Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 22
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR22 É g ákvað aldrei að segja skilið við sviðs- leikinn fyrir fullt og allt. Þetta æxlað- ist bara þannig að ég hætti að leika á sviði því ég gat ekki sameinað að ferðast um heiminn og gera bíó- myndir og leika í íslenskum upp- færslum, því íslenskar sýningar ganga oft og tíðum í svo langan tíma. Núna verður takmarkaður sýningafjöldi á listaverkinu, leik- ið þétt í stuttan tíma, og það er helsta ástæða þess að ég sá mér fært að gera þetta,“ segir leikar- inn, leikstjórinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Baltasar Kor- mákur, sem snýr aftur á íslenskar fjalir í Þjóðleikhúsinu innan skamms. Hinn 23. september næstkomandi frumsýnir Þjóðleik- húsið gamanleikinn Listaverkið eftir Yasminu Reza á stóra svið- inu, en þar bregða þeir Baltasar, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson sér á ný í sömu hlut- verk og þeir gerðu fyrir fjórtán árum, árið 1997. Þá var verkið sett upp á Litla sviðinu, í Loftkastal- anum og fleiri stöðum við miklar vinsældir. Þetta verður í fyrsta sinn í heil átta ár sem Baltasar leikur á íslensku sviði. Kominn með alvöru bumbu „Það var einfaldlega of freist- andi að takast á við þetta leikrit aftur,“ segir Baltasar og útskýr- ir að tækifærið til að vinna með góðum vinum sínum, meðal ann- arra þeim Hilmi Snæ, Ingvari og leikstjóranum Guðjóni Pedersen, sem einnig leikstýrði sýningunni fyrir fjórtán árum, hafi ráðið miklu um ákvörðun hans. „Fyrir fjórtán árum var þetta rosalegur „hittari“. Við lékum þetta úti um allt land, meðal annars á Akur- eyri um tíma, og það var mjög ánægjuleg reynsla. Þá vorum við eiginlega of ungir til að fara með þessi hlutverk og vorum að leika upp fyrir okkur. Núna erum við loksins komnir á aldur við pers- ónurnar í leikritinu. Á sínum tíma var ég með gervibumbu og gler- augu með engum styrkleika á sviðinu, en nú er ég farinn að nota gleraugu dags daglega og bumban er alvöru,“ segir Baltasar og hlær. Þessa dagana er Baltasar stadd- ur í London, þar sem hann leggur lokahönd á Hollywood-kvikmynd- ina Contraband, og því gefst skilj- anlega fremur knappur tími til æfinga á Listaverkinu. Leikarinn telur þá staðreynd alls ekki þurfa að skemma fyrir í æfingaferlinu. „Ég verð hérna í London fram í september og svo fer allt á fullt þegar ég kem heim. Það kom til tals að strákarnir kæmu hingað út til mín að æfa, en það var erfitt að koma því við. Við þekkjum auðvi- tað hlutverkin vel, sem flýtir fyrir æfingaferlinu, en svo tökum við bara bresku leiðina á þetta,“ segir Baltasar og útskýrir að breskt leikhúsfólk æfi sjaldan lengur en í þrjár vikur fyrir hvert verkefni. „Æfingatíminn í leikhúsunum á Íslandi er óvenju langur miðað við víða annars staðar, sem getur bæði verið gott og slæmt. Oft er frábært að geta gefið sér nægan tíma í verkefnin en stundum gerir þetta það að verkum að fólk er ekki jafn mikið á tánum. Í þessu tilfelli er þessi tilhögun þó nauð- synleg, því það opnaðist smá glufa hjá mér milli annarra verkefna. En samt ekki,“ segir Baltasar. Það eru orð að sönnu því verkefnastóðið sem fyrir liggur hjá leikstjóranum virðist yfirþyrmandi í augum leikmanns. Eru vinnualkar eins og ég Eins og áður sagði er Baltasar staddur í London þar sem hann leggur lokahönd á kvikmynd sína Contraband, sem er Hollywood- endurgerð á íslensku kvikmynd- inni Reykjavík-Rotterdam og segir frá smyglara sem er platað- ur út í eitt smyglið enn. Íslensku myndinni leikstýrði Óskar Jónas- son en í henni fór Baltasar með hlutverk smyglarans Kristófers. Það eru stórfyr ir tæki n Universal og Working Title sem framleiða Contraband og skart- ar myndin stjörnum á borð við Mark Wahlberg, Kate Beckin- sale, Giovanni Ribisi og Ben Fost- er í helstu hlutverkum. Auk þess vinnur einvalalið með Baltasar bak við tjöldin. Þegar blaðamað- ur náði tali af leikstjóranum var hann í miðjum klíðum að vinna að litgreiningu myndarinnar með kvikmyndatökumanninum Barry Ackroyd, sem sá meðal annars um myndatöku í myndunum The Hurt Locker, United 93 og Green Zone. „Á sunnudagskvöldinu sat ég svo í stúdíóinu hér í Soho í London, en á meðan var sinfón- íuhljómsveit í Fox-myndverinu í Los Angeles að taka upp tónlist- ina fyrir myndina. Ég hlustaði á í beinni útsendingu og kom með athugasemdir. Tónskáldið Clinton Shorter sér um tónlistina, en hann samdi meðal annars tónlistina fyrir „sci-fi“-myndina District 9,“ segir Baltasar og segist aðspurð- ur vera afar ánægður með teym- ið sem vinnur að myndinni með honum. „Þetta er allt toppfólk. Ég hef unnið með frábæru fólki á Íslandi en aldrei teymi með svona svakalega fínar ferilskrár. Sam- starfið við alla gengur eins og í sögu. Þetta eru allt vinnualkar eins og ég og gera sitt besta.