Fréttablaðið - 05.08.2011, Page 46

Fréttablaðið - 05.08.2011, Page 46
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR34 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég er í afskaplega fínu formi bæði andlega og líkamlega,“ segir gítarleikarinn snjalli Björgvin Gíslason. Hann heldur upp á sextugs- afmælið sitt 4. september með því að endurútgefa þrjár sólóplötur sínar í viðhafnarútgáfu og halda tónleika í Austurbæ og á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Ég hef verið úti í Perú eða ein- hvers staðar. Mér fannst ágætt að gera þetta svona,“ segir Björgvin um tónleikana. Hann hefur lengi verið talinn einn besti gítarleikari landsins og hefur spilað með þekktum sveitum á borð við Náttúru, Paradís, Pelican, Das Kapital og KK Band. Síðast vakti hann athygli fyrir gítarleik sinn á plötu Mugison, Mugiboogie. Þrjú ár eru liðin síðan Björgvin keypti af Senu útgáfuréttinn að sólóplötum sínum þremur: Öræfa- rokk, Glettur og Örugglega, frá árunum 1977 til 1983. Þær tvær fyrstu komu aðeins út á vínyl og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Allar plöturnar hafa nú verið endurhljómjafnaðar (e. master) af Gunnari Smára Helgasyni, auk þess sem sonur Björgvins, Óðinn Bolli hjá Odinn Design, hannaði veglegan pakka utan um góðgæt- ið og nefnist hann Björgvin Gísla- son 3X. „Það var aldeilis kominn tími á að gefa þetta út. Ég hef ekki fengið spilun á þetta í útvarpi enda nennir enginn að setja rispaðan vínyl á fóninn,“ segir Björgvin. Hann hefur lítið spilað á tónleik- um undanfarin ár en hefur haldið sér við með gítarkennslu á heimili sínu. Er alltaf nóg að gera? „Maður skrimtir. Maður hefur náð endum saman. Það er nóg fyrir gamlan hippa sem er ekki kröfuharður,“ segir hann í léttum dúr. Með Björgvin á afmælistónleik- unum verða þeir Ásgeir Óskars- son, Haraldur Þorsteinsson, Stef- án Már Magnússon, Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson sem syngur. Miðasala hefst í dag á Midi.is. freyr@frettabladid.is BJÖRGVIN GÍSLASON: Í FÍNU ANDLEGU OG LÍKAMLEGU FORMI Sextug gítarhetja með endurútgáfu og tónleika Í FÍNU FORMI Björgvin Gíslason spilar á sítarinn sinn. Endurútgáfa og tvennir tónleikar eru fram undan í tilefni sextugsafmælis hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Í augnablikinu hringlar lagið The Edge of Glory með Lady Gaga í hausnum á mér.” Georg Erlingsson Merrit, skipuleggjandi Draggkeppni Íslands. „Við höfum verið í sambandi við hann í fjögur ár. Hann er gríðarlega mikils metinn í Þýskalandi,“ segir Helgi Már Bjarnason úr útvarps- þættinum Party Zone á Rás 2. Þýski plötusnúðurinn Henrik Schwarz spilar á stóru Party Zone- kvöldi sem verður haldið á Nasa 3. september. DJ Margeir hitar upp. Schwarz hefur verið verið einn áhrifamesti plötusnúður Berlínarborgar síðasta áratuginn og notið mikillar virðingar. Hann spilaði nýlega á Sonar-hátíðinni í Barcelona og hefur komið fram á djasshátíðum og í tónlistarhöllum á borð við Royal Festival Hall. „Gengið er ekki hagstætt. Án samstillts átaks og góðra styrktar- aðila værum við ekki að flytja inn þessa aðila. Það þarf að hugsa og pæla í öllum hliðum málsins til að svona gangi upp,“ segir Helgi Már um komu Schwarz til landsins. Party Zone hefur áður flutt til landsins þýsku stuðboltana Timo Maas, Tiefschwarz, Stephan Bodz- in, Marc Romboy og Booka Shade. Sá síðastnefndi spilaði í Laugardals- höll á síðasta ári á Eventhátíð CCP fyrir framan 3.500 manns. Forsala miða á tónleikana á Nasa hefst eftir helgi á Midi.is og í versl- unum Brims. - fb Berlínarsnúður á leið til Íslands MIKILS METINN Henrik Schwarz spilar á Party Zone-kvöldi á Nasa 3. september. