Fréttablaðið - 07.09.2011, Page 10
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR10
Fögnum saman í Ráðhúsinu
Uppskeruhátíð áheitasöfnunar verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur kl.17 í dag, miðvikudag.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Frábær árangur
Fleiri en nokkru sinni tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, eða alls 12.481.
Fjöldi hlaupara sem skráðu sig á hlaupastyrkur.is og tóku þátt í áheitasöfnuninni ríflega
tvöfaldaðist. Alls söfnuðust 43.654.858 kr., sem er rúmum fjórtán milljónum meira
en í fyrra. - Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997
ÁHEITASÖFNUN
REYKJAVÍKURMARAÞONS ÍSLANDSBANKA
UPPSKERUHÁTÍÐ
1 Við hvað starfar tugþrautar-
maðurinn fyrrverandi Jón Arnar
Magnússon nú?
2 Hvað heitir nýr vígslubiskup í
Skálholti?
3 Hvert er nafn hins íslenska Ópals
á markaði í Danmörku?
SVÖR
1. Hann er kírópraktor í Kópavogi.
2. Kristján Valur Ingólfsson. 3. Óbal.
LÖGREGLUMÁL „Þetta er hálfpart-
inn eins og að takast á við dauðs-
fall í fjölskyldunni,“ lýsir Kjartan
Örn Sigurðsson, forstjóri Office 1,
áhrifum þess að samstarfsmaður
til margra ára var rekinn vegna
stórfellds þjófnaðar.
Tveir verslunarstjórar hjá
Office 1 hafa verið látnir hætta á
þessu ári vegna þess að þeir stálu
samtals tugmilljónum króna frá
fyrirtækinu að sögn Kjartans.
Annar þeirra hefur viðurkennt
þjófnað en hinn segist saklaus.
Bæði þessi mál voru kærð til lög-
reglu þar sem þau eru í rannsókn.
Að sögn forstjórans er í öðru
tilfellinu um að ræða mjög alvar-
leg auðgunarbrot. Í því máli liggi
játningin fyrir. „Það var svo mik-
ill vinur og félagi starfsfólks-
ins að þegar það mál kom upp
þá varð að kalla til sálfræðinga.
Þegar svona mikill trúnaðarbrest-
ur verður milli einstaklinga getur
það haft miklu víðtækari áhrif
en að starfsmanni sé einfaldlega
sagt upp og lífið haldi áfram eins
og frá var horfið,“ segir Kjartan,
sem eins og fyrr kemur fram lýsir
áhrifunum eins og andláti innan
fjölskyldu.
Kjartan segir miklu hafa verið
breytt hjá fyrirtækinu í kjölfar
þjófnaðarmálanna „Við erum búin
að setja upp mjög öflugt öryggis-
myndavélakerfi sem er með
sívöktun starfsmanna,“ segir for-
stjórinn, sem kveður starfsmenn
einnig hafa verið senda á nám-
skeið um þessi mál.
Eftir að verslunarstjórarnir
voru látnir taka pokana sína var
næturverði sagt upp störfum
vegna þjófnaðar. Næturvörðurinn
viðurkenndi með skriflegri yfir-
lýsingu að hann hefði stolið iPod-
hátalara að verðmæti 27.900 krón-
ur og samþykkti að hætta strax og
afsala sér ógreiddum launum.
Kjartan skýrði öðrum starfs-
mönnum frá aðdragandanum að
brotthvarfi næturvarðarins með
fjöldapósti. Það kærði nætur-
vörðurinn til Persónuverndar.
Sagði hann meðal annars að þjófn-
aðurinn væri ósannaður „Þetta er
mjög óþægileg staða fyrir mig,“
sagði í kæru næturvarðarins.
Persónuvernd úrskurðaði að
útsending fjöldapóstsins hefði
verið óheimil. Kjartan segist
vitan lega munu taka mið af niður-
stöðunni en honum finnist þó
umhugsunarvert að samkvæmt
úrskurðinum hafi verið heimilt að
upplýsa alla starfsmenn um málið
á starfsmannafundi en ekki með
tölvupósti. gar@frettabladid.is
Áfallahjálp í Office 1
vegna verslunarstjóra
Tveir verslunarstjórar og næturvörður voru reknir frá Office 1 á þessu ári vegna
þjófnaðar segir forstjóri. Nú sé mun betur fylgst með starfsfólki. Persónuvernd
segir að ekki hafi mátt nafngreina næturvörðinn í fjöldapósti til starfsmanna.
KJARTAN ÖRN SIGURÐSSON Forstjóri Egilson ehf., sem rekur Office 1, segir mikinn og
þungbæran trúnaðarbrest hafa orðið þegar verslunarstjóri til margra ára varð uppvís
að stórþjófnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
UTANRÍKISMÁL Rýniskýrsla
Evrópu sambandsins um íslensk-
an landbúnað sýnir að sambandið
krefst þess að Ísland lagi lög,
stjórnkerfi og upplýsingakerfi að
landbúnaðar stefnu sinni. Þetta
segja Bændasamtökin.
Slík aðlögun gengur þvert á
kröfur samtakanna sem settar
hafa verið fram vegna aðildar-
viðræðna. Samtökin segja að
með tilkomu skýrslunnar geti
íslensk stjórnvöld ekki lengur
vikið sér undan því að setja fram
skýr samningsmarkmið um
landbúnaðar mál. Bændasamtökin
telja að aðeins með tillögur þeirra
að leiðarljósi verði hagsmuna
landbúnaðarins gætt. - þeb
Bændasamtökin um ESB:
Stjórnvöld skor-
ist ekki undan
ALÞINGI Utanríkismálanefnd mun
halda opna fundi um aðildarvið-
ræður að Evrópusambandinu.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður Fram-
sóknarflokksins,
ítrekaði kröfu
sína á fundi
nefndarinnar í
gær. Samþykkt
var að bíða eftir
formanninum,
Árna Þór Sigurðs-
syni, sem væntan-
legur var til landsins í gær, og
ákveða fyrsta opna fundinn í dag.
Valgerður Bjarnadóttir, vara-
formaður nefndarinnar, segir
sjálfsagt að verða við kröfu um
opna fundi, en þeir verði ekki
reglulegir heldur af ákveðnu til-
efni. - kóp
Krafa í utanríkismálanefnd:
Opnir fundir
verða haldnir
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
BANDARÍKIN Byssumaður skaut
þrjá til bana á pönnukökustað í
Nevada í gær. Margir fleiri eru
særðir og byssumaðurinn framdi
sjálfsvíg eftir skotárásina.
Ekki var ljóst hvað lá að baki
skotárásinni þegar Fréttablaðið
fór í prentun í gær. Vitni sögðu
byssumanninn hafa skotið mann
á mótorhjóli fyrir utan veitinga-
húsið International House of
Pancakes í Carson City, höfuðborg
Nevada-ríkis. Vopnaður riffli
gekk hann svo inn á veitingahúsið
og hóf skotárás. Önnur vitni
herma að hann hafi síðan farið í
nálæga verslunarmiðstöð og hald-
ið áfram að skjóta. Hann skaut að
lokum sjálfan sig. - þeb
Drap að minnsta kosti þrjá:
Skotárás á
pönnukökustað
VEISTU SVARIÐ?