“ Ýmsar dyr hafa opnast Vonir standa til að Contraband verði frumsýnd í janúar í Banda- ríkjunum. Áður, eða um næstu jól, hyggst Baltasar þó frum- sýna á Íslandi myndina Djúpið, sem fjallar um harmleikinn við Heimaey og frækilegt sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar árið 1984. Þá keypti framleiðslufyrirtæk- ið Working Title Films réttinn að margumtalaðri víkingamynd Baltasars í vor og segir leikstjór- inn vinnu við undirbúning hennar í fullum gangi. Meðal annars var greint frá því nýverið að hand- ritshöfundurinn Karl Gajdusek hefði verið ráðinn til að fínpússa handritið að myndinni, en hann skrifaði meðal annars handritið að hasarmyndinni Trespass, nýj- ustu mynd Nicolas Cage og Nicole Kidman og vísindahasarmyndinni Oblivion, sem stórstjarnan Tom Cruise kemur til með að leika í og verður hugsanlega tekin upp á Íslandi, að sögn Baltasars. Þá leikstýrir Baltasar Afmælis- veislunni, fyrsta leikriti Harolds Pinter í fullri lengd, í Þjóðleikhús- inu í vor. Hann hefur einnig verið ráðinn til að setja upp Villiöndina eftir Henrik Ibsen í norska þjóð- leikhúsinu árið 2012, en hún verð- ur opnunarsýning Ibsen-hátíðar- innar sem leikhúsið heldur annað hvert ár. Baltasar viðurkennir fúslega að vinnan við gerð Contraband og samstarfið við nafntogaða einstaklinga innan kvikmynda- geirans ytra hafi opnað honum ýmsar dyr. „Hollywood er ekkert svo stór, þegar öllu er á botninn hvolft. Þegar spyrst út að ákveð- ið verkefni gangi vel líður ekki á löngu þar til það kemur viðkom- andi til góða. Núna berast mikið fleiri verkefni til mín en áður var,“ segir hann og bætir við að nýlega hafi honum borist boð um risavaxið verkefni. Hann vill þó ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu. „Þetta er alveg geðveikt dæmi, en það er best að stíga var- lega til jarðar því Contraband hefur ekki verið frumsýnd enn og maður veit aldrei hvað gerist.“ Líður best í Skagafirði Þessum mörgu verkefnum Baltas- ars fylgja óhjákvæmilega mikil ferðalög og flugferðir þvers og kruss um heiminn. Aðspurður segist hann oftast reyna að nýta tímann í flugvélum til að horfa á bíómyndir eða lesa handrit, sem berast honum í stöflum. „Auðvitað kemur fyrir að ég verð þreyttur en þetta er drauma- djobbið og það hvarflar ekki að mér að kvarta yfir því. Ég reyni líka að gera starfið eins fjöl- skylduvænt og hægt er. Núna er ég til dæmis með fjölskylduna úti í London og við höfum það mjög huggulegt. Litlu strákarnir okkar fara með mér í vinnuna á hjóla- bretti en sjálfur labba ég, enda ekki jafn góður á brettinu og ég var í gamla daga.“ Hann segir þó alls ekki inni í myndinni að flytjast búferlum í annað land, enda líði honum hvergi betur en í Skagafirðin- um með fjölskylduna og hestana sína nærri. „Ég hef aldrei litið á hlutina eins og að „meika það“ í Hollywood sé eitthvert markmið í sjálfu sér. Það er frábært að geta unnið að spennandi verkefn- um þegar þau bjóðast í útlöndum, en ég er alveg eins til í að gera íslenskar myndir eða vinna við íslenskt leikhús. En úr því ég er í aðstöðu til þess reyni ég eftir fremsta megni að koma með eins mikla vinnu og ég get til Íslands. Það skapar störf og peninga og verður vonandi til þess að íslenski kvikmyndabransinn njóti góðs af,“ segir Baltasar að lokum. Ég hef aldrei litið á hlutina eins og að „meika það“ í Hollywood sé eitthvert markmið í sjálfu sér. Í ÞÁ DAGA Aðalleikarar í Listaverkinu, þeir Baltasar, Hilmir Snær og Ingvar, fagna frumsýningu verksins í Þjóðleikhúsinu árið 1997. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Aftur á svið eftir átta ára hlé FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikarinn og leik- stjórinn Baltasar Kormákur er önnum kafinn ytra í hinum ýmsu verkefnum en stígur þó aftur á ís- lenskt leiksvið í næsta mánuði eftir langt hlé. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá holl- vinum, Hollywood og hestamennsku. ALLT AÐ GERAST Baltasar segir margfalt fleiri verkefni berast honum nú en áður var. Þegar vel gangi spyrjist það fljótt út í kvikmyndabransanum. Hann ferðast milli Englands, Bandaríkjanna, Íslands og fleiri landa allt árið en líður best í Skagafirðinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.