Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 96
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR60 FÓTBOLTI Umræða um dómgæslu í Pepsi-deild karla hefur verið hávær síðustu vikurnar og hún magnaðist enn frekar eftir leik KR og ÍBV í fyrrakvöld. Leikmenn og þjálfarar beggja liða lýstu yfir óánægju sinni með dómgæslu Þór- odds Hjaltalíns eftir leik og stuðn- ingsmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja í netheimum. Fréttablaðið fékk viðbrögð Gylfa Þórs Orra- sonar, formanns dómaranefndar KSÍ, við þessu. „Mér finnst umræðan bera þess merki að það er spenningur í loft- inu. Ég var sjálfur eftirlitsmaður á leiknum í gær og fannst Þóroddi takast mjög vel upp,“ sagði Gylfi. „Menn voru með sterkar yfirlýs- ingar um einhver atvik sem þeir töldu að hefðu ekki gengið sér í hag. Ég skoðaði umrædd atvik í sjónvarpi eftir leikinn og þá kom í ljós að Þóroddur hafði rétt fyrir sér í þeim tilfellum. Það er mik- ill spenningur í mönnum og við- brögðin eru fylgifiskur þess að það er farið að draga til tíðinda á Íslandsmótinu. Þetta er ekkert nýtt,“ bætti Gylfi við. Fyrir stuttu var umræða í markaþætti Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deildina um að dómarar væru undir áhrifum utanaðkom- andi afla, sérstaklega KR-inga. „Þarna var verið að taka til atvik sem áttu að sýna að dómgæslan hefði verið hliðholl KR en það væri örugglega hægt að finna annað eins af atvikum sem ekki eru KR í hag. Hið sama mætti gera fyrir öll lið og því er ekki mikið að marka það,“ sagði Gylfi. „Málið er einfalt. Sama hvað hver segir og hvað þeim finnst þá er dómarinn aðeins með eitt að leiðarljósi. Hann fer út í leik- inn til að dæma hann vel og gera sitt allra besta. Hann er aðeins að hugsa um næsta leik og ekki um ummæli sem voru látin falla í fjöl- miðlum í gær. Menn eru búnir að læra það fyrir löngu að beina öllu slíku frá sér,“ bætti hann við. Gylfi óttast ekki að dómarar verði ómeðvitað fyrir áhrifum umræðunnar – enda fylgist þeir vel með eins og allir aðrir. „Ég tel að dómarar séu einfaldlega með nógu sterk bein. Við höfum til að mynda verið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í okkar undirbúningi þar sem við höfum unnið með sálfræðingum og haft aðgang að færu fólki sem hefur reynst okkur mjög vel. Dómar- arnir vita nákvæmlega að hverju þeir ganga þegar leikurinn hefst.“ Og þegar leiknum lýkur og umræðan verður hávær láta dóm- ararnir það sem vind um eyru þjóta, að sögn Gylfa. „Oftast er þetta bara stormur í vatnsglasi og við dómararnir brosum bara í kampinn.“ eirikur@frettabladid.is Brosum bara í kampinn Mikil og heit umræða hefur verið um dómgæsluna í toppslag KR og ÍBV í fyrra- kvöld, sem og á leikjum KR fyrr í sumar. Gylfi Þór Orrason, formaður dómara- nefndar KSÍ, gefur lítið fyrir umræðuna. „Dómarar eru með sterk bein.“ SETIÐ UM DÓMARANA Finnur Ólafsson, ÍBV, ræðir við Þórodd Hjaltalín en KR- ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson virðist eiga í snörpum samskiptum við Birki Sigurðsson aðstoðardómara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Nor- egi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakk- ar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mik- ill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum.“ Noregur er í 12. sæti á styrk- leikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló.“ Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leik- gleði er í hámarki í norska lands- liðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skipt- ir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því.“ Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálf- ari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því,“ segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki.“ Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkom- inn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðs- son) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel,“ segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórn- arlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því,“ sagði hann í léttum dúr. - esá Veigar Páll Gunnarsson segir norska landsliðið með gríðarlegt sjálfstraust: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi VEIGAR PÁLL Kominn aftur í íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Viðræður samtaka knatt- spyrnumanna á Ítalíu annars vegar og samtaka knattspyrnu- félaga hins vegar hafa engan árangur borið. Því verður ekkert spilað í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina eins og áætlað var, en fyrsta umferðin átti að hefjast í dag. Aðilar eru ósáttir um tvö atriði. Félögin vilja geta bannað leik- mönnum að æfa með aðalliðinu séu þeir ekki í náðinni og að leik- menn taki á sig þær hækkanir á hátekjusköttum sem ítölsk stjórnvöld hafa sett á. Leikmannasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær um að verk- fallsaðgerðir væru óumflýjan- legar eftir að nýju tilboði þeirra var hafnað af samtökum félag- anna. Fyrr í vikunni var verk- falli knattspyrnumanna á Spáni afstýrt, en fresta þurfti fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildar- innar vegna verkfallsaðgerða þar í landi. - esá Ekkert spilað um helgina: Boðað til verk- falls á Ítalíu EIGANDINN OG FYRIRLIÐINN Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, og Silvio Berlusconi, eigandi félagsins. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Jöfnunarmark Aarons Spear á KR-vellinum í fyrrakvöld mun hafa mikil áhrif á þróun mála í titilbaráttu Pepsi-deildar karla í sumar en það var líka enn eitt dæmið um að Eyjamennirnir hætta aldrei og eru alltaf líklegir til að skora, sama hversu lítið er eftir af leikjunum. ÍBV-liðið hefur nú fimm sinn- um breytt úrslitum leikja á loka- mínútum sinna leikja í sumar, það er á síðustu fimm mínútum leiksins eða í uppbótartíma. Fjögur af þessum fimm mörk- um eru sigurmörk og því hafa þessi fimm mörk í blálok leikja skilað lærisveinum Heimis Hall- grímssonar níu aukastigum í sumar. - óój Mörk ÍBV á síðustu stundu 1. umferð - ÍBV-Fram 1-0 93. mínúta Tryggvi Guðmundsson tryggir ÍBV sigur á Fram eftir sendingu frá Þórarni Inga Valdimarssyni. 3. umferð - Valur-ÍBV 0-1 91. mínúta Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggir ÍBV sigur á Val eftir sendingu frá Matt Garner. 8. umferð - ÍBV-Stjarnan 2-1 86. mínúta Andri Ólafsson tryggir ÍBV sigur á Stjörnunni úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. 16. umferð - ÍBV-Keflavík 2-1 86. mínúta Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggir ÍBV sigur á Keflavík eftir sendingu frá Tryggva Guðmunds- syni. Frestaður leikur - KR-ÍBV 2-2 93. mínúta Aaron Spear tryggir ÍBV jafntefli á móti KR eftir sendingu frá Kjartani Guðjónssyni. Mörk ÍBV í lok leikja í sumar: Eyjamennirnir hætta aldrei MIKILVÆGT MARK Eyjamenn fagna á KR-vellinum í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Manchester United tekur á móti Arsenal í stórslag helgar- innar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Óhætt er að segja að heimamenn séu sigurstranglegri þrátt fyrir að miðverðirnir Vidic og Ferdinand glími við meiðsli. Liðið skellti Tottenham 3-0 á mánudag þrátt fyrir fjarveru þeirra og virkar í fantaformi. Lærisveina Arsene Wenger bíður ærið verkefni enda leik- mannahópurinn þunnskipaður. Félagið var rétt búið að selja Cesc Fabregas þegar sjálfkjörinn arf- taki hans, Samir Nasri, var seldur til City í vikunni. Jack Wilshere er frá vegna meiðsla auk þess sem miðjumennirnir Alex Song og Emmanuel Frimpong eru í banni. Stuðningsmenn Arsenal höfðu þó ástæðu til þess að gleðjast í vikunni þegar félagið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu. Það er vonandi fyrir Wenger að hann geti byggt á þeim sigri. Hann verður þó án Gervinho, sem lagði upp mark í 2-1 sigrinum á Udinese, en fram- herjinn er í leikbanni. Wenger hefur verið gagnrýndur fyrir að treysta á unga og óreynda leikmenn en Ferguson er ein- mitt hrósað fyrir hið sama um þessar mundir. Englendingarn- ir Phil Jones, Danny Welbeck og Tom Cleverley hafa farið á kost- um og koma vafalítið við sögu á sunnudag. Leikurinn á Old Trafford hefst klukkan 15 og er í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport 2. - ktd Risaslagur í enska boltanum á sunnudag: Erfitt verkefni fyrir höndum hjá Wenger FÓTBOLTI Sautjánda umferð Pepsi- deildar karla fer fram á morgun og á mánudaginn. Á morgun mætast Þór og Grindavík á Þórsvelli klukkan 17.00 og Breiðablik og Valur á Kópavogsvellinum klukkan 18.00. Á mánudaginn byrja þrír leikir klukkan 18.00: Keflavík- Fylkir, KR-Fram og Víkingur- ÍBV. Lokaleikur umferðarinnar er síðan stórleikur Stjörnunnar og FH sem hefst klukkan 19.15 á gervigrasinu í Garðabæ. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Tveir á morgun, fjórir á mánudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.