Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 36
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● menningarnótt Frændur okkar Færeyingar halda árlega sína menningarnótt og nú ætla þeir að leggja sitt af mörkum til hinnar íslensku Menningar- nætur. „Þetta eru ekkert ólíkar menn- ingarnætur, nema að sú íslenska er stærri,“ segir Jónas Þór Næs á sendiskrifstofu Færeyja. „Við tókum einnig þátt í fyrra en það var að eigin frumkvæði. Nú tökum við formlega þátt í sam- vinnu við Reykjavíkurborg.“ Það er óhætt að segja að framlag Fær- eyinganna lífgi upp á Menningar- nóttina enda eru þeir miklir menningarunnendur. „Við ætlum að bjóða fólki að koma á ræðismannsskrifstofuna okkar, í Austurstræti 12, en þar verður færeyskur matur á borð- um og drykkir, upplestur og söng- ur. Við erum mjög stolt af fær- eyskri myndlistarsýningu sem verður í Hörpu en þar verða sýnd verk Elinborgar Lützen. Borgar- stjóri Þórshafnar, Heðin Morten- sen, mun opna sýninguna klukkan 15 og einnig mun tónlistarmaður- inn Teitur Lassen, spila þar kl. 18. Þá spilar Guðríð Hansdóttir bæði á ræðismannsskrifstofunni kl. 16 og á Óðinstorgi, en á Óðinstorgi verður hljómsveit með henni og byrja þeir tónleikar kl. 17.30. Rit- höfundarnir Hanus Kamban og Sólrun Michelsen munu lesa úr sínum verkum á ræðismanns- skrifstofunni kl. 14.30 og á Óðins- torgi kl. 17.“ Íslendingum á án efa eftir að líka það að komast í kynni við nýtt færeyskt listafólk en áður hafa slegið hér í gegn söngvar- arnir Eivör Pálsdóttir og Jógvan Hansen. Færeyingar bjóða í bæinn Jónas Næs og Elsba Dánjalsdóttir á fær- eysku sendiskrifstofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● PERSÓNULEG DAGSKRÁ Á vefsíðunni menningarnott.is er boðið upp á nýtt dagskrárkerfi sem leyfir fólki að finna og merkja við áhugaverða atburði á mjög einfaldan og skilvirkan hátt. Með því að smella á „Skoða dagskrá“, er hægt að velja atburði með því að „Bæta við“ og sjá svo persónulega dagskrá með því að smella á „Mínir atburðir“. Síðan er mjög aðgengileg og auðvelt að hafa uppi á þeim dagskrár- liðum sem henta. Bæði er hægt að nota leitarvélina en einnig má velja viðburði eftir flokkum og tímasetningum. Dagskrá Menningarnætur er einnig hægt að fá í símann en hún er fáanleg fyrir Apple og Android tæki í gegnum hugbúnað sem hlaða má niður ókeypis í gegnum viðkomandi netverslun (Apple App Store og Android Market). Haldið verður upp á 25 ára systrasamstarf á Menningarnótt. Systurborgirnar Reykjavík og Seattle halda upp á 25 ára systra- samstarf sitt á Menningarnótt. Seattle, sem er á vesturströnd Bandaríkjanna, er gestasveitar- félag Menningarnætur í ár. „Við í bandaríska sendiráðinu erum mjög ánægð með að Reykjavík valdi Seattle sem gestasveitar- félag á Menningarnótt,“ segir Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. „Seattle er eins og Reykjavík, lifandi borg sem stend- ur við sjóinn, og hefur sterk tengsl við umhverfi sitt, á menningar- legar hefðir og stundar alþjóðleg viðskipti í vaxandi mæli,“ upp lýsir Arreaga. Í tilefni af 25 ára afmæli systra- samstarfsins býður Reykja- vík Seattle að ganga í bæinn og Tjarnar salur Ráðhúss Reykja- víkur mun fyll- ast af fjöl - breyttu lista- lífi frá Seattle frá klukkan 14 og fram á kvöld. Stefnt er að því að dagskránni ljúki klukkan 23. „Á Menningarnótt verða ýmsir spennandi viðburðir frá Seattle, þökk sé öllum þeim félagasamtök- um sem unnu að verkefninu,“ segir Arreaga og nefnir nokkur sem dæmi: „Það voru til dæmis Reykja- víkurborg, „Seattle-Reykjavík Sister Cities Association“, Banda- ríska sendiráðið og fjöldi einka- fyrirtækja, meðal annars einn helsti stuðningsaðili okkar, banda- ríska flugfélagið Delta,“ segir Ar- reaga. Dagskráin í Tjarnarsal Ráð- hússins verður fjölbreytt. Quileute-indíánar, eins og þeir nefnast, frá vesturhluta Wash- ington-ríkis, munu segja sögur og stíga frumbyggja- og trúardansa. Ljósmyndarinn Bill Stafford, sem ferðast hefur víða um heim með myndavélina, mun sýna verk sín. Boðið verður upp á brúðusýningar og brúðugerðarsmiðju fyrir börn- in, vínkynning verður frá Chateau Ste. Michelle og Starbucks býður upp á kaffisopa. Tónlistin verður einnig í há- vegum höfð í Ráðhúsinu. Tón- listarmaðurinn Bob Culbertson mun flytja djass- og blúskennda tónlist á svokallaða Chapmanns- fjöl. Hljóðfærið var fundið upp af Emmet Chapman og er eins og fjöl í laginu. Það er tíu til tólf strengja og inniheldur bæði eigin- leika bassa og gítars. Hin unga og efnilega hljómsveit Tomten stígur á stokk. Lokaatriðið á aðalsviðinu verður svo rokkhljómsveitin White Sox All-Star. - mmf Systurborgirnar Reykjavík og Seattle Sex fulltrúar indíánaflokksins Quileute munu segja sögur og stíga frumbyggja- og trúardansa. Luis E. Arreaga, sendiherra Banda- ríkjanna. Stíll - Laugavegi 58, 101 Reykjavík sími: 551 4884 - www.stillfashion.is Haustvörur streyma inn Njóttu þess að koma! Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.