Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 36
heimili&hönnun2 „Ég fékk sting í hjartað því sig- urinn kom verulega á óvart og í sjálfu sér nógu mikill heiður að fá að taka þátt í samkeppninni. En ég ákvað að vanda mig eins mikið og ég mögulega gat og það skilaði ár- angri,“ segir Bryndís í einlægni um hugmyndavinnu sína að listaverki í gólfi, litapallettu og listaverki fyrir skólann sem tekinn verður í notk- un 2013. „Skólinn á að vera hluti af lands- laginu og landslagið hluti af skól- anum. Verkið er hugsað sem frjó- korn og ferðalag þess sem er svo táknrænt fyrir lífið. Í skólanum er frjókornum veittar kjöraðstæður í jarðvegi lærdóms og þekkingar- leitar, sem og sjálfstæðri og skap- andi hugsun. Byggingin mun því hýsa sáðkorn þessa lands; unga fólkið sem þarf á næringu skólans að halda til að skapa sér og afkom- endum sínum glæsta framtíð, sem aftur fæst ekki nema með tilhlýði- legri virðingu fyrir náttúrunni og auðlindum hennar,“ segir Bryndís sem í glæstu glergólfi skapar ein- mitt slíkan jarðveg með táknmynd frjókorna í marglitum glersalla sem mynda mun fagurt samspil við síbreytileg birtuskilyrði. „Ósk um listaverk í gólfi sat í mér því gólfflötur fyrstu hæðarinnar er engin smá völlur, heilir 500 fermetr- ar. Hugmyndin að glergólfinu kvikn- aði þegar ég fór í Endurvinnsluna og sá þar vél mylja niður glerflöskur í marglitan glersalla, en síðan hef ég unnið að vinnuferli til að hreinsa og slípa glersallann svo leggja megi hann eins og steinteppi,“ upplýsir Bryn- dís. Undanfarin tvö ár hefur Bryn- dís sérhæft sig í hljóðvist með ull- arverkum sem hafa fagurfræðilegt gildi um leið og þau eru hljóðdemp- andi og hljóðdreifandi. Í verðlauna- tillögu Bryndísar er gert ráð fyrir stórum ullarkúlum sem svífa um í lofti og á veggjum, eins og frjókorn bifukolla sem sá sér að nýju. „Með því að láta þær svífa á víxl um rýmið fæst enn betri hljóðvist. Þá veitir ullin skemmtilegt mótspil við glans gler- gólfsins og á stöku stað litað gler hússins,“ segir Bryndís sem í ull- arverkum skólans valdi íslenska, þæfða ull. Skólabygginguna sjálfa hanna AF arkitektar. Þeir fengu þá nýstárlegu hugmynd að leita til listamanns áður en bygging- arframkvæmdir hefjast, en í hverj- um skóla er listskreytingasjóður ætlaður til listaverkakaupa í skóla- bygginguna. „Venjan hefur verið að kaupa listaverk eftir að byggingin er fullbúin, en með því að fá lista- mann til liðs við sig áður en byggt er verður hugmynd hans hluti af hús- inu frá byrjun og heildarútlit bygg- ingarinnar sterkara.“ - þlg ● Forsíðumynd: Nordicphotos/getty Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Rit- stjórar: Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462 og Ívar Örn Hansen s. 512 5429 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is. 21,5” LCD SKJÁR Acer V223HQBOB 21.5” LCD skjár með Full HD 1920 x 1080p upplausn, 50.000:1 skerpu, 5ms viðbragðstíma, VGA, TN filmu o.fl. BETRA ALLTAF VERÐ REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR SEX VERSLANIR 1920x1080p UPPLAUSN VIKUTILBOÐ Á LCD 19.990 heimili& hönnun  SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI  ágúst 2011 Heimilisljós og lampar taka nú við af sumarbirtunni og tími til að laga heimilið að haustinu. Síða 4 ÞRÓAST YFIR Í LÍFSSTÍLSVÖRUMERKI Heimilislínunni Ander- sen & Lauth Home hefur verið vel tekið. SÍÐA 6 FERÐALAG FRJÓKORNS Textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir vann lokaða sam- keppni um list- skreytingar í Fram- haldsskóla Mosfellsbæjar. SÍÐA 2 LAMPAR TAKA VIÐ AF SUMARBIRTU Skapað úr hringrás lífsins ● Frjór farvegur til framtíðar var verðlaunahugsun Bryndísar Bolladóttur sem sigraði samkeppni í listskreytingum við fyrirhugaðan Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Litaðir glergluggar með litum skólans munu prýða skólabygginguna. Hér má sjá hvernig glermulningurinn í glergólfinu lítur út. Bryndís Bolladóttir myndlistamaður og textíllistakona gleðst mjög yfir því að fá að sanna sig í keppni sem þessari. MYND/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR ● VESKI OG LYKLAKIPPPUR FRÁ TULIPOP Tulipop setti ný- verið á markað skemmtileg veski þar sem fjórar Tulipop-fígúrur eru í lykil- hlutverki. Á hverju veski er litríkur miði sem inniheldur sögu um fígúruna. Veskin má til dæmis nota sem pennaveski eða snyrtiveski. Einnig voru að koma í verslanir tvær tegundir af lyklakippum í myndskreyttum öskjum þar sem er að finna sögu fígúrunnar á lyklakippunni. Fígúrurnar eru allar handmálaðar. Veskin og lyklakippurnar fást meðal ann- ars í Aurum í Bankastræti, Epal, Hrími og Sirku og á www.tulipop.com. ● NÝR STÓLL FRÁ NOTE DESIGN STUDIO Boet er heiti stóls sem sænska hönnunarfyrirtæk- ið Note Design Studio sendi frá sér nýverið. Sænska orðið „boet“ þýðir hreiður en form stólsins minnir á hreiður í tré sem borið er uppi af greinum. Stóllinn er úr málmi en setan sjálf úr korki. Boet verður fram- leiddur í nokkrum litum og bæði hár og lágur. Stóll- inn verður til sýnis í byrjun september á sýningunni Couplicite á Maison Et Object 2011. Heimasíða Note Design Studio er www.notede- signstudio.se Kúlur Bryndísar úr íslenskri ull hafa einstaklega gott ísog og eru kjörnar til hljóðdempunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.