Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 2

Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 2
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR2 Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferða- þjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON SVEITARSTJÓRI NORÐURÞINGS SVÍÞJÓÐ Sex menn frá Litháen hafa verið handteknir í Stokk- hólmi grunaðir um mansal. Þeir voru handteknir á miðvikudags- morgun eftir langa rannsókn. Lögregla í Stokkhólmi rann- sakar hvort mennirnir hafi neytt tuttugu litháískar konur í vændi, en segir að líklega séu konurnar fleiri. Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um konurnar. Mennirnir sex eru á aldrinum 20 til 55 ára. Þeir eru nú í yfir- heyrslum og í gegnum þær hefur lögreglan jafnframt fengið upplýsingar um mikinn fjölda vændiskaupenda. - þeb Litháískar konur í Svíþjóð: Mansalshring- ur upprættur Gissur, er eftirsjá að svika- hnappinum? „Já, en það er alltaf best að hafa í huga að sá er þjófurinn verstur sem úr sjálfs sín hendi stelur.“ Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, er ekki sammála Persónuvernd um ólögmæti hnapps á heimasíðu stofnunarinnar, til að tilkynna bótasvik. Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Upplýsingar og skráning í síma 897 2896 og á www.bakleikfimi.is BAKLEIKFIMI MEÐ SAMBAÍVAFI Í HEILSUBORG SPURNING DAGSINS FJÖLMIÐLAR „Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgj- unni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar. Bylgjan, sem var fyrsta einkarekna útvarpsstöð landsins, fagnar aldarfjórðungsafmæli í ár. Í tilefni af áfanganum fylgir aukablað með Fréttablaðinu í dag í ritstjórn Þorsteins J. Vilhjálmssonar. Í tilefni afmælisins voru haldnir tónleikar á Ingólfstorgi á Menningarnótt þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins stigu á stokk. Hermann Gunnarsson ræðir síðan í þætti sínum í dag við nokkra af þeim fjölmörgu útvarpsmönnum sem starfað hafa á Bylgjunni. Ívar segir mikið vatn hafa runnið til sjávar frá því að Bylgjan fór í loftið fyrir 25 árum. „Fyrstu tíu árin eða svo voru menn að læra að reka útvarpsstöð. Hún hefur þroskast mikið síðan þá. Nú erum við sú stöð sem fylgir hlustendum eins og vinur,“ segir Ívar. - jab DAGSKRÁRSTJÓRINN Bylgjan er vinur fólksins, segir Ívar Guð- mundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bylgjan hefur þroskast mikið síðan hún fór fyrst í loftið, segir Ívar Guðmundsson: Bylgjan verið í loftinu í 25 ár LÖGREGLUMÁL Lögregla lagði hald á snák í húsi í Hafnarfirði í fyrradag. Dýrið var síðan flutt að Keldum, þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Í húsnæðinu var jafnframt að finna kannabisræktun en lagt var hald á nokkra tugi kanna- bisplantna, auk græðlinga. Lögregla tók einnig í sína vörslu kannabisefni sem fund- ust á fleiri stöðum í húsinu, sem og ýmsan búnað sem tengdist kannabisræktuninni. - jss Margvíslegur fundur lögreglu: Kannabisrækt- un og snákur STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra sagðist ekki reikna með því að stóra kvótafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar yrði að lögum á september- þingi. Þetta kom fram í svari Jóhönnu við spurningu á blaða- mannafundi í Iðnó í gær. Reyn- ist Jóhanna sannspá þarf því að leggja frumvarpið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Þá sagði Jóhanna að ekki hefði staðið til að klára málið svo snemma. Alþingi mun koma saman um skamma hríð í september og taka til umræðu þau mál sem ekki tókst að klára á vorþingi. - mþl Jóhanna um kvótafrumvarp: Klárast ekki í september STJÓRNSÝSLA Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einka- aðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkis- ráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Banda- ríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhóp- urinn mun vera efnaðir Kínverj- ar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og úti- vistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð- Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluð fimmtíu til sextíu milljarð- ar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að sam- þykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarð- ir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Gríms- staðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðar- ráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðar- notum. Þá á ríkið land á Gríms- staðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýs- ingu um samstarf um skipulags- mál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferða- mennsku. Fjárfestingar af þess- um mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að efl- ingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja fram- kvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár. gar@frettabladid.is Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Jarðakaup kínversks kaupsýslumanns á Grímsstöðum á Fjöllum eru háð leyfi innanríkisráðuneytisins. Allt að sextíu milljarða króna fjármögnun risahótela á Grímsstöðum og í Reykjavík þarf síðan sérstaka heimild kínverskra stjórnvalda. HUANG NUBO Á FJÖLLUM Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo sem keypt hefur jörðina. Með þeim er Ragnar Benediktsson. MYND/ÚR EINKASAFNI NÍGERÍA, AP Minnst átján manns létust og ellefu eru sárir eftir að bílsprengja sprakk við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í gær. Bíl sem var hlaðinn sprengiefn- um var ekið í gegnum tvö öryggis- hlið við byggingu SÞ og inn í móttöku hússins. Þar sprengdi öku- maðurinn bílinn og sjálfan sig í loft upp. Um fjögur hundruð starfs- menn SÞ vinna í byggingunni. Íslömsku öfgasamtökin Boko Haram lýstu tilræðinu á hendur sér í gær. Samtökin bera ábyrgð á ýmsum hryðjuverkum og morðum undanfarið ár. - þeb Bílsprengja í Nígeríu: Fjöldi látinn í skrifstofum SÞ DÓMSMÁL Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlis maður Sivjar Friðleifsdóttur alþingiskonu, hefur verið ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Ákæran var gefin út af lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu í júní síðastliðnum, en Þorsteinn er grunaður um að hafa á síðasta ári njósnað um Siv með því að koma fyrir ökurita með GPS-tæki í bíl hennar og fylgj- ast þannig með ferðum hennar. Siv og Þorsteinn voru ógift en í sambúð í 26 ár áður en þau skildu á síðasta ári. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 getur slíkt athæfi, rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti, varðað allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrr- verandi virtist vita um allar ferðir hennar. Eftir því sem fréttastofa komst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lög- reglu en rannsókn á meint- um brotum hennar var felld niður hjá lögreglu. - þj Fyrrverandi sambýlismaður þingmanns kærður fyrir brot á friðhelgi einkalífs: Kom ökurita fyrir í bifreið Sivjar Arnarvarp gekk vel Þrátt fyrir afleitt tíðarfar í ár gekk arnarvarp á landinu nokkuð vel. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að 29 ungar hafi komist á legg hjá 19 pörum. Arnarstofninn hér á landi telur um 66 pör og hefur staðið í stað síðustu ár eftir samfelldan vöxt frá sjöunda áratugnum. NÁTTÚRA SKÁK Keppnislið frá íþróttafélög- um í höfuðborginni eigast við á Iceland Express Reykjavíkur- mótinu í skák sem Skákakademí- an heldur á Hlíðarenda í dag. Fjórir keppendur eru í hverju liði og eru þar á meðal nokkrir af þekktustu skákmeisturum landsins. Meðal annars mun Jóhann Hjartarson leiða lið Fram, Helgi Ólafsson keppir fyrir Val og Stefán Kristjánsson fyrir KR. Mótið hefst klukkan 13 og er búist við fjölda áhorfenda. - þj Skákmót á Hlíðarenda í dag: Meistarar mæt- ast við taflborðin Í TREYJUNUM Keppendur á mótinu eru kirfilega merktir sínum liðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.