Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 43

Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 43
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 Gagnleg Almenn skyndihjálp Þrjú námskeið verða haldin í almennri skyndihjálp. Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeið 14. september, 4. október og 7. nóvember kl. 18-22. Þátttökugjald er 4.500 krónur. Slys og veikindi barna Tvö námskeið verða haldin. Á námskeiðunum er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Námskeið 27.-28. september og 1.-2. nóvember kl. 18-21. Þátttökugjald er 6.500 krónur en 5.000 krónur ef maki eða eldra systkyni tekur líka þátt. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðin og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2010 fá 10% afslátt. Frekari upplýsingar og skráning er á www.raudikrossinn.is/kopavogur. Einnig er hægt að hafa samband í síma 554 6626 og á kopavogur@redcross.is Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 - Opið alla virka daga kl. 9-15 raudikrossinn.is/kopavogur námskeið Upprifjun fyrir SAMRÆMDU PRÓFIN í september í íslensku, stærðfræði og ensku NÁMSAÐSTOÐ Öll skólastig - Réttindakennarar Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233 FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor. is Grasagarðurinn heldur uppskeruhátíð í nytjajurtagarð- inum, býbændur kynna hunangsuppskeru sína í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og Íbúasamtökin halda útimarkað í trjágöngunum á milli Grasagarðsins og Hús- dýragarðsins á laugardag. Sjá nánar á www.mu.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Miðvikudaga Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Þ að væri rosa gaman að fara í geimferð en ég komst fljótlega að því að NASA hefur ákveðna viðmiðunarstærð fyrir geimfara og ég er heldur hærri en þeir. Ég passa því ekki í geimferjurnar,“ segir Ari, spurður hvort hann langi ekki stundum til tunglsins þegar hann fær loks frí frá anna- sömu starfi sínu, en áður starfaði hann í áratug hjá Geimferðastofn- un Bandaríkjanna (NASA). „Ég er sáttur því það er kappnóg að taka þátt í starfinu á jörðu niðri og mikið ferðalag í sjálfu sér. Ég hef til dæmis unnið í sýndarveru- leika á Mars, sem enginn alvöru geimfari hefur enn gert,“ segir Ari og blæs á samsæriskenning- ar um að enn hafi enginn farið til tunglsins. „Geimferðir eru í fúlustu alvöru og ágætt að rifja upp að Sovét- menn öttu miklu kappi við Banda- ríkjamenn á sínum tíma. Þeir fylgdust því mjög vel með ferðum þeirra til tunglsins og hætt við að þeir hefðu látið í sér heyra ef eitt- hvað hefði verið svindlað á því,“ segir Ari og hlær. Hann segir NASA stórkostlegan vinnustað. „Ég er heppinn að vera hluti af teymi á bak við geimferðir, Mars- jeppana sem fóru til Mars 2003 og Alþjóðlegu geimstöðina. Það er ólýsanleg tilfinning að taka þátt í svo stórum og mikilvægum skref- um innan geimvísindanna,“ segir Ari, sem tók við starfi rektors HR í ársbyrjun 2010. „Ég var kominn yfir heimþrána þegar ég flutti aftur til Íslands. Engu að síður er gott að vera kom- inn heim og bandaríkri eiginkonu minni líkar vel að búa hér þótt erf- itt sé að læra tungumálið,“ segir Ari, sem á morgun heldur upp á eins árs afmæli sonarins Leifs Finnian, en fyrir á hann annan son á áttunda ári. „Afmælisveislan verður á milli blunda hjá þeim stutta svo hann verði hress og skemmtilegur, en móðir hans bakaði sérstaka köku sem hann getur vaðið í með guðs- göfflunum,“ segir Ari sem sjálfur veitt fátt betra en að dunda við matseld í fríum og hefur sérstakt dálæti á sósugerð, en í frítíma reimar hann líka á sig gönguskó og gengur um reykneska náttúru. „Starf rektors er annasamt, en enn áhugaverðara og meira krefj- andi en ég átti von á. Það er virki- lega gefandi og þótt yfir 3.000 nemendur séu við nám í HR fer maður fljótt að kannast við andlit- in. Ég vil að nemendur hafi góðan aðgang að mér, og líka þegar þeir rekast á mig á göngunum, því það er allra hagur að tala um það sem gott er og það sem betur má fara,“ segir margverðlaunaður vísinda- maðurinn Ari, sem ólst upp á Melunum og eyddi æskuárunum í hjólreiðar, fótbolta og saklaus strákapör. „Synir mínir verða örugglega flinkari en ég og þeir opna augu mín upp á nýtt. Ég nýti því helg- arnar líka í að leggjast í gólfið og leika við þá. Maður uppgötvar nefnilega nýja hluti í heiminum með því að setjast aftur niður með Lego-kubbana.“ thordis@frettabladid.is Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, kubbar, eldar og gengur um Reykjanesið um helgar: FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Passar ekki í geimferjur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.