Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 94

Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 94
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR58 sport@frettabladid.is BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003 og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is KOLBEINN SIGÞÓRSSON skoraði tvö mörk fyrir Ajax í 4-1 sigri á Vitesse í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Kolbeinn skoraði tvö síðustu mörk Ajax á 63. og 71. mínútu en hann er nú markahæstur í deildinni með fjögur mörk í fyrstu fjórum umferðunum. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Kolbeinn er á skotskónum. FÓTBOLTI Tilkynnt var á blaða- mannafundi hjá Knattspyrnusam- bandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannes- son, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. „Það er engin spurning. Það er pottþétt að ef sú aðstaða kæmi upp að mér yrði boðin sú staða þá myndi ég kíkja á það. Starfið er mjög áhugavert,“ segir Teitur. Sýna þarf breytingum þolinmæði Hann hefur fylgst með íslenska boltanum eins og hægt er í Kanada, þar sem hann hefur starfað undan- farin fjögur ár. Óhætt er að segja að íslenska landsliðinu hafi geng- ið brösuglega undanfarin misseri en Teitur segir erfitt að dæma um hvað valdi því. „Ég veit að það hefur verið töluverð breyting í gangi, mikið af ungum og efnilegum leikmönn- um að koma inn. Það gerir starf- ið gríðar lega áhugavert því þá er hægt að forma það svolítið. Þetta hefur greinilega ekki verið auð- velt, enda verður fólk að sýna svona breytingum þolinmæði. En það er engin spurning að við eigum hörkuknattspyrnumenn, leikmenn sem hægt yrði að ná góðum árangri með.“ Teitur hefur lengst af ferils- ins starfað erlendis, fyrst sem atvinnumaður í knattspyrnu og nú sem þjálfari í tæpan aldarfjórð- ung. Hann segir íslenska þjóðar- stoltið ekki minnka þrátt fyrir langa fjarveru frá heimahögunum. „Nei, það gerir það ekki. Allavega ekki hjá mér. Það hverfur ekki. Ísland er alltaf heima, landið okkar. Það minnkar ekki.“ Fá æfingaleiki við sterkari þjóðir Íslenska landsliðið á eftir að spila þrjá leiki í riðli sínum í undan- keppni Evrópumótsins 2012. Undirritaður er á þeirri skoðun að ganga eigi frá ráðningu nýs þjálf- ara sem fyrst svo nýr þjálfari geti nýtt þá leiki sem eftir eru í riðlin- um sem undirbúning fyrir næstu undankeppni. „Það má alveg líta á það þannig. Liðið hefur ekki það mikla möguleika á að undirbúa sig og þá eru svona leikir það besta sem er í boði. Þegar ég var með eistneska landsliðið gerðum við eins mikið af því og við gátum að fá æfingaleiki við betri þjóðir til þess að undirbúa okkur. Það hefur kannski ekki verið svo mikill möguleiki á því heima á Íslandi. Þar af leiðandi yrði möguleiki fyrir þann sem tæki við að byrja að prófa leikmenn í svona leikjum þegar það er enginn möguleiki á að komast áfram,“ segir Teitur. Fyrri landsliðsþjálfarar hafa haft ólíkar skoðanir á því hvern- ig knattspyrnu íslenska landslið- ið eigi að spila. Teitur hefur sína skoðun á því. „Það er engin spurning að liðið verður að vera vel skipulagt varnarlega. En það verður einn- ig að vera leið til þess að sækja. Þá millileið getur verið erfitt að finna. En með þessa leikmenn sem standa til boða held ég að það hljóti að vera hægt.“ Starfið þarf að bjóðast tímanlega Teitur segist hafa tekið sér gott frí í sumar, en það hafi hann ekki gert í þrjátíu ár. Hann hafi virkilega notið þess að verja auknum tíma með fjölskyldunni. Hann sé hins vegar endurnærður eftir sumarið og þreifingar hafi verið í gangi um næsta starfsvettvang þótt ekkert sé ákveðið ennþá. „Þetta er eins og í öll þau skipti sem ég hef lokið tímabili hjá félögum. Þá líða nokkrir mánuðir og svo fer allt á fulla ferð. Þá detta yfirleitt inn einhverjir möguleikar,“ segir Teitur, sem segir að standi til að bjóða honum starf landsliðsþjálf- ara þurfi það að koma upp tíman- lega því félög séu þegar farin að setja sig í samband við hann. Engan bilbug er að finna á Teiti, sem er orðinn 59 ára gam- all. Skagamaðurinn, sem skoraði mörkin fyrir ÍA áður en hann lék sem atvinnumaður undir stjórn Arsene Wenger og Gerard Houl- lier, segir áhuga sinn á faginu ekki fara minnkandi. Þvert á móti. „Eins og ég hef alltaf sagt: meðan ég hef áhuga á að standa í þessu og hef gaman af því þá geri ég það. Þetta er það sem maður hefur alltaf haft mestan áhuga á. Að hafa fengið að vinna í öll þessi ár við áhugamálið er náttúrulega frábært.