Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 38

Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 38
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● menningarnótt ● MÁTTARSTÓLPI MENNINGARNÆTUR FRÁ UPPHAFI Landsbankinn og Höfuð borgarstofa hófu samstarf um Menningarnætur- pott Landsbankans árið 2008 með það að markmiði að veita fjöl- breyttum hugmynd- um brautargengi á Menningarnótt. Rúm- lega 60 umsóknir bár- ust í ár og hljóta þar af 50 viðburðir styrk á bilinu 50.000 til 200.000 krónur. Verkefnin eru af ólíkum toga, allt frá heimilislegum garð- tónleikum í Þingholt- unum til fjölbreyttra smálistahátíða. Styrkir voru veittir í flokkunum Tónlist, Leiðsögn og fræðsla, Leiklist, Fjöllista- viðburðir, Gakktu í bæinn, Dans, Myndlist og ljósmyndun og Allskonar. Meðal þeirra uppákoma sem styrktar verða í ár má nefna dagskrá Framkvæmdafélags listamanna eða FRAFL, í samstarfi við Gogoyoko og fleiri en hópurinn mun taka yfir Hjartatorgið við Laugaveg með myndlist, tónlist og gjörningum. Við Óðinstorg verður dagskrá fram á kvöld með tónlist, dansi og smiðjum fyrir börn. Tangóævintýrafélagið býður gestum upp í tangó í Gyllta salnum á Hótel Borg og eldsmiðir sýna listir sínar með gamla laginu, svo fátt eitt sé nefnt. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og verður sérstök menningardagskrá í útibúi bankans að Austurstræti 11. Árni Grétar Jóhannsson leik- stjóri breytir heimili sínu í hinseg- in listamiðstöð á Menningarnótt. Heiti uppákomunnar er Hommar og lesbíur gera alls konar ýmis- legt heima hjá Árna bí bí, sér til skemmtunar og yndisauka. Allir eru velkomnir og heitt á könnunni. „Öll íbúðin verður undirlögð. Bæði myndlistarmenn og ljós- myndari sýna verk sín og fólk getur rölt um íbúðina og skoð- að,“ segir Árni sem staddur var á Rifi við uppsetningu verksins Góðir hálsar. „Við skipuleggjum þetta gegnum netið, Sigríður Eir Zophoníasardóttir leikkona og Gunnar Helgi Guðjónsson mynd- listarmaður standa í þessu með mér ásamt fleirum,“ segir Árni sem verður kominn í bæinn áður en dagskráin hefst á laugardaginn klukkan 16. „Við ætlum að opna milli svefnherbergisins og stof- unnar. Herbergið verður svið og áhorfendurnir sitja í stofunni. Ef veðrið verður gott gæti dagskráin líka flætt út í garðinn. Það verður mikið líf og fjör.“ Í svefnherberginu verður flutt dansverk, hljómsveitir og fjöllista- menn koma fram og flutt verður tónverk inni á baðherbergi. Meðal þeirra sem koma fram eru Hviss búmm bang hópurinn, Sandra and the Bullocks, dúettinn Gullbrá, Sigríður Eir Zophoníasardóttir leikkona, Gunnar Helgi Guðjóns- son myndlistarmaður og Kári Emil Helgason grafískur hönnuður. Þetta er í fyrsta sinn sem Árni opnar heimilið á Menningarnótt en hann væri vís til þess aftur. „Ég ætlaði fyrst bara að vera með vöfflukaffi en svo spannst þetta út í þennan gjörning. Það verður gaman að sjá hvernig við- tökurnar verða.“ Dagskráin hefst klukkan 16 og stendur til 23. Hýr list á Grettisgötu Sigríður Eir Zophoníasardóttir leikkona er ein þeirra listamanna sem troða upp á Grettisgötu 45 á Menningarnótt. Gestir og gangandi eru velkomnir milli klukkan 16 og 23. MYND/GVA Grandinn er bráðskemmtilegur staður að koma á. Þar verður líflegt um að litast á Menningarnótt, sérstaklega í Járnbrautarstöðinni á Hólmaslóð. „Járnbrautarstöðin er vinnustaður nokkurra hljómsveita, Sudden Weatherchange, Reykjavík! og Love. Sömuleiðis eru þetta höfuð- stöðvar útgáfufyrirtækisins Kimi records,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson úr hljómsveit- inni Prinspolo, en hann er einn þeirra sem skipuleggja tónleika, myndlistar sýningu og fiskiveislu að Hólmaslóð 2 á Menningarnótt. Kristján og félagar hans eru afar ánægðir úti á Granda. Þeir voru áður með verslunina Havarí í miðbænum en þótti stemning- in heldur dauf. „Miðbærinn hefur dofnað niður í lunda-, lyklakippu- og flíspeysubúðir. Hins vegar er stemningin úti á Granda einstök og kannski verður þetta hin nýja mið- borg,“ segir Kristján sem býst við rífandi gleði á Menningarnótt. „Við ætlum að bjóða fólki til okkar og halda hátíð. Hljóm- sveitirnar munu spila og svo höfum við boðið vinum okkar að koma og troða upp,“ segir Kristján en þeirra á meðal eru hljómsveitin Ofvitarn- ir og tónlistarmaðurinn Mugison. Þá verður afar áhugaverður veit- ingastaður í opinberri heimsókn. „Tjöruhúsið á Íslandi, sem marg- ir vilja meina að sé besti fiskveit- ingastaður landsins, mun mæta með potta og pönnur og forvitnilegt að vita hvað þeir munu kokka upp.“ Afar sérstakur myndlistar maður, Ísak Óli Sævarsson, mun setja upp myndlistarsýningu í húsnæði Járn- brautarstöðvarinnar en Ísak málar myndir úr sögum og teiknimynd- um á borð við strumpana og barba- pabba. „Þá verður gestur í hjólhýsi úti á stétt,“ upplýsir Kristján en Berglind María Tómasdóttir flautu- leikari lýkur ferð sinni um landið úti á Granda og gleður gesti með fögr- um flaututónum. - sg Hin nýja miðborg Valdimar Jóhannsson tónskáld og Kristján Freyr eru hér í góðum félagsskap Kjartans galdrakarls en myndina málaði Ísak Óli Sævarsson, sem heldur myndlistarsýningu í Járnbrautarstöðinni á Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RUGL VERÐ Á SKÓLAVÖRUM Í Skeifan 550-4110 | Smáralind 550-4140 | Hafnarfjörður 550-4120 | Selfoss 550-4190 | Egilsstaðir 550-4160 Trélitir 16 stk. 99kr. Skrúfb lýanta r - 0,5 39kr. Reglu stika - 30 cm Tússlitir 10 stk. 88kr. Yddari - Harmonikka Pennaveski - Glans 399kr. Twist’n’Flex reglustika Sveigjanleg - 20cm og 30cm Gott grip skiptir máli 49kr. 47kr. 990kr. 8 gr. Límstifti 45kr. 69kr.295kr. Strigaskór Pennapoki í Skeifun ni TECH NIC s trokle ður 8kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.