Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 6
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Nýir eigendur óskast! Verð kr. 3.690.000 Kia Sorento Ex Luxury 4x4 árg. 2006, ekinn 78 þús. km 2497cc, dísel, sjálfsk. 17” álfelgur Leður Verð kr. 1.190.000 Isuzu Trooper 4x4 árg. 2002, ekinn 221 þús. km 3000cc, dísel, beinsk. 7 manna Álfelgur Vel með farinn og traustur Verð kr. 7.590.000 Jeep Cherokee Crd LTD 4x4 árg. 2008, ekinn 17 þús. km 3000cc, dísel, sjálfsk. Verð kr. 2.190.000 Audi A3 árg. 2005, ekinn 48 þús. km 2000cc, bensín, sjálfsk. 16” álfelgur Skyggðar rúður Álfelgur Leður Kom á götuna 2010 Verð kr. 3.450.000 Nissan Qashqai SE 4x4 árg. 2009, ekinn 41 þús. km 2000cc, bensín, sjálfsk. Álfelgur Leður Verð kr. 3.390.000 Nissan Navara 4x4 árg. 2006, ekinn 93 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. Dráttarkrókur Stigbretti Yfirbyggt skottlok Verð kr. 1.990.000 Honda Accord árg. 2006, ekinn 76 þús. km 1998cc, bensín, sjálfsk. 17” álfelgur Skyggðar rúður Kynntu þér úrval notaðra bíla á www.askja.is Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá 12-16 TILBO ÐSVE RÐ Kr. 2 .990. 000! TILBO ÐSVE RÐ Kr. 9 90.00 0! LÖGREGLUMÁL Sautján ára piltur sem tekinn var með 30 þúsund e-töflur í far- angri sínum í Leifsstöð fyrir tæpum tveimur vikum reyndist einnig hafa í fórum sínum tvö kíló af staðdeyfilyfinu líkódíni. Þetta hefur efnagreining leitt í ljós. Pilturinn var handtekinn við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn aðfara- nótt 24. ágúst. E-töflurnar fundust í far- angri hans, ásamt fimm kílóum af duft- efnum sem reyndust ekki vera ólögleg fíkniefni. Efnagreining hefur nú leitt í ljós að þar var um að ræða þrjú kíló af alkóhól- sykri, sem er alþekkt íblöndunarefni til að drýgja fíkniefni, og tvö kíló af stað- deyfilyfinu líkódíni. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Suðurnesjum er verið að skoða þann möguleika að pilturinn hafi verið blekktur í fíkniefnaviðskiptunum, enda svipar líkódíni mjög til kókaíns og gefur jafnvel oft jákvæða svörun í sér- stökum kókaínprófum. Reynist það raunin, að pilturinn hafi haldið sig vera að flytja inn kókaín, getur það haft talsverð áhrif á refs- ingu hans. Að öðrum kosti varðar inn- flutningurinn við lyfjalög, enda er ekki hverjum sem er heimilt að flytja inn staðdeyfilyf í miklu magni. Pilturinn hefur lítið vilj- að tjá sig um aðdrag- anda málsins í yfir- hey rslu m hjá lögreglu. Ljóst þykir að sautján ára unglingur hafi ekki getað fjármagnað kaup á þessu magni fíkniefna og því beinist rannsóknin að því að finna vitorðsmenn hans eða þá sem fengu hann til verksins. Það hefur ekki enn borið árangur. Gæsluvarðhald yfir piltinum rennur út í dag. Að öllum líkindum verður kraf- ist framlengingar á því. - sh E-töflusmyglari á unglingsaldri reyndist einnig hafa flutt inn alkóhólsykur og tvö kíló af staðdeyfilyfjum: Gæti hafa verið blekktur með staðdeyfilyfi E-TÖFLUR Þung refsing liggur við því að flytja til landsins e-töflur. LÖGREGLUMÁL Ökumaðurinn sem slasaðist eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld er 66 ára gamall, fæddur í nóvember árið 1944. Myndband úr leigubíl virðist sýna að hann hafi att kappi við hálfþrítugan ökumann annars bíls á vel rúmlega hundrað kíló- metra hraða. Svo virðist sem mennirnir tveir þekkist ekkert. Af myndband- inu má ráða að annar þeirra hafi einfaldlega ekið upp að hinum og í kjölfarið hafi þeir báðir aukið hraðann mjög, og sá yngri elt þann eldri á ofsahraða. Betur fór en á horfðist þegar eldri maðurinn missti stjórn á kraftmiklum Dodge Charger-bíl sínum, hann lenti á ljósastaur og valt nokkur hundruð metra út af veginum við Fífuhvammsveg. Bíll- inn var ákaflega illa farinn á eftir og var í fyrstu talið að maður inn hefði slasast mjög alvarlega. Svo reyndist þó ekki vera. Hundur sem var með honum í bílnum drapst hins vegar. Lögreglumenn sem Frétta blaðið ræddi við í gær sögðu afskap- lega óvenjulegt