Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 64

Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 64
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR40 folk@frettabladid.is Robin Gibb verður gestur Björg- vins Halldórssonar á árlegum jólatónleikum söngvarans í Laug- ardalshöll. Þetta kom í fréttatil- kynningu frá Senu í gær. Robin var hluti af hinum fræga söngflokki Gibb-bræðra, Bee Gees, sem hann stofnaði með tvíburabróður sínum Maurice og Barry. Bee Gees eru meðal söluhæstu hljómsveita heims en bræðurnir seldu yfir hundrað milljónir eintaka af hljómplötum og gnæfðu yfir diskóið þegar það stóð sem hæst. Gibb er kvæntur listakonunni Dwinu Murphy Gibb og þau eiga saman einn son. Hann er mikill bindindismaður og grænmetis- æta. Robin Gibb verður ekki eini Bretinn sem syngur á tónleikum Björgvins því eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu verður óperusöngvarinn Paul Potts einnig meðal gesta. Robin Gibb syngur inn jólin með Bó BINDINDISMAÐUR Robin Gibb leggur ekki kjöt sér til munns og er annálaður bindindismaður. Hann verður gestur Björgvins Halldórssonar á jólatónleik- unum í Laugardalshöll. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríski ólátabelgurinn Steve-O hyggst troða upp í Háskólabíói 9. nóvember. Sýn- ingin, sem ber heitið Entirely Too Much Information Tour, er blanda af uppistandi og áhættu- atriðum en Steve-O er hluti af Jackass-hópnum. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Steve kemur til landsins því hann var hluti af Jackass-hópnum sem kom hingað fyrir tíu árum. Mörgum er það eflaust í fersku minni þegar þeir félagar ældu í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni. Steve hefur hins vegar tekið sig rækilega á, er núna grænmetis æta og hættur að neyta allra vímugjafa, sem voru ansi stór þáttur í lífi hans. Steve-O aft- ur til Íslands NÝ SÝNING Steve-O hyggst halda sýningu í Háskólabíói 9. nóvember. Harry Bretaprins hefur engan tíma fyrir kærustu í augna- blikinu, en hann er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce. Þau hafa verið saman síðan í júní en nú er ævin- týrið á enda. Nafnlaus heimildarmaður dag- blaðsins Mirror segir Harry vera mjög upptekinn við þjálf- un sína sem þyrluflugmanns og þess vegna hafi hann sagt fyrir- sætunni upp. Eftir flugmanns- námið ætlar Harry að snúa aftur til Afganistans og sinna herþjón- ustu. Harry á lausu HEFUR EKKI TÍMA Harry Bretaprins er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce. NORDICPHOTO/GETTY Leður hefur heldur betur verið að ryðja sér til rúms á tískupöllunum undanfarið og nú hefur leðrið skilað sér á rauða dregilinn. Kjólar úr þessu sterka efni eru greinilega vinsælir hjá stjörnunum, sem keppast um að skarta glansandi leður- kjólum við fín tilefni. Merki á borð við Hermés og Chloe voru með litríkt leður í bolum, kjólum, pilsum og buxum í vetrarlínum sínum fyrir komandi haust og því þess virði að halda augunum opnum fyrir fögrum leðurflíkum. Leðurkjólatíska í Hollywood APPELSÍNU- GULT Blake Lively tók sig vel út í þessum skæra leðurkjól. MEÐ VÖSUM Jennifer Aniston var afslöppuð í leður- kjól með hendur í vösum. BRÚNT Sænska leikkonan Malin Åkerman var glæsileg í leður- kjól með flottu sniði. TÍSKUFYRIR- MYND Nicole Richie hefur alltaf þótt smart til fara og fer þessi svarti leðurkjóll með háum kraga henni vel. RAUTT Leikkonan Elisabeth Banks dró að sér athyglina í hárauðum kjól. ALKLÆÐN- AÐUR Að vera klæddur i leður frá toppi til táar er vetrartískan að mati tískuhússins Hermés. NORDICPHOTOS/GETTY VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Ert þú næsta stjarnan í íslenskri fatahönnun? Skráðu þig þá til leiks í nýjum og spennandi Sjónvarpsþætti í framleiðslu Saga Film þar sem við leitum að efnilegustu fatahönnuðum landsins. Það er til mikils að vinna. Sigurvegarinn fær 1 milljón í verðlaun og tækifæri til að hanna fyrir 66°Norður, eitt öflugasta fataframleiðslufyrirtæki landsins. Gríptu þetta einstaka tækifæri – og hannaðu fyrir Ísland. Ert þú framtíðarhönnuður 66° Norður? 1,3 MILLJARÐAR hafa horft á eitthvert myndbanda bandaríska rapparans Eminem á Youtube samkvæmt bandaríska rokktímaritinu Rolling Stone. Hann var nýverið krýndur konungur hipphoppsenunnar í Bandaríkjunum en hann hefur selt 7,5 millj- ónir platna og er með fimm milljónir manna á twitter-síðu sinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.