“ kolbeinntd@365.is Eigum hörku knattspyrnumenn Teitur Þórðarson undirbýr flutning til Noregs eftir fjögur ánægjuleg ár í Kanada. Teitur segir starf landsliðsþjálfara Íslands mjög áhugavert og eina af þeim áskorunum sem hann eigi eftir að takast á við. KVEÐUR KANADA MEÐ SÖKNUÐI „Ég er búinn að vera hér í fjögur ár og hefur gengið mjög vel. Þetta hefur verið afar ánægjulegur tími.“ Teitur náði góðum árangri með Vancouver Whitecaps vestanhafs og tók mikinn þátt í uppbyggingu félagsins, sem nú leikur sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Þjálfaraferill Teits 1987–1988 Skövde 1988–1990 Brann 1991–1992 Lyn 1993 Grei 1994–1995 Lillestrøm 1995–1999 Eistland* 1995–1999 Flora Tallinn 2000–2002 Brann 2002–2003 Lyn 2004–2005 Ull/Kisa 2006–2007 KR 2008–2010 Whitecaps 2010–2011 Whitecaps FC *upp um 72 sæti á styrkleikalista FIFA HANDBOLTI Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í hand- knattleiksdeild félagsins. Baldur Ó. Svavarsson var for- maður stjórnarinnar sem sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrr í vikunni að vegna erfið- leika í rekstrinum yrði að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Í fyrradag var brugðist við þessari yfirlýsingu, bæði hjá aðalstjórn Stjörnunnar og bæjaryfirvöldum, með áður- nefndum afleiðingum. „Þetta vakti menn af værum blundi hér í bænum,“ sagði Baldur. „Maður leikur sér þó ekki að því að gera svona lagað. Og þetta var ekki gert í þeim tilgangi að vekja menn til lífsins. En þetta varð engu að síður til þess að stuðn- ingsmenn, aðalstjórn félagsins og stjórnmálamenn tóku við sér.“ Sigurður Bjarnason, fyrr- verandi landsliðsmaður í hand- knattleik, er varaformaður Stjörnunnar og tekur tímabund- ið við formennsku í stjórn hand- knattleiksdeildarinnar. Hann er ósammála því að vekja hafi þurft aðalstjórn félagsins og bæjar- yfirvöld af „værum blundi“. Þvert á móti hafi aðgerðirn- ar skaðað félagið og því hafi verið gripið til aðgerða. „Það var alvarlega vegið að starfsemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka þ e s s . Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistara- flokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessar stelpur langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman – það var ekkert verið að spá í því,“ sagði Sigurður. Fundað var með leikmönnum í fyrrakvöld og er mikill einhug- ur sagður ríkja hjá leikmönn- um um að halda áfram. „Leikmenn eru í sjokki eftir þessa atburði og það verð- ur verkefni okkar að koma liðinu í stand á ný,“ sagði Sigurður. - esá Stjarnan með í N1-deild kvenna eftir að skipt var um stjórn: Leikmennirnir vildu halda áfram FÓTBOLTI Dregið var í riðla í Evrópudeild UEFA í gær. Fjögur Íslendingalið voru í pottinum en drógust þó ekki saman. Eiður Smári Guðjohnsen, Elfar Freyr Helgason og félagar í AEK Aþenu eru í L-riðli með Anderlecht, Lokomotiv Moskvu og Sturm Graz. Eiður Smári snýr því aftur á æskuslóðir því faðir hans, Arnór, lék lengi með Anderlecht í Belgíu. Aðrir Íslendingar sem taka þátt í keppninni eru Jóhann Berg Guð- mundsson (AZ Alkmaar), Rúrik Gíslason (OB) og þeir Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson (FC Kaupmannahöfn). 48 liðum var skipt í tólf riðla og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í 32 liða úrslit, ásamt þeim átta liðum sem urðu í þriðja sæti sinna riðla í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. - esá Íslendingariðlarnir B-riðill FC Kaupmannahöfn (Danmörku) Standard Liege (Belgíu) Hannover 96 (Þýskalandi) Vorskla Poltava (Úkraínu) G-riðill: AZ Alkmaar (Hollandi) Metalist Kharkiv (Úkraínu) Austria Vín (Austurríki) Malmö FF (Svíþjóð) K-riðill: FC Twente (Hollandi) Fulham (Englandi) OB Odense (Danmörku) Wisla Krakow (Póllandi) L-riðill: Anderlecht (Belgíu) AEK Aþena (Grikklandi) Lokomotiv Moskva (Rússlandi) Sturm Graz (Austurríki) Evrópudeild UEFA: Eiður Smári á föðurslóðir ARNÓR GUÐJOHNSEN Var valinn besti leikmaðurinn í Belgíu árið 1987 þegar hann var leikmaður Anderlecht. ANNA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.