Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 24
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR
Unda nfa r na daga ha fa húsnæðis mál Íslendinga
verið nokkuð í umræðunni og þá
sérstaklega málefni leigjenda. Af
því tilefni vill BSRB ítreka til-
lögur sem bandalagið hefur áður
lagt fram og miða að því að efla
almennan markað með langtíma-
leiguíbúðum.
Mikil eftirspurn er eftir leigu-
húsnæði og sérstaklega á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem framboð
á leiguhúsnæði er takmarkað,
markaðurinn mjög óskipulagður
og leiguverð mjög hátt.
BSRB fagnar því að Íbúðalána-
sjóður ætli á næstu 12 mánuð-
um að bjóða 130 íbúðir sem eru
í eigu sjóðsins til leigu en bend-
ir jafnframt á að mun víðtækari
aðgerða er þörf. Með aðgerðun-
um ætla Velferðarráðuneyti og
Íbúðalánasjóður að leggja sitt af
mörkum til að mæta hinni miklu
eftirspurn eftir leiguíbúðum og
um leið stuðla að lækkuðu leigu-
verði. Hins vegar þykir ljóst að
130 íbúðir leysa lítinn hluta vand-
ans og munu hafa mjög takmörk-
uð áhrif á almennt leiguverð.
BSRB hefur undanfarið unnið
að því að koma tillögum sínum
um öflugri leigumarkað á fram-
færi með það að markmiði að allir
landsmenn eigi kost á öruggu hús-
næði til lengri tíma á viðráðan-
legu verði. Þessar tillögur hafa
miðað að því að efla almenn-
an leigumarkað. Samráðs hópur
Velferðarráðuneytisins um
húsnæðis stefnu og vinnuhópur
Reykjavíkurborgar um sama mál-
efni hafa báðir lagt til að komið
verði á langtímaleigumarkaði í
samræmi við tillögur BSRB.
Hlutfall heimila í leiguhús-
næði er talsvert lægra hér á
landi en víðast hvar í Evrópu og
á Norður löndum. Margt bend-
ir til þess að þetta sé að taka
breytingum og eins og staðan er
á fasteignamarkaði í dag hafa
fjöl margir ekki kost á öðru en
að vera á leigumarkaði. Stærri
leigu markaður og nægt framboð
leiguíbúða losar fjölskyldur og
einstaklinga undan fjárhagslegri
áhættu tengdum skuld settum
fasteignakaupum og eykur um
leið hreyfanleika þeirra. Margir
sjá því frekari hag í því að leigja
húsnæði í stað þess að kaupa.
En húsnæðisöryggi leigj-
enda á Íslandi er lítið þar sem
mikill skortur er á leigu íbúðum
til varanlegrar útleigu. Þótt
Íbúðalána sjóður sé nú að reyna
að leggja sitt af mörkum með
útleigu á 130 íbúðum í þeirra
eigu til viðbótar við þær sem
þegar hafa verið leigðar út er
það allt of lítið. Raunar er margt
sem hamlar frekari aðgerðum
Íbúðalánasjóðs, s.s. samkeppnis-
sjónarmið, og þess vegna þarf að
koma til heildarendurskoðunar á
málaflokknum hjá hinu opinbera
og hugsanlegar lagabreytingar í
kjölfarið.
Ein lausnin á þessu gæti verið
stofnun rekstrarfélags, svip-
að því sem starfrækt er í Dan-
mörku, þar sem ríki og sveitar-
félög koma að. Almenna danska
leigukerfið, eins og það er kall-
að, er ætlað fyrir alla en ekki
aðeins þá sem ráða ekki við að
greiða markaðsleigu. Húsaleiga
innan kerfisins má einungis fjár-
magna afborganir lána og við-
haldskostnað leiguhúsnæðisins.
Það þýðir í raun að enginn hagn-
aður má fylgja útleigu íbúðanna
og mark miðið er fyrst og fremst
að tryggja nægt framboð af fjöl-
breyttu húsnæði á viðráðanlegu
verði fyrir ólíka tekjuhópa. Ein-
ungis er hægt að rifta leigusamn-
ingi ef um vanefndir á samn-
ingi er að ræða og þannig getur
fólk búið alla sína ævi í leigu-
húsnæði kjósi það svo. Samhliða
þessu fyrirkomulagi er starfrækt
úrskurðarnefnd sem leigjendur
og leigusalar geta leitað til með
sín málefni. Sú nefnd stuðlar að
sanngjörnu leiguverði miðað við
aðstæður hverju sinni.
BSRB tekur einnig undir þau
sjónarmið að jafna eigi hlut leigj-
enda og eigenda íbúðar húsnæðis
hér á landi þegar kemur að
bótum. Þar til gerðar húsnæðis-
bætur myndu þannig leysa leigu-
og vaxtabætur af hólmi og auka
jafnræði leigjenda og eigenda
íbúðarhúsnæðis. Meirihluti
leigjenda á Íslandi fær skert-
ar eða engar húsaleigubætur og
því verður að endurskoða reglur
þar að lútandi. Hærri húsaleigu-
bætur og stærri leigumarkaður
gera auk þess fólki sem nú þegar
er í íbúðum í eigu sveitarfélaga
auðveldara að vera á almennum
húsnæðis markaði og hafa þannig
fleiri valkosti en þá sem sveitar-
félögin bjóða. En með hækk-
un húsaleigubóta verða ríki og
sveitar félög jafnframt að passa
að hækkun bóta skili sér ekki
beint í hærra leiguverði. Þetta
mætti t.d. framkvæma með fyrr-
nefndri úrskurðarnefnd sem
eins og áður sagði hefur fyrst og
fremst það hlutverk að stuðla að
sanngjörnu leiguverði.
