Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 102

Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 102
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR66 PERSÓNAN Sverrir Gunnarsson Aldur: 25 ára. Starf: Starfsmaður í Drekanum. Fjölskylda: Í sambandi með Alexöndru Sól- bjartsdóttur. Eiga tvö börn, Sólbjörtu, fjögurra ára, og Sverri Gunnar, eins árs. Foreldrar: Gunnar Indriðason, starfsmaður hjá Íslandspósti, og Elín Sjöfn Sverrisdóttir húsmóðir. Systkini: Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona, Nína Björk ljósmyndari, og Tinna Dögg hárgreiðslukona. Búseta: Kópavogur. Stjörnumerki: Sporðdreki. Sverrir afgreiddi Viggo Mortensen í sölu- turninum Drekanum á Menningarnótt. „Þau eru alveg heilluð af Íslandi og í skýjunum enda er búið að ganga mjög vel,“ segir Tanja Berglind Hallvarðsdóttir, framleiðandi hjá True North. Tanja heldur utan um tökur bandarísku verslana- keðjunnar Urban Outfitters en tökulið frá henni er statt hér á landi til að mynda fatnað fyrir jólabækl- ing fyrirtækisins. Gullfoss og Geysir, Reykjavíkur- borg, Bláa lónið, íslenski hesturinn og Dyrhólaey eru meðal þess sem hefur leikið stórt hlutverk í myndatökunum en sextán manns eru hér á vegum keðjunnar. Urban Outfitters er rótgróin bandarísk verslana- keðja en fyrsta búðin var opnuð árið 1970. Búðirnar eru frægar fyrir að fylgjast vel með tískustraumum og bjóða upp á gott úrval af flottum fatnaði og skemmtilegum húsbúnaði. „Það er fullt af fallegum fötum hérna,“ segir Tanja en Ísland hefur svo sannarlega skartað sínu fegursta í blíðskaparveðri undanfarna daga. Fleiri bandarískar verslanakeðjur hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn upp á síðkastið en fataframleiðandinn Macy´s var hér á landi fyrir stuttu við tökur en True North vann líka fyrir það fyrirtæki. - áp Urban Outfitters myndar á Íslandi Á ÍSLANDI Það verður íslenskur bragur á jólabæklingi Urban Outfitters í ár og er verið að mynda þessa dagana á Íslandi. NORDICPHOTO/GETTY „Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn,“ segir Sigrún Hall- dórsdóttir, bókaútgefandi í Kaup- mannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vin- sælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Stein- unnar Jónsdóttur, sem heitir ein- mitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bóka- útgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfald- lega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi,“ segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólk- ið. „Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi,“ bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo.“ Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunn- ar Nelson bardagakappi og leik- ararnir Anita Briem og Þorvald- ur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudags- kvöld. Páll Magnússon útvarps- stjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR: VERIÐ AÐ BRJÓTA Á RÉTTI GAMALLAR KONU HÖFUNDUR ÍSFÓLKSINS HJÓLAR Í RÍKISSJÓNVARPIÐ María Sigurðardóttir, hárgreiðslunemi í Reykjavík, er skráð til heimilis á Akureyri og hefur gefist upp á því að vera ruglað saman við nöfnu sína, Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Hún brá því á það ráð að setja „ekki leik- hússtjóri“ fyrir aftan nafnið sitt á vefsíðunni já.is. Jólakort frá þjóðþekktum leikara gerði útslagið en hann þakkaði Maríu kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. „Ég fékk nokkur símtöl á dag og fólk var oft að spyrja hvort ég væri leikhússtjórinn á Akureyri,“ segir María, sem hafði þó lítinn áhuga á að ræða þetta mál við Fréttablaðið. Hún sagði að jólakortið hefði ýtt henni út í þessa breytingu og nú fær hún ekki lengur símhringingar frá vongóðum leikurum. María fær því frið til að stunda hárgreiðslunám sitt í friði. Leikhússtjórinn María Sigurðardóttir sagðist hafa heyrt af þessari breytingu hjá nöfnu sinni og fannst hún alveg stórskemmtileg og fyndin. „Mér finnst þetta gott hjá henni og við tvær þyrftum einhvern tímann að hittast, hún fær mínar bestu kveðjur,“ segir María en hún var að leggja lokahönd á bækling frá leikfélaginu þar sem komandi leikár verður kynnt. „Ætli Gulleyjan með Birni Jörundi verði ekki stóra sprengjan í ár.“ - fgg HRIFIN Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, finnst „ekki leikhússtjóri“ vera fyndinn starfs- titill og langar að hitta nöfnu sína sem gafst upp á símhringingum frá leikurum. hins vegar hvert sanngirnissjónar- miðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþátt- ur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu,“ segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is ÓSÁTT Margit Sandemo rithöfundur er ósátt við nafnið á nýjum sjónvarpsþætti Ragnhildar Steinunnar sem nefnist Ísfólkið. Hún vill að RÚV breyti nafninu og Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun. Listaverkið (Stóra sviðið) Lau 1.10. Kl. 16:00 2. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fös 7.10. Kl. 19:30 5. sýn. Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2.9. Kl. 19:30 16. sýn. Lau 3.9.Kl. 19:30 17. sýn. Fös 9.9. Kl. 19:30 18. sýn. Lau 10.9. Kl. 19:30 19. sýn. Fös 16.9. Kl. 19:30 20. sýn. Lau 17.9. Kl. 19:30 21. sýn. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18.9. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 23.9. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 24.9. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 25.9. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 30.9. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 8. sýn. Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 28.8. Kl. 14:00 31. sýn. Sun 4.9. Kl. 14:00 32. sýn. Sun 11.9. Kl. 14:00 33. sýn. Sun 18.9. Kl. 14:00 34. sýn. Sun 25.9. Kl. 14:00 35. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 21.10. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 28.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fim 3.11. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 6. sýn. Mið 9.11. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 8. sýn. Verði þér að góðu (Kassinn) Fös 2.9. Kl. 20:00 Lau 3.9. Kl. 21:30 Sun 4.9. Kl. 21:00 Lau 10.9. Kl. 19:30 Sun 11.9. Kl. 19:30 María fékk nóg af ónæði frá leikurum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.