Fréttablaðið - 07.09.2011, Page 35

Fréttablaðið - 07.09.2011, Page 35
PERNILLA AUGUST Á ÍSLANDI Opnunarsýningin að þessu sinni er framlag Svíðþjóðar, kvikmynd Pernillu August Svinalangorna eða Svínasítan. Að því tilefni verður Pernilla August sjálf viðstödd opnunina í bíó Paradís þann 7. september klukkan 19:30. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is. Pernilla August sem fædd er 1958 í Stokkhólmi er ein af þekktustu leikkonum Svía á alþjóðavettvangi. Hún starfaði mikið með sænska meistaraleikstjóranum Ingmar Bergman sem fyrst leikstýrði henni í Óskarsverðlaunamyndinni Fanný og Alexander (1982). Hún hlaut verðlaun sem besta leikkona fyrir leik sinni í Den goda viljan í leikstjórn Bille August, eftir handriti Bergmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1992. Samstarf hennar og Bergmans hélt áfram í sjónvarpi (In the Presence of a Clown) og í konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi (Brúðuhúsið, The Winter’s Tale, María Stuart og Ghost). August sló í geng í Hollywood þar sem hún lék móður Anakin geimgengils í myndum George Lucas, Star Wars Episode 1 -The Phantom Menace (1999) og Star Wars Episode 2 -Attack of the Clones (2002). Svínastíurnar er frumraun August sem handritshöfundar/leikstjóra. BRIM EFNISKJARNI Í Brim er sögð saga ungrar konu sem ráðin er sem háseti á fiskibát, þar sem þéttur hópur karla er fyrir. Hægt og sígandi kemur í ljós að starf hennar var aðeins laust vegna þess að sorglegur atburður hafði átt sér stað og vera hennar um borð fer ekki vel í áhöfnina. Þar sem átök eiga sér stað innan hópsins og einnig barátta við náttúruöflin, verður áhöfnin að standa saman og takast á við örlögin í sjóferð sem tekur óvænta stefnu. UM KVIKMYNDINA Brim er byggð á leikriti eftir leikhópinn Vesturport sem frumsýnt var árið 2003. Eftir að hafa notið mikilla vinsælda innanlands lagði hópurinn land undir fót og fór til Wiesbaden, Tampere og Moskvu þar sem verkið hlaut New Drama verðlaunin. Árni Ólafur Ásgeirsson og meðhöfundur hans Ottó Geir Borg ásamt Vesturport teyminu eiga heiðurinn af því að koma leikritinu á hvíta tjaldið, en hópurinn myndaði af mikilli nákvæmni daglegt líf á togara. Erfið veðurskilyrði á 33 daga upptökutíma auka enn á raunsæið og afburðaleikur, hljóðmynd, tónlist og myndataka voru verðlaunuð á Edduverðlaununum 2011 þar sem myndin hlaut 6 verðlaun, þ.á.m. fyrir bestu mynd og bestu leikkonu í aðalhlutverki (Nína Dögg Filippusdóttir). Brim var opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2010 og tók þátt í kvikmyndahátíðinni í Brussel í júní 2011. AÐSTANDENDUR Leikstjóri Árni Ólafur Ásgeirsson Handritshöfundar Ottó Geir Borg, Árni Ólafur Ásgeirsson, Vesturport Framleiðendur Þór S. Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist, Grímar Jónsson, Gísli Örn Garðarsson Aðalleikendur Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson Framleitt af ZikZak Filmworks [Oslo, 31. august] ÓSLÓ, 31. ÁGÚST EFNISKJARNI Anders (34) er að ljúka meðferð, vegna fíkniefnaneyslu, í sveitinni. Hann fær leyfi til að fara til borgarinnar í starfsviðtal á meðan á meðferðinni stendur. En hann notar tækifærið og dvelur lengur í borginni, ráfar um og hittir fólk sem hann hefur ekki séð lengi. Anders er vel gefinn, myndarlegur og kemur frá góðri fjölskyldu, en tækifæri sem hann lét sér úr greipum renna og fólk sem hann hefur brugðist eru honum ofarlega í huga. Hann er frekar ungur en finnst samt að lífið sé að mörgu leiti búið. Það sem eftir lifir dags og