Markmið stjórnvalda hlýtur
að vera það að koma húsnæðis-
málum landsmanna í skikkanlegt
horf þannig að allir landsmenn
eigi kost á húsnæði á viðráðan-
legu verði. Það eru breyttir tímar
á Íslandi og við því verður að
bregðast. Hluti þess er að leigu-
markaði íbúðarhúsnæðis verði
sinnt af alúð og leiga á húsnæði
gerð að raunhæfum valmöguleika
með tilheyrandi húsnæðisöryggi
til lengri tíma. Þetta er skref
sem verður að taka og tækifærið
er nú.
Kreppa leggur byrðar á þegn-ana. Því miður er þeim mis-
skipt. Þorri Íslendinga hefur borið
þær af töluverðri reisn. Samtím-
is sleppa sumir byrðalausir, ein-
hverjir hagnast jafnvel á ástand-
inu en margir kikna undan öllu
saman. Mitt í þessu ástandi standa
stjórnvöld í ströngu og telja sig
vera að skipta byrðunum og
bjarga samfélaginu eða reisa það
við. Í sumu hefur tekist að finna
nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð
við þá sem eru komnir á hnén er
margvísleg en umdeild og tæplega
næg.
Fasteignaskuldir meirihluta
landsmanna eru allt of háar og
hækka umfram alla sanngirni.
Íslensk heimili eru þau skuld-
settustu í Evrópu. Afleiðingin er
minni neysla og versnandi lífs-
kjör þrátt fyrir ýmis góð merki
um raunverulegan viðsnúning
sem ráðherrar nefna „hægan
efnahagsbata“. En svona er stað-
an samhliða geigvænlegu verð-
lagi á helstu nauðsynjum. Hillu-
verðið hefur hækkað umfram alla
sanngirni. Tannkremið hans Jóns
hefur hækkað um 100%, úr 400
í 800 krónur. Húsnæðislán skil-
vísu Gunnu hækkaði úr 13 millj-
ónum króna í 18 á tveimur árum
og afborgunin úr 70.000 í 100.000
á meðan hún nú geymir aflafé til
næstu afborgunar á sparireikn-
ingi með neikvæðum vöxtum.
Þegar yfir lýkur hefur hún greitt
bankanum 60-70 milljónir króna,
segja sérfræðingar, með sínar
4-6 milljón króna árstekjur fyrir
skatta. Þeir segja líka að bankinn
hafi eignast lánið á útsölu, fyrir
35% af nafnvirði.
Mitt í þessum veruleika ritar
Árni Páll efnahags- og viðskipta-
ráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt
af hættusvæðinu). Hann minnir
á að evruríkin leiti nú leiða til að
þurfa ekki að leggja óbærilegar
byrðar á þegnana og hve mikil-
vægt sé að ríki geti ekki skuldsett
sig úr hófi fram og grafið undan
efnahagsstöðugleika. Hann minn-
ir á hve útflutningsvörur okkar
eru viðkvæmar fyrir kaupmátt-
arþróun fólksins í þessum lönd-
um. Hann skrifar um samkeppn-
ishæfni íslensks atvinnulífs sem
þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt
að heimfæra þessi orð yfir á skil-
vísu heimili landsins?
Miðað við kaupmátt launa eru
byrðar meirihluta skuldandi
þegna að verða óbærilegar.
Skuldaþróunin hefur fyrir löngu
stefnt úr hófi fram og grafið undan
stöðugleika heimila umfram sann-
gjarnar byrðar. Kaupmáttur hins
stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar
hratt og það grefur undan tekjum
ríkis og fyrir tækja. Samkeppnis-
hæfni alþýðu manna er of lítil.
Árni Páll notar orðin heilbrigð-
ar framtíðarhorfur í grein sinni.
Þegar tannkremstúpa Jóns kostar
1.000 krónur eftir önnur tvö ár og
5% launahækkun, og lán Gunnu
hefur náð yfir 50% af eignar-
virðinu (það var 35% í upphafi),
hverjar eru þá heilbrigðar fram-
tíðarhorfur þessa óheppna, vinnu-
sama og skilvísa pars? Norskur
veruleiki?
Spurt er um lausnir á ástand-
inu. Þær eru til en væru líklega
nokkuð harðar, bæði bönkum og
ríkisfjármálum. Árni Páll bendir
á að lausn evruríkja í þeirra vanda
feli m.a. í sér endurfjármögnun og
endurmat á skuldum (án óbæri-
legra byrða á þjóðirnar).
Þetta skyldi þó ekki geta átt
við um samskipti skuldsetts
almennings, stóru bankanna,
Íbúðalána sjóðs, lífeyrissjóðanna
og ríkisins?
Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna
eru allt of háar og hækka umfram alla-
sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuld-
settustu í Evrópu.
Markmið stjórnvalda hlýtur að vera það
að koma húsnæðismálum landsmanna
í skikkanlegt horf þannig að allir lands-
menn eigi kost á húsnæði á viðráðanlegu verði.
Langtímaleigumarkaður á
viðráðanlegu verði
Burt af hvaða svæði?
Fjármál
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur
Leigumarkaður
Hilmar
Ögmundsson
hagfræðingur BSRB
VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML
298 KR. 3 STK.
VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 60 ML
398 KR. 12 STK.
VANILLU ÍSTOPPAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML
498 KR. 8 STK.
SPARAÐU MEÐ
EURO SHOPPER
SPARAÐU Í
BÓNUS