Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 32
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR32 10.September nk. Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. f brúa nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 i ið hefst 10 sept. 2011 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stella.gunnars@gmail.com stella.gunnarsdottir@reykjavik.is Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 17. sept. nk. í Árb jarskóla Ber eru holl og góð fæða. Þau eru auðug af víta- mínum, steinefnum, trefjaefn- um og öðrum hollustuefnum. Einkum eru þau rík af C-vítam- íni og talsvert er af E-vítamíni í aðalbláberjum og bláberjum. Þessi vítamín eru andoxunar- efni en þau hindra myndun skaðlegra sindurefna í frum- um líkamans. Sindurefni eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróist í lík- amanum, svo sem krabbamein, æðakölkun og ský á auga. Rannsóknir hafa sýnt að bláber hafa sérstaklega mikla andoxunarvirkni. Töluvert er af járni í krækiberjum en rann- sóknir sýna að mörg börn og konur á Íslandi fá ekki nægjan- legt magn járns úr fæðunni. Krækiber og aðalbláber eru einnig trefjarík en trefjaefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu. Heimild. www.landlaeknir.is ■ EINTÓM HOLLUSTA Bláberjalyng vex um land allt og því tiltölulega auðvelt að komast í bláberjamó. Bláber eru ekki jafn bragðmikil og aðalbláberin en eiga hollustuna sameiginlega með þeim. Einföld bláberjasulta 1 kg af berjum 800 g – kíló af sykri. Örlítið vatn. Blandað saman og soðið. Sigtað og sett í krukku. Bláber Bestu berin að margra mati eru aðalbláber. Lyng þeirra vex um nær allt land, en er ekki algengt á Suðurlandi. Í snjóléttari byggðarlögum finnst lyngið yfir- leitt ekki á láglendi heldur ofar í hlíðum, þar sem snjóalög hlífa á vetrum. Bláber með rjóma Rjóma hellt yfir bláberin og örlitlum sykri stráð yfir. Aðalbláber Nú blánar yfir berjamó Berjatíminn er runninn upp. Hvort sem tíndur er lítill skammtur til að borða um leið eða margir lítrar til þess að sulta og frysta til vetrarins þá er ljúft að leggjast út og tína ber. Ekki þarf að fara langt frá Reykjavík til þess að finna berjalönd. Krækiberjalyng vex um allt land og nánast hægt að finna krækiber hvar sem er. Kjörlendið eru móar, melar, mosaþembur og mýrlendi og það er víða að finna. Þroskuð ber eru svört og sæt. Skyrhræra Skyri hrært saman við hafragraut. Krækiberjum blandað saman við. Borið fram með mjólk eða rjóma. Krækiber Fyrir þá sem komast ekki út úr bænum er tilvalið að tína rifs- ber sem vaxa á runnum úti um allan bæ. Þeir sem búa ekki svo vel að eiga garð með rifsrunna geta örugglega fengið að tína hjá vinum eða vandamönnum ef af nógu eru að taka. Þroskuð ber eru rauð að lit. Ef sulta á berin þá er eindregið mælt með því að stilkunum sé skellt með í pottinn, þá hleypur sultan frekar. Sama á við um sólber sem vaxa á sól- berjarunnum. Rifsberjalíkjör Falleg krukka fyllt af berjum. Góðum slurk af sykri bætt út í. Vodka hellt yfir. Krukkunni snúið á hverjum degi í þrjár vikur. Rifsber og sólber ■ Þumalputtareglan við sultugerð er að nota eitt kíló af sykri á móti kílói af berjum. Það er í góðu lagi að nota minna af sykri en þá má búast við því að sultan geymist ekki eins vel. ■ Ef berin eru vel þroskuð hlaupa þau ekki eins vel og þá gæti þurft að grípa til þess ráðs að nota hleypi. ■ Óþarfi er að einskorða sig við eina berjategund í sultum, það má blanda saman berjategundum og svo er líka óhætt að prófa sig áfram í að bragðbæta berjasultur með til að mynda kanil, engifer, vanillu eða myntu svo dæmi séu tekin. ■ Krukkurnar sem sultan fer í þarf vitaskuld að þrífa vel og svo er gott ráð að þurrka þær í 60 til 100 gráðu heitum ofni. ■ Margir kjósa að frysta ber til að eiga í kökur, út á graut eða í heilsudrykki. Sumir setja örlítinn sykur með berj- unum þegar þau eru fryst en ef berin eru þurr og heil þá þarf þess ekki. ■ Gagnlegar síður fyrir áhugafólk um berjatínslu eru til dæmis síða Berjavina, www.berjavinir.com. Þá eru uppskriftir og ráð á síðu Leið- beiningastöðvar heimilanna www.leidbeiningastod. is. Óhætt að blanda og bragðbæta Fleiri berjategundir en hér hafa verið taldar upp vaxa ýmist villtar eða í görðum hér á landi. Duglegir berjatínendur hafa margir dottið í þann lukkupott að rekast á villt jarðarber sem eru einkar gómsæt. Skollaber þekkj- ast á Vestfjörðum og fyrir norðan. Sífellt fleiri hafa tekið upp á því að rækta hindber og kirsuber í görðum en fyrir þeim er talsvert haft og ekki víst að uppskeran verði mikil. Reyniber sem vaxa á reynitrjám eru algeng í görðum, og úr þeim má gera gómsætt hlaup þó þau séu bragðvond hrá. Og svo öll hin Hrútaber eru eins og önnur ber seinna á ferð í ár og því ekki jafn auðfundin í ár og til að mynda í fyrra. Þau eru nokkuð algeng um allt land, vaxa í hlíðum, grösugum bollum og skóglendi. Hrútaberjahlaup 1 kg hrútaber 1 kg strásykur á móti hverjum lítra af safti Safi úr einni sítrónu. Hrútaberin soðin og sigtuð. Saftin mæld í pott og sítrónusafa bætt út í. Soðið í 5 mínútur. Potturinn tekinn af hellunni og sykri bætt út í. Sett á krukkur og lokað strax. Hrútaber Heimildir: Íslenska plöntuhandbókin; Svanborg Sigmarsdóttir; Vefir Land- læknisembættisins, Leiðbeiningastöðvar heimilanna og Náttúran.is ■ BERJALÖND Í KRINGUM HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Botnsdalur Brynjudalur Kjósin Þingvellir Bláfjöll Heiðmörk Álftanes Undirhlíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.