Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 90
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR54
Styrkir
Reykjavíkurborgar
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má
senda á netfangið styrkir@reykjavik.is
www.reykjavik.is/styrkir
Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsókn-
um um styrki vegna starfsemi á árinu 2012.
Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og
efna til sam starfs við félagasamtök, fyrirtæki og
einstak linga um uppbyggilega starfsemi og þjón-
ustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og
forgangs röðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a.
veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:
• félags- og velferðarmála
• mennta- og frístundamála- grunnskólar/
leikskólar/frístundamiðstöðvar
• íþrótta- og æskulýðsmála
• mannréttindamála
• menningarmála
Á vefsíðunni www.reykjavik.is/styrkir er
hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um
umsóknar ferli. Einnig er þar að finna reglur um
styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur
borgarinnar í einstökum málaflokkum.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru
einungis teknar til greina umsóknir sem berast
innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem
reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á
umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um
styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni
eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna
hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu
fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með
hliðsjón af eftirfarandi:
• markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé
að þeim verði náð
• hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
• hvort unnt sé að meta framvindu verksins
• hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem
styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur
• væntanlegum árangri og ávinningi fyrir
umrædda starfsemi
• fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra
fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn
Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undir-
gangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um
styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og
ráða verði lokið í ársbyrjun 2012.
h
u
n
a
n
g
·s
Tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir
100 áhrifamestu konurnar í heiminum. Á list-
anum er að finna bæði nöfn úr stjórnmálum
og skemmtanabransanum.
Michelle Obama, Lady Gaga og Oprah Winfrey eiga það
sameiginlegt að vera allar í topp 20 sætunum yfir áhrifa-
mestu konur heims sem bandaríska tímaritið Forbes tók
saman.
Í fyrsta sæti listans er Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, og fast á hæla hennar kemur Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna. Forsetafrúin Michelle Obama
er einnig í einu af fyrstu tíu sætunum.
Tónlistarkonan Lady Gaga smellir sér í 11. sæti listans og
með 12 milljónir fylgjenda á Twitter og 36 milljónir aðdá-
enda á Facebook er Lady Gaga því áhrifamesta konan
innan skemmtanabransans.
Oprah Winfrey er í 14. sæti listans en hún nýtur ennþá
töluverðra vinsælda þrátt fyrir að vera horfin af skjánum í
bili. Beyoncé vermir 16. sætið og í 60. sæti situr eina ofur-
fyrirsæta listans, Gisele Bündchen.
Forbes velur
ÁHRIFAMESTU
konurnar
1. SÆTIÐ Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, er áhrifamesta konan
í heimnum.
2. SÆTIÐ Hillary Clinton, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, er nálægt
toppnum. NORDICPHOTOS/GETTY
Samtökin UN Women skipuleggja
Fiðrildaviku sem fram fer um
miðjan september. Markmið átaks-
ins er að hvetja Íslendinga til að
standa með „systrum“ sínum í
fátækustu löndum heims. Þetta er
í annað sinn sem Fiðrildavikan er
haldin, en hún fór fyrst fram árið
2008 og söfnuðust þá um hundrað
milljónir króna.
Í tilefni átaksins hefur Sjón-
varpið hafið sýningar á þáttunum
Women on the Frontline sem fjalla
um ólíkar birtingarmyndir ofbeld-
is gegn konum. Eftir þættina, sem
sýndir eru á hverjum mánudegi
fram að Fiðrildaviku, eru sýnd
stutt innslög sem unnin eru af Þor-
steini Bachmann leikara og eigin-
konu hans, Göggu Jónsdóttur.
„Okkur finnst þessi málstaður
mikilvægur og áttum að auki lausa
stund, þannig við ákváðum að slá
til og leggja málefninu lið. Það
er mikilvægt að konur alls stað-
ar njóti frelsis til að njóta þeirra
tækifæra sem lífið hefur upp á
að bjóða. Ef það er eitt vandamál
sem heimurinn ætti að leysa þá er
það þetta,“ segir Þorsteinn þegar
hann er spurður af hverju hann og
Gagga hafi tekið verkefnið að sér.
Allir þeir listamenn sem unnu
að innslögunum gáfu vinnu sína
og segir Þorsteinn að allir hafi
verið reiðubúnir til að leggja mál-
inu lið. Einnig er í bígerð „viral
video“ með Steinda Jr. en mynd-
bandið mun flakka um netheima
innan skamms. - sm
Leggja konum lið
MIKILVÆGT ÁTAK Þorsteinn Bachmann og Gagga Jónsdóttir leggja UN Women
lið með því að framleiða innslög sem sýnd eru á eftir þáttunum Women on the
Frontline á mánudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýr kærasti söngkonunnar Mad-
onnu, Brahim Zaibat, er aðeins
tuttugu og fjögurra ára gamall en
þrátt fyrir það er hann tilbúinn
að ganga í hjónaband með söng-
konunni. Þessu heldur tímaritið
Enquirer fram.
Parið er sjaldan myndað saman
en hefur átt í sambandi í tæpt ár.
Að sögn heimildarmanna gæti þó
orðið breyting á. „Madonna er
stolt af Brahim og eftir árs sam-
band er hún tilbúin að opinbera
það. Hún er mjög hrifin af honum
og ánægð með hversu vel honum
semur við börn hennar,“ var haft
eftir heimildarmanni.
„Brahim er alveg sama um
frægð hennar og kemur fram
við hana eins og konu, ekki stór-
stjörnu. Honum líður vel í sam-
bandinu og vill gjarnan kvæn-
ast Madonnu. Það kæmi engum
á óvart ef þau tilkynntu trúlofun
sína innan skamms.“
Vill giftast Madonnu
ÁSTFANGINN AF MADONNU Dansarinn
Brahim Zaibat hefur verið kærasti
Madonnu í rúmt ár. Hann vill gjarnan
kvænast henni. NORDICPHOTOS/GETTY
14. SÆTIÐ Oprah Winfrey
hefur töluverð áhrif á
heiminn þrátt fyrir að vera
horfin af skjánum í bili.
11. SÆTIÐ Lady Gaga er
áhrifamesta konan innan
skemmtanabransans ef
marka má tímaritið Forbes.
8. SÆTIÐ Forsetafrú
Bandaríkjanna,
Michelle Obama,
vekur athygli hvert
sem hún fer.