Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 1

Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Menningarnótt 18. ágúst 2011 191. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 3 Lakme-tískuvikan á Indlandi hófst í gær og stendur fram yfir helgi. Viðburðurinn, sem er haldinn árlega, er þýðingarmesti tískuviðburður landsins. Hér má sjá hönnun Archana Kochhar en bleikar og appelsínugular rendur einkenndu allt hennar framlag. F lóra Karitas Buenano er ungur förðunarfræðingur hjá Mac í Kringlunni. Samhliða því tekur hún að sér sjálfstæð verkefni. Meðal þeirra er förðun fyrir myndband hljóm-sveitarinnar Hjaltalín, verkefni fyrir list-ræna hópinn Weird Girls Project og í kvöld mun hún farða fyrir úrslitakvöld fatahönn-unarkeppninnar Reykjavík Runway. Flóra Karitas Buenano förðunarfræðingur segir náttúrulega förðun og dökkar varir vera ríkjandi í haust. Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Lokað á laugardögum í sumarGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Mjúkir og þægilegir herra skór úr leðri á fínu verði! Náttúruleg og djörf REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR SEX VERSLANIR FARTÖLVUR BETRA ALLTAF VERÐ VIÐSKIPTI Fyrirtækið Geogreen- house áformar að hefja útflutning á tómötum og miðast hugmyndirn- ar við að fyrsta sending fari utan í september á næsta ári. Að öllu óbreyttu yrði það þá fyrsta fyrir- tækið til að flytja út grænmeti frá Íslandi. Nú þegar hafa náðst samningar við breskt fyrirtæki um markaðssetningu, pökkun og dreifingu tómatana. Gangi áform- in eftir verða tómatarnir meðal annars til sölu hjá stórmarkaða- keðjunni Marks og Spencer. Tómatarnir verða ræktaðir í sér- stökum hátæknigróðurhúsum sem verða reist í þremur þrepum, en að því loknu munu um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu. Áformað er að hefja framkvæmdir næsta vor og í fyrsta áfanga verður reist 3,3 hektara gróðurhús sem 35 manns munu starfa við. Tveimur árum seinna verður það stækkað upp í 10 hektara og þá yrði starfsmanna- fjöldinn kominn upp í tæplega hundrað manns. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lokaáfanganum lýkur en þá eiga gróðurhúsin að vera orðin 20 hektarar og eins og fyrr segir munu þá um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu. Tómatarn- ir verða fluttir með skipi til Imm- ingham í Englandi. Sigurður Kiernan, stjórnarfor- maður Geogreenhouse, segir að verið sé að vinna í samningi við orkufyrirtæki en gróðurhúsið verði staðsett við jarðvarmavirkj- un. Hann kveðst ekki geta sagt nánar til um staðsetningu fyrir gróðurhúsið en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að rætt hafi verið við bæjaryfirvöld á Reykja- nesi um að reisa það þar. Sigurður telur þessa vöru hafa ýmsa kosti fram yfir þær sem framleiddar eru víðast hvar erlendis. „Við höfum þann kost á Íslandi að geta notað besta vatn í heimi við ræktunina á meðan Bretar, Hollendingar og fleiri eru að nota iðnaðarvatn í sína fram- leiðslu,“ segir hann. „Við notum ekki heldur skordýraeitur eins og gert er víðast hvar erlendis og það gefur vörunni ákveðinn gæða- stimpil. Svo er þetta umhverfis- vænt því við erum ekki að brenna gas til að hita gróðurhúsin held- ur notum við jarðvarma.