Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.09.2011, Qupperneq 12
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR Sími 568 9009 gaski@gaski.is www.gaski.is Tilboð í líkamsrækt 12 mánaða kort á 24.900 kr. gildir til 30. sept. 2011 Frír tími með sjúkraþjálfara sem setur upp æfingaráætlun Gáski sjúkraþjálfun er til húsa á eftirfarandi stöðum: Bolholti 8, Reykjavík Þönglabakka 1, Reykjavík M IÐ VI KU DA GU R | 7 . S EP T. SETNING | NORRÆNA HÚSIÐ LJÓSMYNDASÝNING NEMIROVSKY í Borgarbókasafni Reykjavíkur UPPLESTUR | IÐNÓ Kristof Magnusson | Ragna Sigurðardóttir Hallgrímur Helgason | Sara Stridsberg Ingo Schulze 15:00 17:00 20:00 Bókmenntahátíð | Dagskrá NÁNAR Á WWW.BOKMENNTAHATID.IS RH O 20 11 setið í fangelsum hér á landi, þó er ekki vitað til þess að smit hafi breiðst út meðal fanga. Magn- ús ítrekar að það sé nauðsynlegt að bæta aðgengi að smokkum og nálum innan veggja fangelsa sem og annars staðar. „Fíkniefnaneysla er staðreynd í fangelsum og af henni getur skap- ast veruleg hætta. Og fólk hættir ekki að lifa kynlífi þótt það sé í fangelsi.“ Rakning vandasöm meðal fíkla Magnús bendir á að rakning smit- leiða HIV geti verið mjög vanda- söm þegar fíklar eru annars vegar. Þeir séu oft á tíðum ekki vakandi yfir því með hverjum þeir stundi kynlíf eða deila nálum. Laga- skylda ríki hjá læknum að reyna að rekja smitleiðir með því að fá nöfn rekkjunauta og láta þá við- komandi vita, sé möguleiki á því. Þó sé algengt að læknar fái ein- ungis uppgefin gælunöfn hjá þeim sem greinst hafa, ef nöfn fást þá á annað borð. „Það þarf að byggja upp varnar- garð í heilbrigðiskerfinu þannig að vandamálið breiðist ekki út meira en nú þegar hefur gerst,“ segir hann. Afar kostnaðarsamt fyrir kerfið Talið er að hver HIV-smitaður einstaklingur kosti heilbrigðis- kerfið um 160 milljónir króna að meðaltali. Sé einungis horft á lyfja- kostnað fyrir hvern einstakling hér á landi nemur hann að lágmarki á bilinu 150 til 200 þúsund krónum á mánuði, en getur hæglega orðið tvö- falt hærri. Ársmeðferð, með rann- sóknarkostnaði getur farið upp í fimm milljónir króna fyrir hvern sjúkling. „Þessar 160 milljónir er viðmið- unartala hér og á Norðurlöndunum. Sumir sjúklingar hafa minni kostn- að í för með sér, aðrir meiri. Það fer allt eftir því hversu dýr lyfin eru og hversu lengi þau eru tekin.“ Góðar ævilíkur Miklar framfarir hafa orðið í lyfja- gjöf við HIV á síðustu 15 árum. Ef fólk er greint snemma eru ævilík- ur þess oft á tíðum afar svipaðar og hjá heilbrigðum einstaklingi. Það fer þó allt eftir því hvort lyfja- gjöf gangi vel og einstaklingurinn stundi fulla meðferð. Nokkuð viðtekið er að sjúkling- ar eigi að hefja lyfjameðferð sem fyrst. Magnús segir góðan árangur hafa hlotist af slíku, en komi mikl- ar aukaverkanir í ljós þurfi hugs- anlega að endurskoða lyfjagjöfina. „Ævilíkur eru orðnar mjög góðar. Nýjustu rannsóknir sýna að væntar ævilíkur eru svipaðar og hjá fólki sem ekki er smitað. Lyfin eru orðin það öflug, ef maður hittir á réttu lyfjasamsetninguna, þá er hægt að halda veirunni niðri,“ segir hann. „Það eru fjölmargir einstaklingar hér á landi sem eru með HIV og lifa venjulegu lífi; stunda vinnu af full- um krafti, eru í námi og eiga fjöl- skyldur. En það er algjört lykilatriði að koma fólki í meðferð sem fyrst.“ Hlutfall HIV-smitaðra sprautufíkla hefur hækkað gífurlega á síðustu árum. Nauðsynlegt er að lágmarka skaðann með vakningu, betra aðgengi að smokkum og hreinum nálum. Þegar fíklar fá fréttir af jákvæðum niðurstöðum búast þeir oft á tíðum við þeim. Fjöldi HIV-smitaðra sprautufíkla hér á landi hefur margfaldast á síð- ustu árum. Alls hafa 55 fíkniefna- neytendur greinst með veiruna síðan árið 1985. Um 40 fíklar eru skráðir með HIV í gagnagrunni Landspítalans, en hafa ber í huga að þeir eru ekki allir virkir. Margir þeirra eru búnir að ná sér eða eru búsettir erlendis. Alls hefur 271 einstaklingur greinst með sjúkdóminn hér á landi síðan fyrsta tilvikið greindist fyrir 26 árum síðan. Hlutfall sprautufíkla með HIV hér á landi er mun hærra en í nágrannalöndum okkar, þar sem það er oftast undir fimm pró- sent af sjúklingum. Af þeim 55 sprautufíklum sem greinst hafa hér á landi, hafa 34 greinst á síðustu fjórum árum. 17 einstaklingar hafa greinst með HIV á þessu ári, þar af eru 13 fíkniefna- neytendur. Magnús Gottfreðsson, sérfræð- ingur í smitsjúkdómum á Landspít- alanum, segir atburðarásina sem fari af stað þegar smit kemur upp innan hóps fíkni- efnaneytenda vera afar hraða. „Þetta er eitt- hvað sem er vel þekkt. En eins og tíðnin er orðin hér á landi þá er hún óásættan- lega há,“ segir Magnús. „Hún er orðin langt yfir þeim mörkum sem við eigum að sætta okkur við.