Fréttablaðið - 27.08.2011, Qupperneq 65
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 7bylgjan 25 ára ● fréttablaðið ●
,,Ef þú hlustar á okkur þá hlustun við á þig.“
Er hægt að hafa betri stefnuskrá en þetta
fyrir útvarpsþátt?
Reykjavík síðdegis hefur verið á dagskrá
Bylgjunnar frá upphafi og er sennilega ein-
hver lífseigasti þátturinn í íslensku útvarpi.
Það má líka sjá í þessari ritningargrein
þáttastjórnenda þeirra Reykjavík síðdegis
ákveðna hógværð. Þeirra hlutverk er að
þjóna hlustendum, vera til staðar þegar þarf
að fjalla um þjóðfélagsmál, stór og lítil.
Þannig hefur þetta verið frá því Hall-
grímur Thorsteinsson útvarpsmaður byrjaði
með þáttinn á sínum tíma.
,,Við höfum alltaf haft að leiðarljósi að
hafa góða tengingu við okkar hlustendur,“
segir Kristófer Helgason, sem hefur verið í
Reykjavík síðdegis síðasta áratug. ,,Þeir hafa
í gegnum árin beðið okkur að leita svara við
hinum ýmsu spurningum sem brenna á þeim.
Það gerum við góðfúslega!“
Hvernig undirbúið þið þáttinn á hverjum
degi?
„Undirbúningur stendur í raun yfir allan
sólarhringinn! Radarinn alltaf opinn. Vita-
skuld fá stóru málin í samfélaginu mestu at-
hyglina en það er líka mikilvægt að muna
eftir litlu málunum. Þessum litlu sögum úr
daglega lífinu, því sem fólk er að gera og
þykir ekki fréttnæmt í sjálfu sér. Það eru
slíkar sögur sem oft á tíðum standa upp úr
og flestir muna eftir þegar farið er yfir þátt-
inn.“
Þú ert búinn að vera við hljóðnemann,
Kristófer, á Bylgjunni nánast frá byrjun.
Hvað er það í þessu starfi sem er svona gef-
andi og dæmalaust skemmtilegt?
„Fjölbreytileikinn í þessu starfi er mjög
heillandi. Fyrir forvitna einstaklinga eins og
mig þá er þetta draumastarf. Það má í raun
segja að þetta sé þjónustustarf og ef hlust-
andinn er ánægður þá gefur það mikið.”
Alltaf Reykjavík síðdegis Bylgjan virka daga 16.00-18.30
Þorgeir Ástvaldsson er einn aðal útvarpsmaðurinn. Ekki spurning. Hann
hefur eytt trúlega helmingi ævinnar í stúdíói, allt frá því að stjórna
Skonrokki í Sjónvarpinu, (fyrsta lagið sem hann kynnti var Oliver’s Army
með Elvis Costello, það er svo langt síðan!) til þess að stjórna Rás2,
þáttum á Stjörnunni og Aðalstöðinni. Svo hefur hann verið á Bylgjunni
í ein tuttugu ár. Þorgeir er útvarpsmaður sem kann á töfra miðilsins og
miðlar þeim góðfúslega:
„Já, ég hef farið víða um vegakerfi fjölmiðla í 36 ár en alltaf endað
í útvarpi. Það getur verið að það sé gömul klisja að útvarp sé „leikhús
hugans“ en það er bara sannleikur. Það er stundum einmanalegt með
afbrigðum ef þú ert einn við hljóðnemann – þeim mun skemmtilegra
með góðum vinnufélögum sem eru samæfðir.
Það hafa margir dauðadómar hafa verið kveðnir upp um útvarp
(Samanber: Video Killed the Radio Star) - í tímans rás hafa samt
ótvíræðir kostir þessa forms haft vinninginn. Hin líðandi stund, andráin
eða ,,núið’’ er höfuðkostur útvarps. Svo einfalt er það nú.’’
Óskalag Þorgeir og verðskuldað! Eftir 36 ára starfsferil í útvarpi,
loksins, hvað lag viltu?
„Hey Won’t You Play Another Somebody Done Somebody Wrong
Song“ með B.J. Thomas, takk fyrir.“
„Video didn’t kill the radio star“
Undirbúningur stendur í raun yfir allan sólarhringinn! Radarinn alltaf opinn. MYNDIR/BALDUR KRISTJÁNSSON
„Ég var ásamt Ólafi Stephen-
sen, núverandi ritstjóra Frétta-
blaðsins, gestur í þættinum Ís-
landi í bítið alla föstudags-
morgna í drjúgan tíma, þar
sem við ræddum fréttir vik-
unnar. Síðar gerist það að for-
ráðamenn Bylgjunnar ákveða
að hafa stjórnmála umræðuþátt
alla sunnudagsmorgna og þegar
leitað var hugmynda um stjórn-
anda var mitt nafn efst á list-
anum. Þannig gerðist það.“
Hvort er nafnið sótt í ljóð Gríms
Thomsens eða instrumental-
lagið eftir hljóm sveitina Pelican?
