Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 66

Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 66
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR AÐALVINNINGUR MACBOOK FARTÖLVA (Z0JQ) Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik líkur 9. september. Þú færð 3 mínútur til að svara annars byrjar þú upp á nýtt H VER FÆR VINNIN G 9. SENDU SMS ESL MAC Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AUKAVINNINGAR ERU TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR OG FLEIRA! Bandaríski tónlistarmaður- inn Kanye West tróð upp í Tívolíinu í Kaupmannahöfn í síðustu. Íslendingaskar- inn þar var slíkur að greina mátti íslensku úr öllum áttum. Orðin „þetta er geð- veikt“ og „alger unaður“ voru algengust. Birgir Þór Harðarson var á svæðinu og lýsir hér upplifun sinni. Það var grenjandi rigning þegar fyrirpartíið hófst á Norðurbrú fimmtudaginn 11. ágúst. Tívolí- garðinum var lokað um daginn svo hægt væri að gera klárt fyrir tónleikana og hann opnaður aftur klukkan 18. Tónleikarnir sjálfir hófust ekki fyrr en klukkan 22 um kvöldið. Ég heyrði af fullt af fólki sem hafði mætt á slaginu 18 og feng- ið mjög gott pláss framarlega í mannhafinu. Við mættum þegar klukkan var farin að ganga tíu og fengum því ekkert ofboðslega gott pláss. Það var þó í lagi því risastór skjár sýndi öll smá atriðin sem ég hefði annars misst af. Það var ótrúlegt hversu rúmt var um alla 15.000 tónleikagest- ina á tónleikasvæðinu í Tívolí. Svæðið er nefnilega ekki mjög stórt. Rigningin buldi á gleraugunum mínum þegar kunnuglegir tónar heyrðust. Hr. West hóf tónleikana á Dark Fantasy af síðustu sóló- plötu sinni, My Beautiful Dark Twisted Fantasy. Kanye-menn vita að fyrsta línan í laginu er á „Can we get much higher?“ eða „kom- umst við nokkuð hærra?“. Hr. West sannaði að hann kæmist hærra því upp úr miðjum mannskaranum reis lyfta og fyrir ofan okkur stóð Kanye og sagði: „Ég hafði ímyndað mér þetta í Chicago!“. Hr. West hefði ekki getað sett viðmiðið hærra en í þessu fyrsta lagi. Hann hélt áfram að toppa sjálfan sig í gegnum alla tón- leikana þar sem hann tók alla slag- arana sína. Flottur á sviði En það voru ekki aðeins ljúfir og auto-tjúnaðir tónar hr. West sem gerðu tónleikana að ótrúlegri upp- lifun. Kanye West bjó nefnilega til flottasta sjónarspil sem ég hef séð á tónleikum síðan ég sá Sigur Rós í Höllinni. Dansarar geta gert helling fyrir sýninguna og þegar þeir eru að veifa risastórum segl- dúki yfir öllu sviðinu erum við jafnvel að tala um eitthvað mjög kúl. Ljósin voru einnig geðveik og sviðsreykurinn gerði ljósin enn svalari. En ekki hvaða band sem er getur skapað svona stemningu. Kanye West hefur það fram yfir marga að hann er alveg drullu svalur! Fötin sem hann hóf tónleikana í voru óendanlega töff og svo áður en ég vissi af var hann mættur í ein- hvern nettasta leðurjakka sem ég hef séð. Og það sást í uppklappinu að hann var ánægður með hversu kúl hann er. Uppklappið Ég vissi eiginlega ekki að tónleik- arnir væru búnir því fagnaðar- lætin voru svo gríðarleg þegar lag- inu Stronger lauk og sviðið hvarf í reyk. Ætli það hafi ekki liðið svona tvær mínútur áður en E-nótan sem markar upphaf lagsins Runaway hljómaði. Þegar reykurinn steig til himna birtist hr. West í rauða jakkanum, á upphækkun á sviðinu fyrir framan hljómborð. Það tóku allir undir þegar hann hóf upp auto-tjúnaða rödd sína í síðustu lögunum. Það var ekki fyrr en tónleikarn- ir voru búnir að ég áttaði mig á því hversu gegnvotur ég væri og að ég væri búinn að týna vinum mínum í mannhafinu. Það kom ekki að sök því það fyrsta sem ég heyrði var á íslensku: „Þetta var geðveikt!“ Kanye átti Tívolí í Köben ALGER UNAÐUR Kanye West var svalur á sviðinu í Tívolí í Kaupmannahöfn í síðustu viku. NORDICPHOTOS/GETTY Óttar Filipp Pétursson Hvernig fannst þér á tónleikunum? Bestu tónleikar sem ég hef farið á á ævi minni! Hvað hefur þú farið á marga tónleika? Allavega fleiri en einn. Hver var hápunktur tónleikanna? Þegar hann tók All of the Lights. Ég vil ekki vera að ljúga að þér. Fannst þér ekki svekkjandi að engin ofurstjarna hafi komið með honum? Ef Rihanna hefði komið þá hefði ég örugglega pissað á næsta mann úr gleði. Gunnar Skúlason Hvernig fannst þér á tónleikunum? Þetta voru frábærir tónleikar! Er eitthvað sem stóð upp úr? Nei, það var ekkert eitt. En hann á alveg ótrúlega mikið af hitturum. Hann má eiga það að þegar maður er búinn að fara á tón- leikana þá er ekkert sem vantar. Hver var hápunkturinn? Flashing Lights alltaf í miklu upp- áhaldi. Sigrún Lína Pétursdóttir Hvernig fannst þér á tónleikum? Það var bara ótrú- lega gaman. Þetta var geðveikt. Ef þú ættir að finna eitt lýsingarorð yfir tónleikana? Íslenskur. Hver var hápunkturinn? Þegar hann tók Runaway. Geðsjúkt. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir Hvernig fannst þér á tónleikunum? Mér fannst alveg rosalega gaman. Kanye er virkilega góður á sviði. Ertu mikill aðdá- andi? Ég er ekki harðkjarna aðdáandi en ég fíla tónlistina hans mjög mikið og finnst virkilega gaman að hafa séð hann á tónleikum. Hver var hápunkturinn? Toppurinn á tónleikunum var klárlega þegar hann tók All of the Lights og allt gjörsamlega trylltist og brjálað ljósasjó byrjaði. HVAÐ FANNST ÍSLENDINGUM Á KANYE WEST? Það var magnað hvað hr. West tók mörg lög sem slegið hafa í gegn. Kanye hefur gefið út fimm plötur sem allar hafa innihaldið nokkur ofurvinsæl lög. ■ Dark Fantasy ■ Power ■ Jesus Walks ■ Can‘t Tell Me Nothing ■ Diamonds ■ Hell of a Life ■ Monster ■ Flashing Lights ■ Good Life ■ Love Lockdown ■ Say You Will ■ Heartless ■ Swagga Like Us/Run this Town ■ We Will Rock You/E.T. ■ Homecoming/Through the Wire ■ All Falls Down ■ Touch the Sky ■ Gold Digger ■ All of the Lights ■ Stronger Eftir uppklapp: ■ Runaway (feat. Pusha T) ■ Lost in the World ■ Hey Mama LÖGIN SEM KANYE TÓK Í TÍVOLÍ ■ Lög af sólóplötum hans. ■ Ábreiða eða af öðrum plötum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.