Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 84
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR48
Sprenghlægileg og smart sýning!
EB, Fbl.
KHH, Ft.
PARTÝSÝNING ÁRSINS!
Örfáar aukasýningar í september
Miðasölusími: 551 1200
eða á leikhusid.is
„Umhverfi og mannkyni stafar
nú mest ógn af miðstýr ingu og
ein okun. Sjálfbærni, rétt læti og
friður fá ekki þrifist fyrr en
fjöl breytni verður grundvöllur
fram leiðsl unnar. Á okkar
dögum er ræktun og viðhald
fjöl breytninnar ekki
munaður heldur for senda
þess að við lifum af. “
Vandana Shiva
Kaffitár
Landvernd
Maður Lifandi
Matvís
Melabúðin
Móðir Jörð
Nattura.is
NLFÍ
Ráðgjafarfyrirtækið Alta
Rúnar Sigurkarlsson og
Hildur Guðmundsdóttir
Sigurður Gísli Pálmason
Skaftholt - Guðfinnur
Jakobsson
Vottunarstofan Tún
Yggdrasill
VANDANA SHIVA
á ÍSLANDI Opinn fyrirlestur í Háskólabíói
(aðgangur ókeypis)
29. ágúst 2011
kl. 17.00
Styrktaraðilar:
Umhverfisráðuneytið, sem er
bakhjarl verkefnisins
Vandana Shiva á Íslandi
Utanríkisráðuneytið
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið
Reykjavíkurborg
Akur - Garðyrkjustöð
Biobú
Brauðhúsið
Félag umhverfisfræðinga
Fjarðarkaup
Gló
Heilsa
Heilsuhúsið
Íslandsbanki
BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM Fer aftur á svið í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Opið hús verður í dag í bæði Þjóð-
leikhúsinu og Borgarleikhúsinu.
Bæði leikhúsin hafa kynnt dag-
skrá leikársins og í dag gefst gest-
um og gangandi kostur á að sjá
persónur úr leikritum vetrarins og
hitta leikara og annað starfsfólk
leikhúsanna.
Dagskráin í Borgarleikhúsinu
hefst klukkan eitt. Boðið verður
upp á heimsóknir baksviðs, skoðun-
arferðir og vöfflur sem starfsfólkið
reiðir fram. Leikarar, leikstjórar,
hönnuðir og tæknifólk verða við
störf á öllum sviðum hússins; ýmist
við æfingar eða sýningar eða til
þess að svara spurningum sem
brenna á forvitnum leikhúsgestum.
Í Þjóðleikhúsinu hefst skemmt-
unin klukkan tvö. Þar verður
boðið upp á grillaðar pylsur og
kaffi verður á könnunni. Á stóra
sviðinu verður söngdagskrá úr
barnaleikritum, skoðunarferðir
baksviðs og prinsessan á Bessa-
stöðum skemmtir og situr fyrir á
ljósmyndum með börnunum svo
fátt eitt sé nefnt.
Leikhúsin í borginni
ljúka upp dyrum
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meiri Vísir.
Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar,
Eldfjall, verður sýnd á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í
september. Myndin keppir við ell-
efu aðrar kvikmyndir í flokknum
Vitranir. Aldrei áður hefur íslensk
mynd verið valin í þennan aðal-
keppnisflokk hátíðarinnar, en í
þann flokk koma aðeins til greina
myndir sem eru fyrsta eða annað
verk höfundar.
Eldfjall er fyrsta kvikmynd
Rúnars í fullri lengd. Myndin var
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í vor, þar sem henni var vel
fagnað. Myndin keppti í flokknum
Directors Fortnight og jafnframt
um hin virtu Camera d´Or-verð-
laun. Einnig keppir myndin um
verðlaun á kvikmyndahátíðinni í
Chicago í haust og um Discovery-
verðlaunin á kvikmyndahátíðinni
í Toronto.
Myndin fjallar um Hannes, 67
ára gamlan mann sem er að kom-
ast á eftirlaunaaldur. Hann er
karlmaður af gamla skólanum,
einangraður frá fjölskyldunni og
heimilinu en þarf að takast á við
nýtt hlutverk þegar eiginkona
hans veikist. Með aðalhlutverk
fara Theodór Júlíusson og Margrét
Helga Jóhannsdóttir.
Rúnar Rúnarsson útskrifaðist
frá Konunglega danska kvik-
myndaskólanum árið 2009. Stutt-
myndir hans, Smáfuglar, Anna og
Síðasti bærinn, hafa farið sigurför
um heiminn. Anna keppti í flokki
stuttmynda í Directors Fortnight
í Cannes árið 2009, Smáfuglar
keppti um Gullpálmann í Cannes
í flokki stuttmynda árið 2008 og
Síðasti bærinn var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna í flokki stuttmynda
árið 2006. Samanlagt hafa þessar
myndir unnið tæplega 100 alþjóð-
leg kvikmyndaverðlaun, sem er
einsdæmi.
Eldfjall Rúnars í
keppni á Riff
ÚR ELDFJALLI Theodór Júlíusson og
Margrét Helga Jóhannsdóttir fara með
aðalhlutverk í myndinni Eldfjall.