„Hvorutveggja. Ég er gamal-
dags og hrifinn af örnefnum. Í
leit að nafni á þáttinn ók ég út og
suður og aftur út og suður. Leit-
aði í huganum að kröftugu nafni.
Eins og gerist, þá laust nafninu
og laginu í huga minn. Ég hlust-
aði á fleiri útsetningar af lag-
inu og var ágætlega undirbúinn
þegar ég kynnti þessa hugmynd.
Það var ákveðið að halda okkur
við útsetningu Björgvins Gísla-
sonar. Ég held að sú ákvörðun
hafi reynst rétt. Kröftugt nafn
og kröftugt lag.“
Þú færð til þín flott litróf af
gestum til að kryfja samfélags-
málin og alltaf af nógu að taka.
Þessi þáttur gæti eiginlega verið
einu sinni á dag frekar en viku-
lega?
„Mikið rétt. Ég hef oft hugs-
að til þess að ekki væri úr
vegi að hafa þáttinn með að-
eins öðru sniði í miðri viku.
Taka þá fyrir eitt stórt mál, til
að mynda atvinnuleysi, sjávar-
útveg, orku, auðlindir, mennta-
mál, heilbrigðis mál og þannig
get ég talið upp endalaust.“
Þú ert margreyndur blaða-
maður og ritstjóri Sigurjón, hvað
er það sem útvarpið hefur fram
yfir það að taka viðtöl fyrir dag-
blað eða tímarit?
„Það er tvennt ólíkt, og þó
ekki. Í útvarpi er ekki hægt að
laga það sem aflaga fer, til að
mynda mismæli, eða draga úr
fullyrðingum og þess háttar. En
eitt hef ég alltaf að leiðarljósi.
Það er að mínar skoðanir skipta
engu þegar ég er að ræða við
fólk. Frekar leitast ég eftir að fá
fram sem mestar upplýsingar,
þannig að sem mest gagn verði
af. Þar er enginn munur á hvers
konar fjölmiðil ég nota.
Og að síðustu, óskalag! Ef þú
hringdir í Bylgjuna sem hlust-
andi, hvaða lag myndir þú biðja
um?
„Ég gæti ekki annað en beðið
um lag með Bubba. Er mikill
aðdáandi hans. Og þar er af nógu
að taka. Á þessu augnabliki er ég
í rokkstuði og bið um Blindsker!“
Sigurjón á Sprengisandi
En eitt hef ég alltaf að leiðarljósi. Það er að mínar
skoðanir skipta engu þegar ég er að ræða við fólk.
● BESTU KVEÐJUR FRÁ ICE
LANDAIR! ,,Við hjá Icelandair höfum
verið afar ánægð með samtarfið við Bylgj-
una í gegnum tíðina. Þetta er sterkur og
traustur útvarps- og auglýsingamiðill sem
virkar afar vel fyrir öll fyrirtæki, stór og
smá. Bylgjan er búin að skapa sér ákveð-
inn sess í hjörtum landsmanna, það er
gaman að hugsa til þess í dag að Íslend-
ingar komnir á fertugsaldur hafa í raun
alla ævi getað hlustað á Bylgjuna, eða frá
því þeir lærðu að kveikja á útvarpi. Þetta
er búinn að vera viðburðaríkur aldarfjórð-
ungur hjá Bylgjunni og við hjá Icelandair
óskum stöðinni, starfsfólkinu og hlustend-
um til hamingju með daginn. Góða ferð
inn í framtíðina!”
Guðmundur Óskarsson
Forstöðumaður markaðs- og við-
skiptaþróunar Icelandair
„Ég gæti ekki annað en beðið um lag með Bubba.“ MYNDIR/BALDUR KRISTJÁNSSON
● STUÐKVEÐJUR FRÁ SENU! „Ég
man vel þegar Bylgjan kom inn á markað-
inn, frábært að fá einkarekna útvarpsstöð-
stöð á íslenskan fjölmiðlamarkað. Það er
líka gaman að sjá hvernig Bylgjan hefur
vaxið og blómstrað, sem er ekkert sjálf-
sagt mál á samkeppnismarkaði. Við hjá
Senu vinnum mjög náið og mikið með
Bylgjunni. Sena er með breitt vörusvið,
tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki, viðburði og
leikföng. Bylgjan hentar öllum þessum
spennandi vörum því hún kann að kynna
hlutina á skemmtilegan hátt þannig að
það gagnist augýsendum og hlustendur
hafi líka gaman af. Bylgjan tvinnar hlutina
skemmtilega saman og þjónar sínum við-
skiptavinum og hlustendum frábærlega.
Sendi ykkur stuðkveðjur frá Senu, Bylgja!“
Ísleifur B. Þórhallsson, markaðsstjóri Senu