Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 16
16 27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR
S k a g f i r s k a s ö n g s v e i t i n
Söngfólk
óskast
Blandaður kór óskar eftir
söngfólki í allar raddir.
Létt og skemmtileg verkefni
á dagskránni!
Æft á mánudögum.
Upplýsingar gefur Ingunn
í síma 897 9595 eða
email: ingunnsi@simnet.is
Þeir sem skilja að skipulag skóla-kerfis ekki síður en námsefni
ákvarðar hvaða lexíur nemendur
læra, þeir sjá að skipulag prúss-
neskra almúgaskóla sem var hann-
að upp úr átján hundruð til að móta
einstaklinga svo þeir tækju skilyrð-
islaust við skipunum er ekki heppi-
legt til að hjálpa börnum að þrosk-
ast á heilbrigðan hátt. Langflestir
kennarar eru allir af vilja gerðir.
Þeir berjast í bökkum við að hjálpa
börnunum okkar innan skólakerfis
að prússneskri forskrift sem var
hönnuð til að bæla forvitni, frum-
kvæði og sjálfstæði nemenda.
Einn mest verðlaunaði kennari
Bandaríkjanna, John Taylor Gatto,
útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skóla-
kennarinn“ hvaða lexíur þetta rót-
gróna prússneska skipulag kenndi
nemendum í raun og veru. Ræð-
una flutti hann þegar hann tók við
verðlaunum sem besti kennari árs-
ins í New York-fylki. Verðlaun-
in og árangur nemenda sinna til-
einkaði hann mótaðgerðum sem
hann beitti til að forða nemendum
sínum að nokkru leyti frá skaðsemi
kerfisins. Hann hóf ræðuna á þess-
um orðum: „Ykkur er frjálst að líta
á þessar lexíur eins og ykkur sýnist,
en trúið mér þegar ég segi að þess-
ari kynningu er ekki ætlað að vera
kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég
kenni, þetta er það sem þið borgið
mér fyrir að kenna. Dragið ykkar
eigin lærdóm af því.“
„Fyrsta lexían sem ég kenni er
ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum
leiðir ítarleg athugun á námsskrá í
ljós bæði skort á samhengi og fjölda
innri mótsagna. Tilgangur, en ekki
samhengislausar staðreyndir, er það
sem geðheilar manneskjur leita að.“
„Önnur lexían sem ég kenni er
bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að
fá nemendur til að láta sér vel líka
að vera lokuð inni með öðrum börn-
um eða að minnsta kosti láta það yfir
sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er
sú að allir eiga heima á sínum stað í
valdapýramídanum.“
„Þriðja lexían sem ég kenni er
áhugaleysi. Ég geri þetta með því
að krefjast þess að börnin sökkvi
sér niður í lexíurnar mínar en þegar
bjallan hringir krefst ég þess að
þau hætti undir eins. Þau verða að
slökkva og kveikja á sér eins og ljós-
rofa. Út- og innhringingar bólusetja
hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“
„Fjórða lexían sem ég kenni er
tilfinningalegt ósjálfstæði. Með
stjörnum og fýlukörlum, verðlaun-
um, hrósi og skömmum, kenni ég
börnum að láta vilja sinn af hendi
til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem
er má úthluta eða svipta börnin rétt-
indum, og það án áfrýjunar, af því að
réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum,
ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“
„Fimmta lexían sem ég kenni er
vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“
börnin hugsa það sem ég set þeim
fyrir með lágmarks mótþróa og sýna
viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru
til margreyndar aðferðir til að brjóta
vilja þeirra sem streitast á móti. Gott
fólk bíður eftir sérfræðingum til að
segja sér hvað skal gera. Þetta er
mikilvægasta lexían sem ég kenni.“
„Sjötta lexían sem ég kenni er
skammtað sjálfsálit. Ég kenni að
sjálfsvirðing krakka skuli vera háð
áliti sérfræðinga. Lexía prófa og ein-
kunna er að börn skuli ekki treysta
sjálfum sér eða foreldrum sínum,
í staðinn skulu þau setja traust sitt
á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk
verður að heyra það frá öðrum hvers
virði það er.“
„Sjöunda lexían sem ég kenni er
að maður getur sig hvergi falið. Til-
gangur stöðugs eftirlits og að meina
börnum tíma með sjálfum sér er
sá að kenna að engum sé hægt að
treysta, að einkalíf sé ekki réttlæt-
anlegt. Fylgjast verður grannt með
börnum ef þú vilt hafa samfélag
undir þröngskorðaðri miðstýringu.“
Það eru til mörg skipulög á námi
barna og unglinga sem gera kenn-
urum og nemendum auðveldara og
ánægjulegra að öðlast menntun og
þroska. Hættum að berja á kenn-
urum og sameinumst um að breyta
kerfinu. Styðjum kennara sem skilja
og vilja innleiða betra skipulag í
skólum landsins.
Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast
jarðvegur fyrir aukna fordóma
og togstreitu í garð innflytjenda.
Einnig kennir reynslan að veru-
leg hætta er á því að þeir hópar
sem einhverra hluta vegna eru
berskjaldaðir fari verr út úr efna-
hagskreppu en aðrir hópar í sam-
félaginu. Blikur eru á lofti um að
þetta sé einmitt raunin í íslensk-
um veruleika. Það er staðreynd
sem Íslendingar standa frammi
fyrir í dag og mikilvægt er að
bregðast við fljótt svo tryggja
megi mannréttindi og virðingu
allra sem samfélag okkar byggja.
Það getur verið gagnlegt að
skoða tölur og aðstæður í einu
meðalstóru sveitarfélagi þar
sem tiltölulega auðvelt er að hafa
yfirsýn til þess að glöggva sig á
stöðu mála.
Atvinnuleysi útbreiddara meðal
innflytjenda
Á Akranesi búa nú 389 íbúar af
erlendum uppruna, 6% af íbúa-
fjölda bæjarins. Þar á meðal
eru 56 börn á leik- og grunn-
skólalaldri og hefur börnum
af erlendum uppruna fjölgað
mikið undanfarin þrjú til fjögur
ár. Þegar þetta er ritað eru 255
manns á Akranesi án atvinnu,
þar af 43 innflytjendur. 26 konur
og 17 karlar, sem eru tæp 17%
einstaklinga án atvinnu í bænum
á meðan atvinnuleysi mælist í
heildina um 8%.
Undanfarin tvö ár hafa félags-
þjónustan á Akranesi og Rauði
krossinn á Akranesi orðið vör við
vaxandi vanda innflytjendafjöl-
skyldna. Fátækt og atvinnuleysi
er útbreiddara meðal innflytj-
enda en innfæddra og þvert á það
sem margir áttu von á hefur inn-
flytjendum ekki fækkað að neinu
marki síðan kreppan skall á. Hér
hefur erlent launafólk unnið sér
inn réttindi og þegar litið er til
þess að atvinnuástand í heima-
landinu er oft mjög slæmt er
eðlilegt að fólk ákveði að dvelja
áfram á Íslandi og nýta sér áunn-
in réttindi. Við þetta bætist svo
að margir innflytjendur eru hér
í eignarfjötrum og komast hvergi
þótt þeir vildu vegna þess að þeir
eiga hér eignir sem ekki hefur
tekist að selja.
Skuggaskýrsla
Á Akranesi hefur fjöldi innflytj-
enda nánast haldist óbreyttur en
samsetning hópsins hefur breyst,
einhleypir verkamenn hafa í
nokkrum mæli leitað á önnur mið
en fjölskyldumenn sem áður sáu
fyrir fjölskyldum sínum í heima-
landinu hafa nú fengið konur
sínar og börn til Íslands. Það er
reynsla þeirra sem sinna fjöl-
skyldum á Akranesi, s.s. félags-
ráðgjafa og skólastjórnenda, að
vísbendingar séu á lofti um að rík
ástæða sé til að hafa áhyggjur af
aðstæðum hluta þessara barna.
Skuggaskýrsla sem Barnaheill,
Mannréttindaskrifstofa Íslands
og UNICEF kynntu fyrir nokk-
um vikum renna enn styrkari
stoðum undir þetta og sama gildir
um skýrslu Rauða kross Íslands,
Hvar þrengir að? sem kynnt var á
vormánuðum 2010. Þá er brottfall
nemenda af erlendum uppruna úr
framhaldsnámi áhyggjuefni, en
af 21 nemanda sem hófu nám á
haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla
Vesturlands hættu 6 námi áður
en haustönn lauk og einn hefur
hætt námi á vorönn. Brottfall
nemenda af erlendum uppruna
á síðasta námsári var því ríf-
lega 30%, sem hlýtur að teljast
óásættanlegt, ekki síst þegar
litið er til þess að það sem tekur
við nemendum sem hætta námi
er atvinnuleysi. Einnig eru vís-
bendingar á lofti um að hluti
þeirra kvenna af erlendum upp-
runa sem eru án atvinnu og án
tengslanets búi við mjög bágar
aðstæður, fátækt, einsemd og
einangrun og skerta möguleika
til þess að bæta aðstæður sínar.