langt fram á nótt, berjast draugar mistaka fortíðarinnar við tækifærin til að elska, tækifæri til að lifa nýju lífi og vonina um að það sé framtíð í morgundeginum. UM KVIKMYNDINA Oslo, August 31st er lauslega byggð á frönsku skáldsögunni ‘Le feu follet’ eftir Pierre Drieu La Rochelle. Tímaleysið í bókinni varð Joachim Trier og meðhöfundi hans Eskil Vogt hvatning og gaf þeim tækifæri til að kanna „tilfinningalega og nær áþreifanlega reynslu af tilvistarkreppu“. Franski kvikmyndaleikstjórinn Louis Malle gerði kvikmynd eftir skáldsögunni árið 1963 undir nafninu Le feu follet. Trier er trúr lýsingu Drieu La Rochelle’s á fíkniefnaneytanda í meðferð sem reynir að takast á við vandamál sín og finna tilgang lífsins. Með það að markmiði að gera kvikmyndina dálítið eins og heimildamynd, notar leikstjórinn Steadicam til að kvikmynda venjulegt fólk í Ósló samhliða leikurum og aukaleikurum, eins og aðalleikarnum Anders Danielsen Lie. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Un Certain Regard. Gagnrýni var jákvæð og myndin hefur verið seld til um tólf landa. Hún var einnig valin til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tórontó 2011. Myndin verður frumsýnd í Noregi 31. ágúst 2011. AÐSTANDENDUR Leikstjóri Joachim Trier Handritshöfundar Joachim Trier, Eskil Vogt Framleiðendur Yngve Sæther, Sigve Endresen, Hans Jørgen Osnes Aðalleikendur Anders Danielsen Lie, Hans Olav Brenner, Ingrid Olava Framleitt af Motlys AS Lengd: 105 mínútur [Svinalängorna] SVÍNASTÍAN EFNISKJARNI Morgun einn rétt fyrir jól fær Leena (34) símtal frá sjúkrahúsi í bænum sem hún ólst upp í. Henni er sagt að móðir hennar sé að deyja. Fréttirnar verða til þess að unga konan fer til að hitta móður sína í fyrsta sinn frá því hún var fullorðin. Leena hefur barist til að losna við sorgina vegna glataðrar, myrkrar æsku sinnar. Hún neyðist nú til að takast á við fortíðina til að halda lífinu áfram. UM KVIKMYNDINA Fyrsta myndin sem sænska verðlaunaleikkonan Pernilla August leikstýrir. Myndin er byggð á metsölubókinni „Svinalängorna“ eftir Susanna Alakoski. Í stað þess að segja söguna frá línulegu sjónarhorni, æsku Leenu, bætti August við sjónarhorni Leenu sem fullorðins einstaklings. Fyrir August fjallar myndin um að „ljúga að sjálfum sér og fólki í kringum sig“. „Þetta er sagan sem ég vildi segja um hvernig hægt er að ná niðurstöðu og hvernig hægt er að lifa lífinu áfram þrátt fyrir fortíðina“, segir leikkonan sem nú er orðin leikstjóri. August hafði séð Noomi Rapace leika Medea á sviði og réði hana áður en hún varð fræg fyrir Millenium myndirnar. Myndin var heimsfrumsýnd á gagnrýnendaviku í Feneyjum 2010 þar sem hún hlaut Audience-Critics Week verðlaunin og UNESCO-Hope verðlaunin. Myndin hefur síðan hlotið mörg önnur eftirsótt verðlaun eins og NDR Best Feature Film í Lübeck and þrenn Guldbagge verðlaun fyrir bestu leikstjórn, bestu leikkonu í aukahlutverki (Outi Mäenpää frá Finnlandi) og bestu klippingu (Åsa Mossberg). Um 650.000 manns sáu myndina í Skandínavíu (nær 400.000 í Svíþjóð) og var hún ein metsölumynda Nordisk Film í Skandínavíu eftir Millenium-þríleikinn. AÐSTANDENDUR Frjálslega byggð á skáldsögunni „Svinalängorna“ eftir Susanna Alakoski Leikstjóri Pernilla August Handritshöfundar Pernilla August, Lolita Ray Framleiðendur Helena Danielsson, Ralf Karlsson Aðalleikendur Noomi Rapace,Ola Rapace, Outi Mäenpää, Ville Virtanen, Framleitt af Hepp Film, Drakfilm Lengd: 94 mínútur ÍSLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.