Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 78

Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 78
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR42 Hvernig er nýja músarholan þín í Hörp- unni? Frábærlega flott, með nafninu mínu fyrir ofan dyrnar! Saknarðu ekki gömlu músarholunnar þinnar? Iss, nei, núna er hljómsveitin hér í Hörpu. Ég vil vera þar sem sinfóníuhljómsveitin er. Hvernig er að búa í Hörpunni, kemur ekki margt fólk til þín? Það er gott og hlýtt í Hörpu, fullt af fólki og alltaf skemmtileg tónlist í gangi ein- hvers staðar í húsinu. Hvað færðu að borða í Hörpunni? Hí, hí, ég finn mér alltaf brauðmola og stundum ost. Ertu ekki hræddur við að lenda í músagildrum? Iss, nei, ég kann alveg að forðast þær. En ertu hræddur við ketti? Jahahahá! Spilarðu á eitthvert hljóðfæri? Ég spila á veiði- hárin mín og svo er ótrúlega gaman að leika sér á píanóhljómborði! Langar þig að kunna á hljóðfæri? Já, það langar auðvitað alla! Hvert er uppáhaldshljóðfærið þitt? Harpa. Hvað er skrýtnasta hljóðfæri sem þú hefur séð? Stóra píanóið sem heitir flygill fannst mér skrýtnast þegar ég sá það fyrst, því að ég hélt að það væri heil hljómsveit inni í kassanum. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Lagið hans Maxa, auðvitað! Hvað er mesta ævintýri sem þú hefur lent í? Þegar ég datt ofan í túbuna og þegar túbuleikar- inn blés svo fast að ég flaug upp úr henni aftur. Hefurðu prófað að fara inn í einhver hljóðfæri? Já, túbu og píanó og svo kontrabassa. Nú eru útlenskir krakkar líka farnir að þekkja þig, ætlarðu að fara í ferðalög til útlanda bráð- lega? Já, það er nefnilega risastór bókahátíð í Frankfurt í Þýskalandi á hverju ári og núna er hún svo músalega flott að landið okkar, Ísland, er heiðursgesturinn og fær að sýna bækurnar sínar í sérstökum heiðurssal. Það verður sko mikið fjör, sérstaklega þegar ég mæti til að skemmta börnunum. Til hvaða lands langar þig mest að fara? Núna er ég mest spenntur fyrir Bandaríkjunum því að þar eru svo svakalega margir krakkar og bæk- urnar mínar verða bráðum til þar handa þeim. Finnst þér gaman að ferðast? Já, sérstaklega sem laumufarþegi. krakkar@frettabladid.is 42 Ég spila á veiði- hárin mín og svo er ótrúlega skemmti- legt að leika sér á píanóhljómborði Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Happatala: 10. Áhugamál: Fimleikar. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Modern family. Besti matur: Grjónagrautur og kjúklingur. Eftirlætisdrykkur: Ávaxta- safi. Skóli: Álftamýrarskóli. Námsgrein: Íslenska. Áttu gæludýr: Nei. Skemmtilegasti dagurinn: Aðfangadagur, það er svo gaman að opna alla pakkana. Eftirlætistónlistarmaður: Páll Óskar. Uppáhaldslitir: Grænn og rauður. Hvað gerðirðu í sumar: Fór á ættarmót fyrir vestan og í sumarbústað með vinkonu minni og svo passaði ég yngri systkini mín. Skemmtilegustu bækur: Prinsessubækurnar. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór: Barnalæknir. Astrid Eyberg Aradóttir WWW.MINJASAFNREYKJAVIKUR.IS Á síðunni má til dæmis finna myndir og skemmtilegan fróðleik um gömlu húsin í Árbæjarsafni. Hvernig á að koma fjórum flóðhestum fyrir í Fiat? Tveir fram í og tveir aftur í. Ég var að frétta að maðurinn þinn missti málið í sex vikur. Nú? Hann sagði mér ekkert frá því. Hvernig brenndi drekinn sig á hendinni? Hann hélt fyrir munninn þegar hann geispaði. Mamman: Af hverju setur þú bangsann þinn inn í frystinn Halli minn? Halli: Af því mig langar í ísbjörn. Maðurinn: „Og hvað ert þú nú gamall góði minn?“ Strákurinn: „Ég er of ungur til að vera gamall.“ LAUMUFARÞEGI Á FERÐ Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús eignaðist ný heimkynni í Hörpunni um síðustu helgi. Blaðamaður Fréttablaðsins rétt náði í skottið á honum áður en hann skaust í burtu til að lenda fleiri tónlistarævintýrum og kynnast fjölbreyttum hljóðfærum. Maxímús Mús- íkús er spenntur fyrir væntanlegu ferðalagi til Banda- ríkjanna því þar séu svo margir krakkar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.