Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 4

Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 4
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR4 EFNAHAGSMÁL Hagsmunasamtök heimilanna hafa farið þess á leit við Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, að ráðuneyti hans rannsaki hvernig fjármála- fyrirtæki hafa framkvæmt hina svokölluðu 110 prósenta leið. Þá er óskað eftir afstöðu ráðherrans til 110 prósenta leiðarinnar í ljósi ört vaxandi verðbólgu. Í bréf til ráðherra segir að fjöldi ábendinga og tilmæla hafi borist samtökunum, sem bendi til þess að lántakendum hafi verið mis- munað, þvert á yfirlýst markmið stjórnvalda. Dæmi séu um gjör- ólíka málsmeðferð þegar um sam- bærilegar eignir séu að ræða. - mþl Erindi til Árna Páls Árnasonar: Framkvæmd 110% leiðar verði skoðuð FASTEIGNIR Hagsmunasamtök heimilanna segja ýmislegt benda til að lántakendum hafi verið mismunað við framkvæmd 110 prósenta leiðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á slysi er varð á gatnamótum Geirsgötu og Tryggvagötu í Reykjavík fyrr í mán- uðinum. Ungur maður lést í slysinu. Lögregla bíður eftir niðurstöðum sér- fræðinga og telur að atburðarás liggi nú ljós fyrir. LÖGREGLUMÁL Rannsókn slyss lokið MEXÍKÓ, AP Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borg- inni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfs- fólk og gestir. Samkvæmt sjónar- vottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfs- menn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einn- ig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir. Íkveikjan er talin tengjast fíkniefnastríðinu í Mexíkó, en ofbeldisverkum í Monterrey hefur farið fjölgandi undanfarin ár. Í síð- asta mánuði voru tuttugu manns skotnir til bana á bar í borginni. Felipe Calderon, forseti Mexíkó, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fjöldamorð- anna. Hann sagði árásarmenn- ina hryðjuverkamenn og árásin væri sú versta gegn óbreyttum borgurum sem sést hefði í langan tíma í landinu. - þeb 52 eru látnir eftir að vopnaðir menn kveiktu í spilavíti um hábjartan dag: Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó SPILAVÍTIÐ BRUNNIÐ Fjöldi vopnaðra manna réðst inn í spilavítið og kveikti í því. Aðstandendur biðu frétta fyrir utan spilavítið í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN Naoto Kan, forsætisráð- herra Japans, tilkynnti í gær afsögn sína úr embætti. Kan hefur verið gagnrýndur eftir jarðskjálftann og flóðbylgj- una í landinu hinn 11. mars. Gagn- rýnendur segja hann ekki hafa staðið sig sem leiðtoga landsins. Í júní tilkynnti Kan að hann myndi hætta, að því gefnu að þing- ið leiddi þrjú frumvörp í lög. Í gær voru síðan samþykkt frumvörp um fjárlög og um endurnýjanlega orku og því sagði hann af sér í kjölfarið. - þeb Leiðtogaskipti í Japan: Forsætisráð- herrann hættur EFNAHAGSMÁL Stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoð- un efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandi fjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og end- urreisnarferlinu frá hruni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármála- kerfisins og endurreisn á trúverðug- leika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrir- greiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðn- um, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í sam- hengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efna- hagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þenn- an hlutlæga aðila sem getur vott- að það að stefnan sé á réttu róli,“ sagði Arnór Sighvatsson aðstoðar- seðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði geng- ið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flest- an hátt verið árangursríkt og upp- byggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkis- fjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuð- ur tekna og gjalda að fjármagns- tekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlot- ist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálf- bær ríkisfjármál til lengri tíma. magnusl@frettabladid.is Íslenska hagkerfið útskrif- að af meðferðarheimilinu Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í gær síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Ríkis- stjórnin segir þetta mikilvæg tímamót. Lok samstarfsins staðfesti góðan árangur við endurreisnina. IÐNÓ Í GÆR Forsvarsmenn stjórnvalda sögðu útskrift Íslands frá AGS staðfesta að traust hefði verið endurreist á íslensku efnahagslífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 18° 24° 19° 17° 15° 20° 20° 26° 20° 28° 25° 32° 22° 20° 25° 21°Á MORGUN 8-13 m/s NV-til, annars hægari. MÁNUDAGUR 5-10 m/s V-lands, annars hægari. 10 10 11 12 11 11 9 8 108 6 5 3 2 4 2 3 2 2 3 2 2 1111 12 12 10 1312 12 14 16 HLÝNANDI Víða bjart veður í dag en dregur fyrir til morguns með vætu vestan til. Hiti 6-10 stig norðan og austan til í dag en að 15 stigum sunnan til. Hlýnar til morguns og á mánudag má búast við 10-16 stigum bæði á Norður- og Suðurlandi. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður „Það eina sem fótur var fyrir í þessari sjálfumglöðu yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar var að henni hefur tekist að verja hag þeirra sem hafa lægstu launin,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann hefur verið gagn- rýninn á efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS um langt skeið. Þór bendir á að samtímis sé atvinnuleysi mikið, þúsundir hafi flust úr landi, verðbólga sé yfir væntingum og hallinn á ríkissjóði meiri en reiknað var með. Þá segir hann frumjöfnuð skálkaskjól sem ríkisstjórnin feli sig á bak við. „Þegar talað er um frumjöfnuð eru tuttugu prósent af skuldum ríkissjóðs skilin eftir,“ segir hann og bendir á að líkja megi vísun í frumjöfnuð við það ef húsnæðis- skuldir eru skildar frá heildarskuldum einstaklinga. Logið að þjóðinni GENGIÐ 26.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,4525 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,68 114,22 185,45 186,35 163,94 164,86 22,001 22,129 21,092 21,216 18,012 18,118 1,476 1,4846 182,75 183,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.