“ Jarð- varmavirkjun mun sjá gróðurhús- inu fyrir heitu vatni, rafmagni, vatni til að vökva og koltvísýringi. Honum verður hleypt inn í gróður- húsið til að örva vöxt. Með svokölluðum aðlögunar- samningi frá árinu 2002 var íslenskum framleiðendum gert kleift að flytja út grænmeti. Að sögn Bjarna Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Sambands garð- yrkjubænda, hefur þó enginn hafið útflutning enn. „Reyndar hafa verið gerðar tilraunir á útflutn- ingi á rófum og kartöflum til Fær- eyja en annars hefur enginn hafið útflutning sem einhverju nemur,“ segir hann. - jse Vilja flytja út íslenska tómata Fyrirtækið Geogreenhouse hefur uppi áform um að reisa 20 hektara gróðurhús. Skapar vinnu fyrir 150 manns. Ræktaðir verða tómatar sem verða fluttir út og seldir í Marks og Spencer meðal annarra staða. 1. áfangi 3,3 hektara gróðurhús = 6 MW 2. áfangi 10 hektara gróðurhús = 18 MW 3. áfangi 20 hektara gróðurhús = 36 MW Hvað þarf mörg mega- vött fyrir hvern áfanga? í Kringlunni Konukvöld í kvöld frá kl. 18–21 ÞURRT AÐ MESTU Víðast hæg norðlæg eða breytileg á landinu í dag. Skýjað með köflum og þurrt en stöku skúrir syðra. Hiti 7-16 stig. VEÐUR 4 7 10 10 12 12 Náttúruleg en djörf haustförðun Mikil vinna liggur á bak við náttúrulega förðun að sögn Flóru Buenano hjá Mac. allt Hestaferðir í tuttugu ár Hjónin á Oddsstöðum í Lundarreykjadal hafa skipulagt hestaferðir í 20 ár. tímamót 26 FÓLK „Þetta er góður hópur en erfiðast þykir þeim að læra framburðinn,“ segir Gísli Hvanndal, sem útskrifar sex- tán nemendur með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor. Nemendurn- ir eru valdir af kostgæfni inn í Háskól- ann í Beijing og aðeins þeir bestu fá pláss við skólann. Gísli hefur verið búsettur í Kína undanfarin þrjú ár en það var af einskærri ævintýraþrá sem hann sótti um vinnuna. Námið byrjaði á dramatískan hátt 6. október 2008, á sama degi og íslenska bankakerfið riðaði til falls. - áp / sjá síðu 54 Kennir Kínverjum íslensku: 16 útskrifast með BA-gráðu GÍSLI HVANNDAL Hrifnir af landi og þjóð Craig Murray og Darryl Brown fagna tuttugu ára sambandsafmæli á tónleikum Frostrósa. fólk 54 Krabbamein fótboltans Er leikaraskapur og svindl að gera út af við knattspyrnuna? sport 46 UNDUR UNDIR YFIRBORÐINU Kalmanshellir í Hallmundarhrauni er ægifagurt náttúru- fyrirbæri sem fáir hafa barið augum. Á morgun verður hellirinn friðaður enda þolir hann ekki umgang manna. Hellirinn er lengsti hraunhellir á Íslandi. Þar er eitt lengsta hraunstrá jarðar, 1,65 metrar að lengd. MYND/ÁRNI B. STEFÁNSSON EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti í gær ákvörðun sína um 0,25 prósenta hækkun stýrivaxta, sem nú eru 4,5 prósent. Nefndin segir frekari hækkanir á næstu mánuðum líklegar. Meginrökin fyrir hækkuninni eru tilgreind í til- kynningu frá nefndinni sem viðbrögð við versnandi verðbólguhorfum frá síðustu vaxtaákvörðun. Bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Ísland brugðust ókvæða við hækkuninni í gær og sögðu hana óskiljanlega í ljósi efnahagsaðstæðna í landinu. Þau telja hana draga úr efnahagsbatanum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði hins vegar í gær að hækkunin ætti ekki að koma á óvart og væri í samræmi við fyrri yfirlýsingar nefndar- innar. Verðbólga er nú fimm prósent. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans verður hún 6,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2012. - mþl, shá Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent í gær: Meiri hækkun stýrivaxta boðuð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.