“ Nauðsynlegt að lágmarka skaðann Magnús segir afar mikilvægt að lágmarka skaðann í samfélaginu og gæta þess að veiran breiðist sem minnst út. HIV sé sjúkdómur sem einskorðast ekki við þann einstak- ling sem er haldinn honum, held- ur er veiran möguleg lýðheilsuvá, líkt og aðrir sjúkdómar sem smit- ast auðveldlega. Afar mikilvægt er fyrir þá einstaklinga sem hafa smit- ast að þeir geri sér fyllilega grein fyrir aðstæðum og lifi ábyrgu kyn- lífi, því HIV er fyrst og fremst skil- greint sem kynsjúkdómur. „Það þarf að lágmarka skaðann eftir fremsta megni. Því er nauð- synlegt að stunda öflugar forvarn- ir sem koma að þessum málum og bæta aðgengi fólks að smokkum og hreinum nálum,“ segir Magnús. „Það er algjörlega galið að aðgengi að smokkum sé jafn lítið og það er hér á landi og innflutningstollar séu svona háir.“ HIV-smitaðir einstaklingar hafa Hröð atburðarás þegar fíklar smitast af HIV Hvað þarf til að hefta útbreiðslu HIV? ■ Bæta aðgengi fíkla að ókeypis sprautum og nálum. Einnig þarf að bæta aðgengi þeirra að félags- og heilbrigðisþjónustu. ■ Auka fræðslu um gagnsemi smokka og auka aðgengi að þeim án endurgjalds. ■ Auka árvekni lækna og hvetja þá til að taka oftar próf hjá skjólstæðingum sínum. Prófa ætti alla fíkla, þá sem lifa óvörðu kynlífi og þá sem eru í fangelsum. ■ Draga úr smithættu með réttri lyfjameðferð. ■ Sporna gegn misnotkun örvandi lyfja eins og ritalíns og skyldra lyfja. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Land- spítalanum, segir afar algengt að þegar fíklar fái fyrstu fréttir um jákvæða niðurstöður við HIV, séu þeir svo tilfinningalega dofnir að þeir sýni engin viðbrögð. „Þau eru mjög oft í vímu þegar þau fá niðurstöð- urnar kynntar, sýna fregnunum því afar lítil viðbrögð og segjast oftar en ekki hafa búist við þessu,“ segir Bryndís og bætir við að það sé mikill munur á því að tilkynna fíkli að hann sé smitaður af HIV og einstaklingi sem ekki eigi við fíkniefnavanda að stríða. „Þá koma fram gríðarlegar tilfinningasveiflur, grátur og margar spurningar. Þeir sem eru undir áhrifum lyfja vilja oft ekki vita meira og vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld sjái bara um þá.“ Afar erfitt getur reynst að ná fíkniefnaneytendur í lyfja- meðferð við veirunni, en fólk þarf að koma í reglulegt eftirlit og taka lyf á hverjum einasta degi, ferli sem hefst oft strax eftir greiningu. Bryndís segir algengt að fólk sem á við fíkniefnavanda að stríða útskrifi sig af göngudeild löngu áður en það er tímabært, til þess að ná sér í fíkniefni. „Þau vilja flest læknast af fíkninni og það er afar mikilvægt að lækna hana áður en það er ráðist í lyfja- meðferð gegn HIV. Margir hverjir hverfa alveg eftir fyrstu greiningu og það getur reynst afar erfitt að ná sambandi við þá á ný,“ segir Bryndís og tekur undir með Magnúsi Gottfreðs syni að bráðnauðsynlegt sé að bæta aðgengi að smokkum og hreinum nálum í landinu. Víman deyfir viðbrögð við fregnunum MAGNÚS GOTTFREÐSSON Fíkniefnaneysla er staðreynd í fangelsum og af henni getur skapast veruleg hætta. Og fólk hættir ekki að lifa kynlífi þótt það sé í fangelsi. MAGNÚS GOTTFREÐSSON SÉRFRÆÐINGUR Í SMITSJÚKDÓMUM Á LANDSPÍTALANUM SPRAUTUFÍKILL Sprautufíklum með HIV hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og segir smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum að hlutfall smitaðra sé hér á landi sé komið langt fram úr nágrannalöndunum. NORDICPHOTOS/GETTY FRÉTTASKÝRING: Fjölgun HIV-smitaðra fíkla hér á landi Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.