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er spurður hvort ég hafi reynslu af pólitísku starfi þegar ég er beðinn um að spila,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson. Hann er á leiðinni til Svíþjóðar í nótt þar sem hann tekur þátt í tónlistarhátíðinni Secret Island Nation, ásamt Jóni Atla Helgasyni. Áfangastaðurinn er leyndarmál en Margeir veit þó að hann er einhvers staðar á vesturströnd Svíþjóðar. „Þessi tónlistarhátíð er haldin á hverju ári en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með,“ segir Mar- geir en hátíðin gengur út á að búa til lítið samfélag og hlusta á góða teknótónlist saman. „Fólki er safnað saman frá Norðurlöndunum og Þýskalandi á eyjuna. Fyrsti dagurinn fer í það að stofna nýtt lýðveldi og skrifa stjórnarskrá. Þess vegna var ég spurður um pólitíska fortíð mína,“ segir Margeir en það á að stuðla að því að gestir lifi í sátt og samlyndi þessa fjóra daga sem hátíðin varir. „Ég hef komið víða við á lífsleið- inni og get eflaust hjálpað til við að skrifa hressandi stjórnarskrá. Svo leysist þetta upp í eitt stórt dansiball með tónlistar- atriðum þar sem við spilum.“ Margeiri var boðið að taka þátt í hátíðinni af bókaranum sínum í Þýskalandi og dró Jón Atla með sér. „Þetta er örlítið öðruvísi en að fara að spila á klúbbi úti í heimi. Ég er að pakka ofan í göngubakpok- ann og svo verðum við Jón Atli saman í tjaldi. Tveir í tjaldi á leyni- eyju,“ segir Margeir og hlær. -áp Tveir í tjaldi á leynieyju HÁTÍÐ Á LEYNIEYJU Mar- geir Ingólfsson og Jón Atli Helgason ætla að spila á tónlistarhátíðinni Secret Island Nation en hún er öðruvísi en gengur og gerist. „Þetta er töluvert áfall fyrir okkur,“ segir Andri Ólafsson, bassaleikari og annar söngv- ara hljómsveitarinnar Moses Hightower. Bandaríski leikarinn Charles Aaron „Bubba“ Smith lést á miðvikudag, 66 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ljúfi risinn Moses Hightower í Police Academy-myndunum sem voru vinsælar á níunda áratug síðustu aldar. Andri og félagar nefndu hljómsveitina eftir persónu Smiths og voru slegnir að heyra um andlát leikarans. Ætlar hljómsveitin að minnast Bubba Smith á einhvern hátt? „Þetta bar mjög brátt að, þannig að við höfum ekki beinlínis haft mikinn tíma til undirbúnings. En við munum að minnsta kosti minnast hans með örfáum orðum á tón- leikum í kvöld. Meira hefur ekki verið ákveðið,“ segir Andri, en Moses Hightower kom fram á tónleikum í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi í gær. Andri játar að meðlimir Moses Hightower séu aðdáendur Lögreglu- skólamyndanna, eða allavega upp að því marki sem það er hægt sem fullorðnir einstaklingar. „Ætli það sé ekki líklegt að hljómsveitin haldi Lögregluskólavöku,“ segir Andri og bætir við að hljóm- sveitin heiðri minningu leikarans með því að halda áfram að heita Moses Hightower. „Og halda áfram að gefa út plötur.“ - afb Moses Hightower syrgir Moses Hightower SORG Hljómsveitin Moses Hightower syrgir nú leikarann Bubba Smith, sem lést á dögunum. Hann lék ljúfa risann Moses Hightower í Lögregluskólamyndunum á níunda áratugnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir hefur leikið í atvinnuleikhúsi og talað inn á teiknimyndir frá unga aldri, í haust leikur hún í Galdrakarlinum í Oz. Draumur að verða leikkona LEIKJANÁMSKEIÐ 8.–19. ÁGÚST. Tveggja vikna leikjanámskeið fyrir börn 6-9 ára verður haldið í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði 8.-19. ágúst. Þátttaka er ókeypis. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.astjarnarkirkja.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.