Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 54

Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 54
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT SKILA LEIFTURSÓKNIR ARSENAL TITLI Í ÁR? 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Heill þér Zlatan! Hæ! Heill þér Zigrún! Hvað segirðu beinasleggjan þín? Eigum við að borða saman í kvöld? Já, fáum okkur eitt- hvað „goth“ að borða! Hehehe! Myrkra- húmor! Vá! Ég hélt að hann væri bara goðsögn! Sá árla rís... ... verður margs vís. En pirrar börnin hans óendanlega. Snertu mig ekki! Þú snertir mig fyrst! Við erum komin. Drífum okkur. Hættu að snerta mig! Hættu að snerta mig! Hættu að snerta mig! Hættu að snerta mig! LÁRÉTT 2. tarfur, 6. ógrynni, 8. skap, 9. frost- skemmd, 11. í röð, 12. lítið barn, 14. þvo, 16. kallorð, 17. ágæt, 18. svif, 20. skóli, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. einnig, 4. nennu- leysi, 5. svelg, 7. pest, 10. nár, 13. hrós, 15. ilmur, 16. rámur, 19. tví- hljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. boli, 6. of, 8. geð, 9. kal, 11. tu, 12. kríli, 14. skola, 16. hó, 17. fín, 18. áta, 20. fg, 21. stuð. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. og, 4. letilíf, 5. iðu, 7. farsótt, 10. lík, 13. lof, 15. angi, 16. hás, 19. au. Fæðingargangur Hvert þeirra átt þú, María mín? Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi! INNFLUTNINGUR á lambakjöti hefur lengi verið til umræðu. Fólk kvartar yfir háu verði á íslenska lambakjötinu og vill hafa val. Ég geri mér svo sem enga grein fyrir því hvaða áhrif það mundi hafa á íslenska kjötframleiðslu almennt, en þó er ég hrædd um að minnstu fjárbúin fyndu fyrir því, sem er synd, minnstu búin fram- leiða besta kjötið. ÉG ER ekki viss um að lambakjöt sé framleitt í útlöndum á sama hátt og hér. Hlaupandi frjálst um fjalllendið þar sem það kryddar sig sjálft. Vinnustundirnar á bak við hverja læris- sneið eru þó óteljandi því þó að lambið sjái um sig sjálft yfir sumarið verður það ekki til úr engu. VÖKUSTUNDIRNAR á sauðburði þar sem tekið er á móti hverju einasta lambi eru margar. Hvert eyra þarf að merkja og skrá og eftir að lömbin fara á fjall er borið á tún svo hægt verði að heyja ofan í flokkinn. Í heyskap er bóndinn upp á dynti náttúrunnar kominn og má ekki missa af sólskinsstund. Á haustin er hlaupið um fjöll á tveimur jafnfljótum eftir hverri kind. Farnar eru margar ferðir fram eftir hausti, þar til allt hefur skilað sér í hús. Í sláturtíðinni fyllir ljúf- fengt lambakjötið búðarhillurnar. ÞAR MEÐ er vinnu bóndans þó ekki lokið því huga þarf strax að næsta „fram- leiðsluskammti“ ef hægt er að segja sem svo. Fóðra vel og rækta hverja kind, svo hún gefi af sér gæðaafurð að vori. Líf bóndans snýst ekki um annað og hann þekkir hverja kind. ÞAÐ SEM hann fær svo í vasa sinn fyrir heilt lamb er rétt um það bil kaupverð eins læris út úr búð! Það má alveg hafa það í huga næst þegar býsnast á yfir verðinu á besta lambakjöti í heimi. Litla lambið mitt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.