Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 36
heimili&hönnun2
„Ég fékk sting í hjartað því sig-
urinn kom verulega á óvart og í
sjálfu sér nógu mikill heiður að fá
að taka þátt í samkeppninni. En ég
ákvað að vanda mig eins mikið og
ég mögulega gat og það skilaði ár-
angri,“ segir Bryndís í einlægni um
hugmyndavinnu sína að listaverki í
gólfi, litapallettu og listaverki fyrir
skólann sem tekinn verður í notk-
un 2013.
„Skólinn á að vera hluti af lands-
laginu og landslagið hluti af skól-
anum. Verkið er hugsað sem frjó-
korn og ferðalag þess sem er svo
táknrænt fyrir lífið. Í skólanum er
frjókornum veittar kjöraðstæður
í jarðvegi lærdóms og þekkingar-
leitar, sem og sjálfstæðri og skap-
andi hugsun. Byggingin mun því
hýsa sáðkorn þessa lands; unga
fólkið sem þarf á næringu skólans
að halda til að skapa sér og afkom-
endum sínum glæsta framtíð, sem
aftur fæst ekki nema með tilhlýði-
legri virðingu fyrir náttúrunni og
auðlindum hennar,“ segir Bryndís
sem í glæstu glergólfi skapar ein-
mitt slíkan jarðveg með táknmynd
frjókorna í marglitum glersalla
sem mynda mun fagurt samspil við
síbreytileg birtuskilyrði.
„Ósk um listaverk í gólfi
sat í mér því gólfflötur
fyrstu hæðarinnar
er engin smá völlur,
heilir 500 fermetr-
ar. Hugmyndin að
glergólfinu kvikn-
aði þegar ég fór í
Endurvinnsluna
og sá þar vél mylja
niður glerflöskur í
marglitan glersalla,
en síðan hef ég unnið að
vinnuferli til að hreinsa og slípa
glersallann svo leggja megi hann
eins og steinteppi,“ upplýsir Bryn-
dís.
Undanfarin tvö ár hefur Bryn-
dís sérhæft sig í hljóðvist með ull-
arverkum sem hafa fagurfræðilegt
gildi um leið og þau eru hljóðdemp-
andi og hljóðdreifandi. Í verðlauna-
tillögu Bryndísar er gert ráð fyrir
stórum ullarkúlum sem svífa um í
lofti og á veggjum, eins og frjókorn
bifukolla sem sá sér að nýju.
„Með því að láta þær
svífa á víxl um rýmið fæst
enn betri hljóðvist. Þá veitir ullin
skemmtilegt mótspil við glans gler-
gólfsins og á stöku stað litað gler
hússins,“ segir Bryndís sem í ull-
arverkum skólans valdi íslenska,
þæfða ull.
Skólabygginguna sjálfa
hanna AF arkitektar. Þeir fengu
þá nýstárlegu hugmynd að leita
til listamanns áður en bygging-
arframkvæmdir hefjast, en í hverj-
um skóla er listskreytingasjóður
ætlaður til listaverkakaupa í skóla-
bygginguna. „Venjan hefur verið að
kaupa listaverk eftir að byggingin
er fullbúin, en með því að fá lista-
mann til liðs við sig áður en byggt er
verður hugmynd hans hluti af hús-
inu frá byrjun og heildarútlit bygg-
ingarinnar sterkara.“
- þlg
● Forsíðumynd: Nordicphotos/getty Útgáfufélag: 365
miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Rit-
stjórar: Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is og Sólveig
Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Sigríður
Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512 5462 og Ívar Örn Hansen
s. 512 5429 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason
sfa@frettabladid.is. 21,5”
LCD SKJÁR
Acer
V223HQBOB
21.5” LCD skjár með Full HD 1920 x 1080p upplausn,
50.000:1 skerpu, 5ms viðbragðstíma, VGA, TN filmu o.fl.
BETRA
ALLTAF
VERÐ
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
SEX
VERSLANIR
1920x1080p
UPPLAUSN
VIKUTILBOÐ Á LCD
19.990
heimili&
hönnun
SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI
ágúst 2011
Heimilisljós og lampar taka nú við af sumarbirtunni
og tími til að laga heimilið að haustinu.
Síða 4
ÞRÓAST YFIR Í
LÍFSSTÍLSVÖRUMERKI
Heimilislínunni Ander-
sen & Lauth Home
hefur verið vel
tekið.
SÍÐA 6
FERÐALAG
FRJÓKORNS
Textílhönnuðurinn
Bryndís Bolladóttir
vann lokaða sam-
keppni um list-
skreytingar í Fram-
haldsskóla
Mosfellsbæjar.
SÍÐA 2
LAMPAR TAKA VIÐ
AF SUMARBIRTU
Skapað úr hringrás lífsins
● Frjór farvegur til framtíðar var verðlaunahugsun Bryndísar Bolladóttur sem sigraði
samkeppni í listskreytingum við fyrirhugaðan Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Litaðir glergluggar með litum skólans
munu prýða skólabygginguna.
Hér má sjá hvernig
glermulningurinn í
glergólfinu lítur út.
Bryndís Bolladóttir myndlistamaður og textíllistakona gleðst mjög
yfir því að fá að sanna sig í keppni sem þessari.
MYND/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR
● VESKI OG LYKLAKIPPPUR FRÁ TULIPOP Tulipop setti ný-
verið á markað skemmtileg veski þar sem fjórar Tulipop-fígúrur eru í lykil-
hlutverki. Á hverju veski er litríkur miði sem inniheldur sögu um fígúruna.
Veskin má til dæmis nota sem pennaveski eða snyrtiveski. Einnig voru að
koma í verslanir tvær tegundir af lyklakippum í myndskreyttum öskjum
þar sem er að finna sögu fígúrunnar á lyklakippunni. Fígúrurnar eru allar
handmálaðar. Veskin og lyklakippurnar fást meðal ann-
ars í Aurum í Bankastræti, Epal, Hrími og Sirku og á
www.tulipop.com.
● NÝR STÓLL FRÁ NOTE DESIGN STUDIO
Boet er heiti stóls sem sænska hönnunarfyrirtæk-
ið Note Design Studio sendi frá sér nýverið. Sænska
orðið „boet“ þýðir hreiður en form stólsins minnir á
hreiður í tré sem borið er uppi af greinum. Stóllinn
er úr málmi en setan sjálf úr korki. Boet verður fram-
leiddur í nokkrum litum og bæði hár og lágur. Stóll-
inn verður til sýnis í byrjun september á sýningunni
Couplicite á Maison Et Object 2011.
Heimasíða Note Design Studio er www.notede-
signstudio.se
Kúlur Bryndísar úr íslenskri ull
hafa einstaklega gott ísog og
eru kjörnar til hljóðdempunar.