Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 16

Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 16
16 18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legókubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat og burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stíg- vélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar sam- verustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og mál- þroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleik- ir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leik- skólakennara sem hafa undanfarin ár dreg- ist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leik- skólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra. HALLDÓR Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ein ferð í Bónus Kjaramál Árni Svanur Daníelsson foreldri og prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Mjög gott eintak af Toyota Land Cruiser til sölu Vel með farinn, 7 manna Toyota Land Cruiser til sölu. Leður áklæði, topplúga, krókur ofl. Þetta er einn með öllu.Árgerð 2005 - Ekinn 102.000 - Bensínbíll. B jarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingin var ekki nýmæli. Rökstuðningurinn var það hins vegar. Í viðtali við Vísi sagði Bjarni að tvennt hefði breytzt frá því að sótt var um aðild að ESB, en sjálfur var hann einu sinni hlynntur umsókn. Annars vegar ættu Íslendingar nóg með sitt, meðal annars glímuna við að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Hins vegar væru evruríkin í kapphlaupi við tímann að bjarga for- sendum samstarfsins og ESB að þróast í „sambandsríki þar sem hvert og eitt aðildarríki þarf að gefa eftir af sínu forræði á sviði ríkis fjármála“. Um fyrri röksemdina er það að segja að flest ríki sem sótt hafa og samið um aðild að ESB hafa um leið verið upptekin af eigin vandamálum. Einhvern veginn hafa þau þó náð að sinna hvoru tveggja í einu. Oft hefur það markmið að verða aðildarríki sambandsins einmitt verið hvati til nauðsynlegra umbóta. Ef ríkis- stjórnin væri til dæmis sammála innbyrðis um þetta markmið, mætti ætla að minni lausatök væru á ríkisfjármálunum. Um seinni röksemdina má segja að hún sé ný útgáfa af þeim útjöskuðu rökum sem notuð hafa verið gegn því að sækja um aðild að ESB undanfarin tuttugu ár eða svo; að framtíð sambandsins sé í svo mikilli óvissu að ekki sé rétti tíminn til að sækja um aðild. Evrópusambandið er hins vegar í stöðugri þróun. Í bráðum sextíu ára sögu þess hefur ýmislegt gengið á og samstarfið lent í alls konar uppnámi og kreppu. Árið 1992 sprakk til dæmis gengis- samstarfið sem var undanfari evrunnar. Þá stóð ekki á spádómum um endalok ESB, að evran yrði aldrei að veruleika o.s.frv. Reyndin varð önnur. ESB-ríkin hafa að lokum jafnað ágreining og leyst úr vandamálum vegna þess sameiginlega mats að sameinuð séu þau sterkari en sundruð. Af sömu ástæðu hafa umsóknarríki ekki hlaupið upp til handa og fóta og slitið viðræðum. Þau hafa horft til langtímahagsmunanna af því að eiga aðild að þessu samstarfi. Skrýtið er að heyra forystumenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýna viðleitni ESB til að framfylgja þeim aga í ríkisfjármálum sem evruríkin undirgengust strax í upphafi og telja að hennar vegna eigi Ísland ekki heima í samstarfinu. Fyrir ríki sem hefur sitt á þurru í hagstjórninni, þar á meðal í ríkisfjármálum, er þessi agi ekki vandamál. Fyrir skussana er hann það hins vegar. Talandi um „forræði á sviði ríkisfjármála“ má rifja upp að eftir að Ísland klúðraði eigin efnahagsmálum fengum við fjár- hagsaðstoð frá vina- og nágrannaríkjum, sem settu það skilyrði að við sýndum aga og ábyrgð með því að fylgja áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, meðal annars í ríkisfjármálum. Þannig getur „forræðið“ farið fyrir lítið, jafnvel þótt ríki séu ekki í ESB. Málflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins bendir því miður til að þar sé ekki horft til langtímahagsmuna og „ískalds hagsmuna mats“ fyrir Ísland, heldur í mesta lagi fram í nóvember og þá til mun þrengri hagsmuna. Rök formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir að draga aðildarumsókn til baka halda illa vatni. Þröngir hagsmunir Afsagna að vænta? Eitt af þeim verkefnum sem stjórn- málamenn töldu hvað mikilvægast í kjölfar hrunsins var að endurreisa traustið á þeim sjálfum og stjórn- málum almennt. Óhætt hlýtur að vera að fullyrða að það hefur ekki tekist. Skilmerkilegustu skoðanakann- anir sýna að einungis 12,4 prósent aðspurðra telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Það er snautlega lág tala. Í mörgum fyrirtækjum væri það talin ástæða til mannabreytinga ef aðeins um það bil tíundi hver viðskiptavinur bæri trausts til starfsmanna þess. Kannski stjórn- málamennirnir sjálfir standi í vegi fyrir endurreistu trausti á stjórnmálamenn. Gagnrýninn Guðlaugur Þór Guðlaugur Þór Þórðarson, þing maður Sjálfstæðisflokksinsm, hefur gagnrýnt Guðbjart Hannesson velferðarráð- herra þar sem hann segir að færa þurfi þjónustu Landspítalans aftur til 2004. Guðlaugur vill nefndarfund um málið og því er ekki úr vegi að rýna í nokkrar tölur. Árið 2004 fékk Landspítalinn tæpa 24,8 milljarða króna á fjárlögum. Sú upphæð hafði vaxið í tæpa 33 milljarða árið 2011. Ráðherrann Guðlaugur Þór Guðlaugur er forveri Guðbjarts í embætti, en hann var ráðherra heilbrigðismála 2007 til 2009. Á því árabili uxu fjárlög til spítalans um rúmlega 1,6 milljarða króna. Í þriggja ára ráðherratíð Guðlaugs fór spítalinn 5,1 milljarð króna fram úr fjárlögum, þar af 1,6 milljarða árið 2008, eina heila árið sem hann gegndi embættinu. Kannski ofvöxtur og umframkeyrsla síðustu ára sé hluti af vandamálinu, ekki bara hjá Landspítalanum heldur víða annars staðar? kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.