Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 72

Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 72
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR48 GOLF Áhugakylfingar, eins og Ólafur Björn Loftsson, geta samkvæmt reglum um áhugamennsku ekki tekið við verðlaunafé á atvinnumannamótum. Eins og fram kemur á golfsíðu Fréttablaðsins í dag tekur Ólafur fyrstur Íslendinga þátt í sterkustu atvinnumótaröð heims þar sem um 150 kylfingar keppa um 600 milljóna kr. verðlaunafé, og þar af fær sigurvegarinn um 100 milljónir kr. í sinn hlut. Ef svo fer að Ólafur vinni sér inn verðlaunafé á mótinu getur hann ekki tekið við því. Ólafur er að hefja lokaár sitt í Háskóla Norður- Karólínu og hefur hann hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnumaður haustið 2012. Það er mjög algengt að áhugakylfingar fái tækifæri á atvinnumótaröðunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Yfirleitt eru það aðalstyrktaraðilarnir sem fá að bjóða 1-2 kylfingum á „sitt“ mót og er mikil eftirspurn eftir slíkum sætum. Kylfingar á borð við hinn þekkta John Daly hafa þurft að stóla á slík boð eftir að þeir hafa misst keppnisrétt sinn á PGA-mótaröðinni. Gæti fengið sjálfkrafa keppnisrétt í tvö ár Það gerist mjög sjaldan að áhugakylfingar nái að sigra á atvinnumóti en það gerði enginn annar en Phil Mickelson síðast fyrir tveimur áratugum. Það er ekki aðeins gríðarlega hátt verðlaunafé sem sigurvegarinn fær með því að sigra á PGA móti. Að auki fær sigur- vegarinn sjálfkrafa keppnisrétt í tvö ár fram í tímann og Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 gæti þegið slík verðlaun ef því er að skipta. Aðeins 125 kylfingar eru með fullan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni á hverju tímabili en í ár eru um 350 kylfingar með nafnið sitt á peningalistanum. Þeir sem ná ekki að halda sér í hópi 125 efstu í lok tímabilsins þurfa að fara í gegnum erfitt úrtökumót. Ekki miklar líkur á sigri áhugamanns Eins og áður segir eru ekki miklar líkur á því að áhugamaður nái að vinna atvinnumót í golfi. Phil Mickelson gerði það síðastur allra á bandarísku PGA- mótaröðinni árið 1991 en frá árinu 1954 hafa aðeins fjórir áhugamenn náð slíkum árangri. Scott Ver plank (1985), Doug Sanders (1956), Gene Littler (1954). Sömu sögu er að segja af Evrópumótaröðinni sem hefur vaxið á undanförnum árum og gert atlögu að yfirburðastöðu PGA-mótaraðarinnar. Aðeins þrír áhugakylfingar hafa náð að vinna mót á Evrópumóta- röðinni frá því að hún var sett á laggirnar í núverandi mynd árið 1972. Þeir eru Shane Lowry (2009), Danny Lee (2009) og Pablo Martin (2007). seth@frettabladid.is Ólafur Björn má ekki taka við verðlaunafénu Áhugamaður hefur ekki sigrað á PGA-mótaröðinni í tvo áratugi. Phil Mickelson var sá síðasti sem afrekaði það, árið 1991. Ólafur Björn Loftsson getur ekki tekið við hundrað milljónum ef hann sigrar á PGA-mótinu í Norður-Karólínu. ÓLAFUR BJÖRN LÁRUSSON Tekur fyrstur Íslendinga þátt í sterkustu atvinnumótaröð heims. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Skagamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson þekkir þá til- finningu vel að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Hjörtur tryggði Skagaliðinu sæti í Pepsi-deildinni næsta sumar með því að skora jöfnunarmark liðsins á móti ÍR í fyrrakvöld. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Hjörtur fer upp með sínu liði. Hann fór líka upp með Þrótturum sumarið 2007 og fór síðan upp með Selfyssingum fyrir tveimur árum. Hjörtur er markahæstur í 1. deildinni í ár með 12 mörk í 15 leikjum en hann varð marka- kóngur deildarinnar 2007 þegar hann skoraði 18 mörk í 21 leik með Þrótti. Hjörtur skoraði síðan 7 mörk í 10 leikjum með Selfyss- ingum sumarið 2009. Hjörtur hefur því alls skorað 44 mörk í 67 leikjum í 1. deild- inni undanfarin fimm sumur en sumar ið 2008 lék hann með Þrótt- urum í úrvalsdeildinni. „Ég hef ekkert gefið það út hvort ég leiki með Skaganum á næsta tímabili en líklega verða þeir án mín. Maður veit samt aldrei,“ sagði Hjörtur í viðtali á Vísi eftir ÍR-leikinn. Það væri kannski ekki vitlaust fyrir lið í 1. deildinni, sem ætlar sér að fara upp næsta sumar, að kanna stöð- una á kappanum eftir þetta tíma- bil. - óój Hjörtur Júlíus Hjartarson: Þrisvar upp á fjórum árum HJÖRTUR HJARTARSON Fagnar hér tólfta marki sínu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Kristján Andrésson er mættur með lærisveina sína í Eskilstuna Guif til landsins og mun sænska liðið taka þátt í Hafnarfjarðarmótinu sem hefst í kvöld. Kristján hefur gert frá- bæra hluti með sænska liðið. FH, Haukar og Valur taka líka þátt í mótinu sem fram fer í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Í kvöld mætast FH og Guif klukk- an 18.00 og strax á eftir spila síðan Haukar og Valur. - óój Hafnarfjarðarmótið í kvöld: Kristján mættur með GUIF-liðið FÓTBOLTI Þór frá Akureyri var í gær sektað um 35 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á bikarúrslitaleiknum gegn KR um helgina en kveikt var á blysum í stúkunni. „Við erum afar ósáttir við þá sem kveiktu á blysunum,“ sagði Unnsteinn Einar Jónsson, for- maður knattspyrnudeildar Þórs. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir þetta en það tókst samt ekki.“ Hann segir að til greina komi að banna viðkomandi að koma á heimaleiki Þórs. „Við þurfum að taka afstöðu til þess en það væri rökrétt að gera eitthvað slíkt. Við þurfum að stoppa þessa hegðun.“ Hann segist vita hverjir eiga í hlut. „Einn var tekinn af lög- reglu á staðnum og fær væntan- lega sekt. Mjölnismenn hafa verið mjög öflugir í sumar og eru í baráttu um stuðningsmannaverð- launin. Þetta gæti skemmt fyrir þeim möguleikum en við vitum að þeir sem gerðust brotlegir eru ekki í þeim hópi sem kom frá Akureyri á leikinn.“ - esá Þór sektað um 35 þúsund kr: Blysmönnum mögulega refsað MJÖLNISMENN Létu mikið fyrir sér fara á bikarúrslitunum. MYND/EVA BJÖRK ÆGISDÓTTIR FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: þegar þú ferðast með Icelandair. aðilum Icelandair Golfers.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.