að maður á þess- um aldri hegðaði sér með þessum hætti; yfirleitt væru það ungling- ar og ungmenni sem stæðu fyrir ábyrgðarlausum kappakstri innan um aðra vegfarendur, en ekki öku- menn sem komnir væru að elli- mörkum. Heimildir Fréttablaðsins herma raunar að þetta sé ekki í fyrsta sinn á síðustu vikum og mánuð- um sem lögregla fær veður af ein- kennilegu og „gruggugu“ háttalagi mannsins í umferðinni, eins og það er orðað. Yngri maðurinn stakk af af vett- vangi en gaf sig fram síðar um kvöldið. Sýni voru tekin úr mönnunum til að kanna hvort þeir hefðu verið allsgáðir undir stýri. Það lá ekki fyrir í gær. stigur@frettabladid.is Ökuþór á sjötugsaldri slapp með skrekkinn Maður á sjötugsaldri atti kappi við hálfþrítugan mann á Hafnarfjarðarvegi á yfir 100 kílómetra hraða og hafnaði að lokum utan vegar. Lögreglu hafa áður borist ábendingar um einkennilega og „grugguga“ hegðun hans í umferðinni. Slysið á Hafnarfjarðarvegi í gær var það þriðja í kjölfar kappaksturs á stuttum tíma. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir lögregluna vinna stöðugt að því að koma í veg fyrir hegðun af þessu tagi. „Almennt getur svona aksturshegðun þar sem menn nota ökutæki til að etja kappi haft skelfilegar afleiðingar, eins og dæmin hafa sannað, en við höfum nú talað um að okkur hafi fundist vera minna um þetta í sumar en undanfarin ár,“ segir Guðbrandur. Hann segir að lögreglan sé farin að nota ómerkta bíla í auknum mæli til að ná í skottið á ökuníðingum. Oftsinnis gerist það að menn hægi á sér þegar þeir sjái merktan lögreglubíl en gefi svo rækilega í þegar framhjá honum er komið. Þá bíði þeirra hins vegar stundum ómerktur lögreglubíll spölkorn frá. „Fundist vera minna um þetta í sumar“ Umferðarslys vegna kappaksturs Kópavogur Miðbær Breiðholt Arnarbakki, 23. ágúst Tveir ungir ökumenn, 18 og 19 ára, öttu kappi sem endaði með því að annar ók á ljósastaur. Þrír farþegar slösuðust, en enginn alvarlega. Geirsgata, 16. ágúst Bíll hafnaði á húsvegg í kappakstri við annan. Þrír ungir menn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir slösuðust. Hafnarfjarðarvegur, 6. september Bíll lenti á ljósastaur og valt út af veginum. Bíllinn gjöreyðilagðist en ökumaðurinn slapp ótrúlega vel. Telur þú eðlilegt að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska landsliðið í knattspynu? Já 62,7% Nei 37,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttast þú að eldgos í Kötlu sé yfirvofandi? Segðu þína skoðun á vísir.is. FÓLK „Það hefur ekki gengið illa hjá okkur,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri endurskoðunar- fyrirtækisins Deloitte, nýkominn heim frá Heidel- berg í Þýskalandi þar sem hann fagnaði um helgina árshátíð ásamt starfsmönnum sínum og mökum þeirra. Alls fór um 300 manna hópur með áætlunarflugi til Frankfurt og þaðan með rútu suður til Heidel- berg. „Við dreifðum okkur á fimm flugvélar í öryggisskyni eins og reglur Deloitte á alþjóðavísu gera ráð fyrir,“ segir Þorvarður. Ferðakostnaðin- um hafi verið skipt á milli fyrirtækisins og ferða- langanna sjálfra. Hann segir að það hafi verið venja hjá fyrirtæk- inu að fara í starfsmannaferð sem þessa á þriggja ára fresti til að hrista hópinn saman og engin ástæða hafi þótt til að breyta út af þeirri venju þrátt fyrir að viðhorf fólks til ferða af þessu tagi hafi breyst umtalsvert eftir hrun. Þorvarður segir ferðina enda ekki hafa verið neina bruðlferð eins og þær sem kenndar eru við árið 2007. „Alls ekki – síður en svo. Við hjá Deloitte höfum alltaf reynt að gera hlutina á eins hagkvæman og ódýran hátt og hægt er,“ segir hann. „Og við ætlum að halda áfram að reyna að gera þetta á þriggja ára fresti.“ - sh Um 300 manns flugu fyrir helgi til Þýskalands til að fagna árshátíð Deloitte: Með fimm vélum til Heidelberg FALLEG BORG Í Heidelberg fór hópurinn í skoðunarferðir og gerði sér glaðan dag. NORDICPHOTOS/GETTY KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.