánustu á óvart svarar hún neit- andi. „Ég held að þetta hafi komið fæstum á óvart. Áður en ég sagði fjölskyldunni frá hafði ég ímyndað mér allt hið versta en svo hafa allir bara verið dásamlegir. Barnsfaðir minn og fjölskylda hans hafa líka verið mjög skilningsrík og þess vegna hefur þetta verið frekar auð- velt ferli. Það tók sjálfa mig líka tíma að venjast tilhugsuninni og mér finnst ennþá stundum skrít- ið að hugsa til þess að ég eigi kær- ustu,“ segir hún og brosir. FINNUR LÍTIÐ FYRIR FORDÓMUM Hafdís segist lítið hafa fundið fyrir fordómum gagnvart samkyn- hneigðum og segir sína reynslu að- eins jákvæða. „Ég hafði mestar áhyggjur af stelpunni og hvort hún yrði fyrir stríðni en þetta fjölskyldumunstur er orðið það algengt í dag og börn- in pæla ekkert í því hvort einhver eigi tvær mömmur eða tvo pabba. En ég hafði líka reynt að vinna mína heimavinnu og fengið kenn- arana til liðs við mig þannig þetta hefur aldrei verið vandamál. Ég man aðeins eftir einu skipti þar sem hún kom heim og sagði ein- hvern hafa notað orðið lesbía án þess að skilja meiningu orðsins en það var bara tæklað um leið og hefur ekki komið fyrir aftur.“ Hinsegin dagar voru formlega settir í gær og ná hápunkti er hin árlega Gleðiganga verður farin um miðbæ Reykjavíkur á morgun. Haf- dís mun að sjálfsögðu taka þátt í hátíðarhöldunum og viðurkenn- ir að það sé öðruvísi tilfinning að taka þátt eftir að hún kom út úr skápnum. „Það er auðvitað munur að taka þátt í Hinsegin dögum núna. Bar- áttan fyrir almennum mannrétt- indum hafur alltaf verið mér hug- leikin en stendur mér jafnvel enn nær núna og ég táraðist næstum á opnunarhátíðinni í fyrra. Ég er Nýtt andlit á skjáinn Hafdís Inga Hinriksdóttir er ein af þremur stjórnendum Nýs útlits sem hefu atvinnumaður í handbolta og nýkomin út úr skápnum. UPPGÖTVUÐ AF VINKONU SINNI Hafdís Inga Hinriksdóttir er förðunarmeistari, fyrrum atvinnumaður í handbolta og tiltölulega nýkomin út úr skápnum. Hún er ein af þremur stjórn- endum sjónvarpsþáttarins Nýs útlits sem hefur göngu sína á Skjáeinum í haust. Viðtal: Sara McMahon Ljósmynd: Stefán Karlsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.