Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 38
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● menningarnótt ● MÁTTARSTÓLPI MENNINGARNÆTUR FRÁ UPPHAFI Landsbankinn og Höfuð borgarstofa hófu samstarf um Menningarnætur- pott Landsbankans árið 2008 með það að markmiði að veita fjöl- breyttum hugmynd- um brautargengi á Menningarnótt. Rúm- lega 60 umsóknir bár- ust í ár og hljóta þar af 50 viðburðir styrk á bilinu 50.000 til 200.000 krónur. Verkefnin eru af ólíkum toga, allt frá heimilislegum garð- tónleikum í Þingholt- unum til fjölbreyttra smálistahátíða. Styrkir voru veittir í flokkunum Tónlist, Leiðsögn og fræðsla, Leiklist, Fjöllista- viðburðir, Gakktu í bæinn, Dans, Myndlist og ljósmyndun og Allskonar. Meðal þeirra uppákoma sem styrktar verða í ár má nefna dagskrá Framkvæmdafélags listamanna eða FRAFL, í samstarfi við Gogoyoko og fleiri en hópurinn mun taka yfir Hjartatorgið við Laugaveg með myndlist, tónlist og gjörningum. Við Óðinstorg verður dagskrá fram á kvöld með tónlist, dansi og smiðjum fyrir börn. Tangóævintýrafélagið býður gestum upp í tangó í Gyllta salnum á Hótel Borg og eldsmiðir sýna listir sínar með gamla laginu, svo fátt eitt sé nefnt. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og verður sérstök menningardagskrá í útibúi bankans að Austurstræti 11. Árni Grétar Jóhannsson leik- stjóri breytir heimili sínu í hinseg- in listamiðstöð á Menningarnótt. Heiti uppákomunnar er Hommar og lesbíur gera alls konar ýmis- legt heima hjá Árna bí bí, sér til skemmtunar og yndisauka. Allir eru velkomnir og heitt á könnunni. „Öll íbúðin verður undirlögð. Bæði myndlistarmenn og ljós- myndari sýna verk sín og fólk getur rölt um íbúðina og skoð- að,“ segir Árni sem staddur var á Rifi við uppsetningu verksins Góðir hálsar. „Við skipuleggjum þetta gegnum netið, Sigríður Eir Zophoníasardóttir leikkona og Gunnar Helgi Guðjónsson mynd- listarmaður standa í þessu með mér ásamt fleirum,“ segir Árni sem verður kominn í bæinn áður en dagskráin hefst á laugardaginn klukkan 16. „Við ætlum að opna milli svefnherbergisins og stof- unnar. Herbergið verður svið og áhorfendurnir sitja í stofunni. Ef veðrið verður gott gæti dagskráin líka flætt út í garðinn. Það verður mikið líf og fjör.“ Í svefnherberginu verður flutt dansverk, hljómsveitir og fjöllista- menn koma fram og flutt verður tónverk inni á baðherbergi. Meðal þeirra sem koma fram eru Hviss búmm bang hópurinn, Sandra and the Bullocks, dúettinn Gullbrá, Sigríður Eir Zophoníasardóttir leikkona, Gunnar Helgi Guðjóns- son myndlistarmaður og Kári Emil Helgason grafískur hönnuður. Þetta er í fyrsta sinn sem Árni opnar heimilið á Menningarnótt en hann væri vís til þess aftur. „Ég ætlaði fyrst bara að vera með vöfflukaffi en svo spannst þetta út í þennan gjörning. Það verður gaman að sjá hvernig við- tökurnar verða.“ Dagskráin hefst klukkan 16 og stendur til 23. Hýr list á Grettisgötu Sigríður Eir Zophoníasardóttir leikkona er ein þeirra listamanna sem troða upp á Grettisgötu 45 á Menningarnótt. Gestir og gangandi eru velkomnir milli klukkan 16 og 23. MYND/GVA Grandinn er bráðskemmtilegur staður að koma á. Þar verður líflegt um að litast á Menningarnótt, sérstaklega í Járnbrautarstöðinni á Hólmaslóð. „Járnbrautarstöðin er vinnustaður nokkurra hljómsveita, Sudden Weatherchange, Reykjavík! og Love. Sömuleiðis eru þetta höfuð- stöðvar útgáfufyrirtækisins Kimi records,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson úr hljómsveit- inni Prinspolo, en hann er einn þeirra sem skipuleggja tónleika, myndlistar sýningu og fiskiveislu að Hólmaslóð 2 á Menningarnótt. Kristján og félagar hans eru afar ánægðir úti á Granda. Þeir voru áður með verslunina Havarí í miðbænum en þótti stemning- in heldur dauf. „Miðbærinn hefur dofnað niður í lunda-, lyklakippu- og flíspeysubúðir. Hins vegar er stemningin úti á Granda einstök og kannski verður þetta hin nýja mið- borg,“ segir Kristján sem býst við rífandi gleði á Menningarnótt. „Við ætlum að bjóða fólki til okkar og halda hátíð. Hljóm- sveitirnar munu spila og svo höfum við boðið vinum okkar að koma og troða upp,“ segir Kristján en þeirra á meðal eru hljómsveitin Ofvitarn- ir og tónlistarmaðurinn Mugison. Þá verður afar áhugaverður veit- ingastaður í opinberri heimsókn. „Tjöruhúsið á Íslandi, sem marg- ir vilja meina að sé besti fiskveit- ingastaður landsins, mun mæta með potta og pönnur og forvitnilegt að vita hvað þeir munu kokka upp.“ Afar sérstakur myndlistar maður, Ísak Óli Sævarsson, mun setja upp myndlistarsýningu í húsnæði Járn- brautarstöðvarinnar en Ísak málar myndir úr sögum og teiknimynd- um á borð við strumpana og barba- pabba. „Þá verður gestur í hjólhýsi úti á stétt,“ upplýsir Kristján en Berglind María Tómasdóttir flautu- leikari lýkur ferð sinni um landið úti á Granda og gleður gesti með fögr- um flaututónum. - sg Hin nýja miðborg Valdimar Jóhannsson tónskáld og Kristján Freyr eru hér í góðum félagsskap Kjartans galdrakarls en myndina málaði Ísak Óli Sævarsson, sem heldur myndlistarsýningu í Járnbrautarstöðinni á Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RUGL VERÐ Á SKÓLAVÖRUM Í Skeifan 550-4110 | Smáralind 550-4140 | Hafnarfjörður 550-4120 | Selfoss 550-4190 | Egilsstaðir 550-4160 Trélitir 16 stk. 99kr. Skrúfb lýanta r - 0,5 39kr. Reglu stika - 30 cm Tússlitir 10 stk. 88kr. Yddari - Harmonikka Pennaveski - Glans 399kr. Twist’n’Flex reglustika Sveigjanleg - 20cm og 30cm Gott grip skiptir máli 49kr. 47kr. 990kr. 8 gr. Límstifti 45kr. 69kr.295kr. Strigaskór Pennapoki í Skeifun ni TECH NIC s trokle ður 8kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.