Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 36

Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 36
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● menningarnótt Frændur okkar Færeyingar halda árlega sína menningarnótt og nú ætla þeir að leggja sitt af mörkum til hinnar íslensku Menningar- nætur. „Þetta eru ekkert ólíkar menn- ingarnætur, nema að sú íslenska er stærri,“ segir Jónas Þór Næs á sendiskrifstofu Færeyja. „Við tókum einnig þátt í fyrra en það var að eigin frumkvæði. Nú tökum við formlega þátt í sam- vinnu við Reykjavíkurborg.“ Það er óhætt að segja að framlag Fær- eyinganna lífgi upp á Menningar- nóttina enda eru þeir miklir menningarunnendur. „Við ætlum að bjóða fólki að koma á ræðismannsskrifstofuna okkar, í Austurstræti 12, en þar verður færeyskur matur á borð- um og drykkir, upplestur og söng- ur. Við erum mjög stolt af fær- eyskri myndlistarsýningu sem verður í Hörpu en þar verða sýnd verk Elinborgar Lützen. Borgar- stjóri Þórshafnar, Heðin Morten- sen, mun opna sýninguna klukkan 15 og einnig mun tónlistarmaður- inn Teitur Lassen, spila þar kl. 18. Þá spilar Guðríð Hansdóttir bæði á ræðismannsskrifstofunni kl. 16 og á Óðinstorgi, en á Óðinstorgi verður hljómsveit með henni og byrja þeir tónleikar kl. 17.30. Rit- höfundarnir Hanus Kamban og Sólrun Michelsen munu lesa úr sínum verkum á ræðismanns- skrifstofunni kl. 14.30 og á Óðins- torgi kl. 17.“ Íslendingum á án efa eftir að líka það að komast í kynni við nýtt færeyskt listafólk en áður hafa slegið hér í gegn söngvar- arnir Eivör Pálsdóttir og Jógvan Hansen. Færeyingar bjóða í bæinn Jónas Næs og Elsba Dánjalsdóttir á fær- eysku sendiskrifstofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● PERSÓNULEG DAGSKRÁ Á vefsíðunni menningarnott.is er boðið upp á nýtt dagskrárkerfi sem leyfir fólki að finna og merkja við áhugaverða atburði á mjög einfaldan og skilvirkan hátt. Með því að smella á „Skoða dagskrá“, er hægt að velja atburði með því að „Bæta við“ og sjá svo persónulega dagskrá með því að smella á „Mínir atburðir“. Síðan er mjög aðgengileg og auðvelt að hafa uppi á þeim dagskrár- liðum sem henta. Bæði er hægt að nota leitarvélina en einnig má velja viðburði eftir flokkum og tímasetningum. Dagskrá Menningarnætur er einnig hægt að fá í símann en hún er fáanleg fyrir Apple og Android tæki í gegnum hugbúnað sem hlaða má niður ókeypis í gegnum viðkomandi netverslun (Apple App Store og Android Market). Haldið verður upp á 25 ára systrasamstarf á Menningarnótt. Systurborgirnar Reykjavík og Seattle halda upp á 25 ára systra- samstarf sitt á Menningarnótt. Seattle, sem er á vesturströnd Bandaríkjanna, er gestasveitar- félag Menningarnætur í ár. „Við í bandaríska sendiráðinu erum mjög ánægð með að Reykjavík valdi Seattle sem gestasveitar- félag á Menningarnótt,“ segir Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. „Seattle er eins og Reykjavík, lifandi borg sem stend- ur við sjóinn, og hefur sterk tengsl við umhverfi sitt, á menningar- legar hefðir og stundar alþjóðleg viðskipti í vaxandi mæli,“ upp lýsir Arreaga. Í tilefni af 25 ára afmæli systra- samstarfsins býður Reykja- vík Seattle að ganga í bæinn og Tjarnar salur Ráðhúss Reykja- víkur mun fyll- ast af fjöl - breyttu lista- lífi frá Seattle frá klukkan 14 og fram á kvöld. Stefnt er að því að dagskránni ljúki klukkan 23. „Á Menningarnótt verða ýmsir spennandi viðburðir frá Seattle, þökk sé öllum þeim félagasamtök- um sem unnu að verkefninu,“ segir Arreaga og nefnir nokkur sem dæmi: „Það voru til dæmis Reykja- víkurborg, „Seattle-Reykjavík Sister Cities Association“, Banda- ríska sendiráðið og fjöldi einka- fyrirtækja, meðal annars einn helsti stuðningsaðili okkar, banda- ríska flugfélagið Delta,“ segir Ar- reaga. Dagskráin í Tjarnarsal Ráð- hússins verður fjölbreytt. Quileute-indíánar, eins og þeir nefnast, frá vesturhluta Wash- ington-ríkis, munu segja sögur og stíga frumbyggja- og trúardansa. Ljósmyndarinn Bill Stafford, sem ferðast hefur víða um heim með myndavélina, mun sýna verk sín. Boðið verður upp á brúðusýningar og brúðugerðarsmiðju fyrir börn- in, vínkynning verður frá Chateau Ste. Michelle og Starbucks býður upp á kaffisopa. Tónlistin verður einnig í há- vegum höfð í Ráðhúsinu. Tón- listarmaðurinn Bob Culbertson mun flytja djass- og blúskennda tónlist á svokallaða Chapmanns- fjöl. Hljóðfærið var fundið upp af Emmet Chapman og er eins og fjöl í laginu. Það er tíu til tólf strengja og inniheldur bæði eigin- leika bassa og gítars. Hin unga og efnilega hljómsveit Tomten stígur á stokk. Lokaatriðið á aðalsviðinu verður svo rokkhljómsveitin White Sox All-Star. - mmf Systurborgirnar Reykjavík og Seattle Sex fulltrúar indíánaflokksins Quileute munu segja sögur og stíga frumbyggja- og trúardansa. Luis E. Arreaga, sendiherra Banda- ríkjanna. Stíll - Laugavegi 58, 101 Reykjavík sími: 551 4884 - www.stillfashion.is Haustvörur streyma inn Njóttu þess að koma! Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.