Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 26
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR26 hann sín persónulegu vensl ekki þvælast fyrir hugsjóninni. Til marks um það er að bróðir hans, Kristján Már Sigurjónsson, er virkjanaverkfræðingur á stofunni sem hannaði Urriðafossvirkjun. Það þarf vart að taka fram að þeir bræður eru á öndverðum meiði. Ólafur vitnar til ummæla jarð- fræðingsins Páls Einarssonar, sem efaðist um að hægt væri að halda vatni í Heiðarlóni, uppi- stöðulóni Urriðafossvirkjunar, vegna þess hversu sprungið land- svæðið væri. Þær athugasemdir hafi verið hunsaðar, líkt og við- varanir Heilbrigðiseftirlits Suður- lands sem taldi að fráveitulagnir gætu eyðilagst. Þá sé augljóst að laxinn í áni sé dauðadæmdur. „Það er búið að ákveða virkjunina og þá er haldið áfram beint af augum og öllum svona hliðarvandræðum sópað burt,“ segir Ólafur. Hann kallar allar virkjanirn- ar þrjár „algjört brjálæði“. Því eru hins vegar síður en svo allir landeigendur á svæðinu sam- mála. Margir eru himinlifandi með áform um virkjanir á svæð- inu, þær muni skapa langþráðar tekjur og störf. Hvernig skýrir Ólafur það? Í hans huga er það nokkuð einfalt: „Ég er búinn að kafa ofan í þetta og ég þori að ganga fram fyrir skjöldu og standa við mína sannfæringu,“ segir hann. Þar fyrir utan séu margir á sama máli og hann en vilji bara ekki rugga bátnum, eins og sagt er. Menn verða seint alveg sáttir Helga Óskarsdóttir á Minna- Hofi í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi er ein fjölmargra sem eru á öndverðum meiði. „Mér hugn- ast þessi áform alveg prýðilega,“ segir Helga, enda þurfi nauðsyn- lega eitthvað að gerast á svæð- inu. Jörð hennar liggur á milli fyrirhugaðra Haga- og Árnes- lóna en verður að hennar sögn fyrir litlum sem engum beinum áhrifum. Spurð hvort hún komi ekki til með að sjá eftir því landi í sveitinni sem þó verður fyrir raski segist hún ekki hafa mikl- ar áhyggjur af því. „Ég held bara að það verði svo lítið rask,“ segir Helga. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, fagnar því að niðurstöður Rammaáætlunar hafi loksins litið dagsins ljós. Þær séu fyrirsjáanlegar hvað Urriðafoss- virkjun varði fyrir alla þá sem hafi kynnt sér málið. Ferlið hafi tafið skipulagsvinnu í hreppnum en nú liggi þetta loks fyrir og það sé ánægjulegt. „Svo á reyndar eftir að koma í ljós hvort menn ætla að sættast á þessa tillögu á Alþingi,“ segir hann. Spurður hvort hann telji að niðurstaða Rammaáætlunar sé líkleg til að sætta stríðandi fylk- ingar á svæðinu segist hann gera sér vonir um að þessi vinnubrögð sem þessi komist eins nálægt því og mögulegt er. „Ég er alveg sammála þessari aðferðafræði – að flokka virkjanakostina – en ég veit líka að menn verða seint alveg sáttir,“ segir Aðalsteinn. Hann segist ekki vita hvort niður staðan hafi að einhverju leyti breytt afstöðu þeirra sveit- unga hans sem hvað sterkast- ar skoðanir hafa á málinu. „En það er mikil einföldun að ætla að skipta íbúum Flóahrepps í virkj- anasinna og virkjanaandstæðinga – það er ekki þannig. Það er ákveð- inn hópur sem er alfarið á móti því að virkja og ákveðinn hópur sem berst mikið fyrir þessu, og síðan er stór hópur sem hefur vegið og metið öll rök og ég á von á því að hann sætti sig við þetta,“ segir hann. Líklega tilheyri stærstur hluti fólks þeim hópi. FRAMHALD AF SÍÐU 24 Myndir 1. Albert Sigurjónsson, bróðir Ólafs í Forsæti, á leið að vitja neta sinna í Heiðarlóni. Hann hefur áhyggjur af því að með tilkomu virkjana muni laxinn hverfa úr ánni. 2. „Áætluð lónshæð“ segir á skilti sem virkjanaandstæðingar hafa komið fyrir við fyrirhugað Hagalón. 3. Til stendur að loka Búðafossi að mestu og veita vatninu þess í stað um Árneskvísl vinstra megin á myndinni. Við það myndast Árneslón. 4. Á myndinni má sjá fyrirhugað lónstæði Hagalóns, uppistöðulóns Hvammsvirkjunar. Stór hluti þess lands sem sést á myndinni mun hverfa undir lónið. 5. Þessi ær og lömb hennar létu sér fátt um finnast þótt fljótlega myndi Heiðarlón stækka til mikilla muna. það er mikil einföldun að ætla að skipta íbúum Flóa- hrepps í virkjanasinna og virkjanaandstæðinga – það er ekki þannig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.