Með Rauða krossinum á Akra-
nesi starfa ríflega eitt hundrað
sjálfboðaliðar af erlendum uppruna
að fjölbreyttum verkefnum. Þeir
hafa margir deilt með okkur þeirri
upplifun sinni að aðgengi að þjón-
ustu og upplýsingum hafi minnkað
og lífsbaráttan í þessu annars góða
landi harðnað verulega fyrir fólk af
erlendum uppruna. Forsenda þess
að njóta þeirra mannréttinda sem
íbúum á Íslandi eru tryggð í mann-
réttindasáttmálum og stjórnarskrá
er að tryggja gott aðgengi að upp-
lýsingum og þjónustu og að stjórn-
völd geri sitt ítrasta til þess að jafn-
rétti sé ástundað í reynd. Því er
þessi þróun verulegt áhyggjuefni.
Hættum að berja
á kennurum
og sameinumst um að
breyta kerfinu. Styðjum
kennara sem skilja …
Undanfarin tvö ár hefur félagsþjónustan
á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi
orðið vör við vaxandi vanda innflytjenda-
fjölskyldna.
Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við
þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga
á að skapa sátt um fiskveiðar. Með
lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram,
er efast um eignarhald þjóðarinn-
ar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu
útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að
innkalla fiskveiðiheimildirnar án
frekari tafa. Til viðbótar við þau
nefndarálit sem fram voru komin
fyrr í sumar hafa nú bæst við álit
Landsbankans og Deloitte sem í
reynd bæta ekki miklu við það sem
áður var komið. Þar er t.d. hvergi
reynt að leiða líkur að því hversu
mörg sjávarútvegsfyrirtæki séu
nú þegar ekki lífvænleg og muni
ekki lifa af þótt engu verði breytt í
tilhögun fiskveiða. Í skýrslum þess-
ara aðila er ekki talað fyrir lausn-
um sem til eru, til að koma til móts
við stefnumótun stjórnvalda, held-
ur er reynt að sjá ljónin í veginum
og skýrslurnar síðan samdar út frá
því. Öllum má vera ljóst hvaða hags-
muni Deloitte er að verja en spyrja
má hvaða hagsmuni Landsbankinn
er að verja með slíkri skýrslugjöf.
Leiðbeiningarskylda Landsbankans
Þannig mætti ætla að Landsbank-
inn reiknaði með að yfirlýstur vilji
ríkisstjórnarninnar gengi eftir og
skýrsla Landsbankans ætti því fyrst
og fremst að leiðbeina um útfærslu
hinnar mörkuðu stefnu. T.d. um að
mikilvægt sé að samhliða innköll-
un aflaheimildanna verði gefið út
að útgerðir geti reiknað með því að
halda 95% núverandi aflaheimilda
sinna næstu 19 árin, ef farin verður
sú fyrningarleið sem oftast er talað
um, þ.e. að fyrna 5% aflaheimilda á
ári næstu 20 ár. Þannig ætti Lands-
bankinn einnig að leiðbeina um
að e.t.v. þurfi sérstök tímabundin
ákvæði í lög um ársreikninga sem
taki á þeim sérstöku aðstæðum sem
skapast á meðan verið er að fyrna
kvótann til fulls.
Það er sammerkt öllum þeim álit-
um um fiskveiðistjórnunarfrum-
vörpin sem fram hafa komið frá vor-
dögum að helstu athugasemdirnar
lúta að hinum svokölluðu „pottum“,
veiðiheimildum sem ráðherra getur
úthlutað að geðþótta o.s.frv. Hvergi
er vikið orði að hinni svokölluðu „til-
boðsleið“ sem upphaflega kom til
greina við ráðstöfun kvóta, en sem
LÍÚ hafnaði, þ.e. að útgerðir bjóði
árlega, hver eftir fjárhagslegri getu
sinni og útgerðarhæfi, í afnotarétt
af 5% kvótans næstu 20 árin þar á
eftir. Ætla verður að allir skýrslu-
höfundar telji „tilboðsleiðina“ heppi-
lega leið til að hámarka arð þjóðar-
búsins af fiskveiðum enda hagrænir
yfirburðir hennar fram yfir svokall-
aða „samningaleið“ óumdeildir.
LÍÚ hjólar í þjóðina
Mannréttindi fyrir alla?
Styðjum kennara við að breyta
Sjávarútvegsmál
Bolli
Héðinsson
hagfræðingur
Menntamál
Jón Þór
Ólafsson
heimspekingur
Innflytjendur
Anna Lára
Steindal
framkvæmdastjóri
Rauða krossins á
Akranesi