Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 44
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR32 Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns Aðeins 1.900 kr. ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT urri þróun honum tekst að halda dampi. JBK Ransu sýnir verk af sama toga og sést hafa á síðustu árum og hér sakna ég öflugra framlags nýrra verka. Arnar Herbertsson er forvitni- legur listamaður og málverk hans nokkuð sér á parti í íslenskri myndlist. Ekki síðri eru grafík- verk hans og teikningar sem sýn- ingin kitlar forvitni áhorfandans með og gaman hefði verið að sjá meira af þeim. Samspil málar- anna þriggja er að finna í vinnu- brögðum og sjónrænum þáttum verka en afstaða þeirra til mynd- listar er ólík, hér hefur hver sína skoðun. Arnar tengist einna helst straumum og stefnum frá fyrri hluta 20. aldar, Ransu hugmyn- dalist og málverki síðari hluta sömu aldar en Davíð Örn er af kynslóð listamanna sem vinnur út frá dægurmenningu frekar en hinu stóra samhengi listasög- unnar. List tveggja síðarnefndu hefur verið kynnt rækilega á síð- ustu árum bæði á einka- og sam- sýningum og kemur því minna á óvart en forvitni legur myndheim- ur Arnars Herberts sonar. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Heildstæð sýning, litrík og skemmtileg heim að sækja. Myndheimur Arnars Herbertssonar er forvitnilegur og allrar athygli verður. Málverk Davíðs Arnar og JBK Ransu vinna ágætlega með verkum Arnars sem eru þungamiðja sýningarinnar. 32 menning@frettabladid.is Bókmenntahátíð Reykjavíkur verður sett í dag. Meðal þeirra sem flytja ræðu við það tilefni er Nób- elsverðlaunahafinn Herta Müll- er, sem er meðal erlendra gesta hátíðarinnar að þessu sinni. Herta Müller sem hlaut Nóbelsverðlaun- in fyrir tveimur árum hefur verið lítt þekkt hér á landi enda hefur til skamms tíma einungis ein bók eftir hana verið til íslenskri þýð- ingu, bókin Ennislokkur einvalds- ins, Der Fuchs war damals schon der Jäger á frummálinu, sem kom út árið 1995. Nú er hins vegar komin út bókin Andarsláttur eða Atemschaukel í þýðingu Bjarna Jónssonar. Sú bók vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2009. Í henni segir frá afdrifum ungs manns sem í lok heimsstyrjaldarinnar síðari er sendur í vinnubúðir í Rússlandi. Maðurinn tilheyrir, líkt og Herta, hinum þýskumælandi minnihluta í Rúmeníu og byggir sagan að ein- hverju leyti á minningum skálds- ins Oskars Pastior og móður Hertu. Herta Müller fæddist árið 1953 í borginni Nitzkydorf í Rúmeníu. Fyrsta bók hennar, Nieder ungen, kom út árið 1982. Sú bók var rit- skoðuð af rúmenskum stjórn- völdum. Herta flúði ásamt manni sínum árið 1987 til Þýskalands, þar sem hún hefur búið síðan. Verk Hertu eru flest sögð frá sjónarhóli þýska minnihlutans í Rúmeníu en þess má geta að í rökstuðningi sænsku akademíunnar árið 2009 sagði að Müller hefði dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hrein- skilni hins lausa máls. - sbt Herta Müller á Bókmenntahátíð HERTA MÜLLER Verðlaunabók hennar Atemschaukel er nýkomin út í íslenskri þýðingu og ber heitið Andarsláttur. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES 15.00 Setning Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu. Meðal ræðumanna eru rithöfundarnir Herta Müller og Einar Kárason. Norræna húsið. 17.00 „Ég stend á brennandi hrauni.“ Ljósmyndasýning um ævi frönsku skáldkonunnar Irene Nemirovsky, sem lést í fangabúðum nasista í Auschwitz í seinna stríði. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 20.00 Upplestur. Kristof Magnusson, Ragna Sigurðardóttir, Sara Sridsberg, Hallgrímur Helgason, Ingo Schulze. Iðnó. BÓKMENNTAHÁTÍÐ „Það er mikil eftirvænting og spenna í loftinu, enda er okkar fyrsta heila starfsár í Hörp- unni að hefjast,“ segir Margrét Ragnars dóttir, markaðs- og kynn- ingarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í kvöld fara fram aukatónleikar upphafstónleika hljómsveitarinnar fyrir starfsárið 2011 og 2012 í Eld- borg í Hörpu. Með hljómsveitinni koma fram þeir Vladimir Ashke- nazy og Víkingur Heiðar píanó- leikari en hann leikur einleik með hljómsveitinni í þriðja píanókons- erti Rachmaninoffs. Ashkenazy er þar á heimavelli, en sjálfur hefur hann hljóðritað píanókonserta Rachmaninoffs í tví- gang sem einleikari, undir stjórn André Previn og Bernards Haitink. Þriðji píanókonsert Rachman- inoffs gerir miklar kröfur til ein- leikarans. Bæði er hann óvenju- langur auk þess sem hann þykir sérlega flókinn. Eftirvæntingar gætir augljós- lega víðar en hjá starfsfólki Sinfóníunnar. Margrét segir að bæði hafi miðasala gengið vel og sala á áskriftarkortum aukist um fimmtíu prósent á milli ára. Uppselt er á upphafstónleikana sem fram fara á fimmtudags- kvöldið. Margrét segir að búist sé við fullu húsi gesta á tónleikana í kvöld líka, þótt ekki sé upp- selt. Báðir tónleikarnir fara fram klukkan 19.30. - hhs Eftirvænting hjá Sinfó Á ÆFINGU Víkingur Heiðar og Vladimir Ashkenazy koma fram með Sinfóníu- hljómsveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listasafn Árnesinga ★★★ Almynstur Arnar Herbertsson, Davíð Örn Halldórsson og JBK Ransu. Sýningarstjóri Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Til 11. desember. Til 30. sept. er Listasafn Árnesinga opið alla daga 12-18, en frá 1. okt. fim-sun. 12-18. Sýning á verkum þriggja mál- ara af ólíkum kynslóðum stend- ur nú yfir í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Arnar Herbertsson er fæddur 1933, JBK Ransu 1967 og Davíð Örn tæpum áratug síðar eða 1976. Yfir fjörutíu ár skilja því að þann yngsta og elsta, en þessa gætir þó varla á sýningunni. Sig- ríður Melrós Ólafsdóttir, deildar- stjóri sýningardeildar Listasafns Íslands er sýningarstjóri í boði Listasafns Árnesinga. Það hefur reynst Listasafni Árnesinga vel að fá sýningarstjóra utan frá og eflt starfsemi þess. Arnar Herbertsson hefur unnið að list sinni um árabil, hann var einn af SÚM hópnum og sýndi nokkuð framan af ferli sínum en síðan heldur minna. Ef til vill hefur brauðstritið ráðið þar mestu, þó erfitt sé að fullyrða um slíkt. Eftir 1990 hafa verk hans verið meira í sviðsljósinu en Arnar málar enn af krafti. 2009 vakti einkasýning hans í StartArt á Laugavegi verðskuldaða athygli. Í skrifum um sýninguna þá komu verk þeirra JBK Ransu og Dav- íðs Arnar einmitt upp í hugann, það er í sjálfu sér rakið að sýna verk þessara þriggja listamanna saman. Heildarsvipur sýningarinnar í Hveragerði er nokkuð sterkur, sérstaklega kallast á verk þeirra Arnars og Davíðs Arnar, í síbylju myndflatarins þar sem nær þrá- hyggjukennt er unnið með hvern fersentimetra en um formræna myndbyggingu er síður að ræða. Miðað við nýjustu verkin hjá Davíð Erni virðist hann í nokk- Þrjár kynslóðir málara mætast KONTRABASSINN Í FLUTNINGI ANDERS AHNFELT RØNNE Anders Ahnfelt Rønne flytur sýningu sína Kontrabassann eftir Patrick Süskind í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. september klukkan 20. Verkið er á dagskrá í tengslum við Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík og aðgangseyrir er 1.500 krónur. SÝNINGIN ALMYNSTUR Málverk Arnars Herbertssonar þykja sér á parti í íslenskri myndlist og myndheimur hans forvitnilegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.