Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 7. september 2011 39 ATC- 7,5t Malbikskassi -tilboðsverð Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - á lager - sala - varahlutir - þjónusta FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið batt í gær enda á rúmlega þús- und daga bið eftir sigri í mótsleik er liðið bar sigurorð af Kýpur á Laugardalsvelli, 1-0. Kolbeinn Sigþórsson skoraði markið strax á fjórðu mínútu. Eftir líflegan stundarfjórð- ung í upphafi leiksins var útlitið ansi gott hjá Íslandi. En þá fóru leikmenn hægt og rólega að gefa eftir og gestirnir færðu sig upp á skaftið. Áhorfendur vörpuðu öndinni léttar þegar staðan var enn óbreytt að loknum fyrri hálf- leiknum. Þó átti lítið eitt betra eftir að taka við í þeim síðari. Kýp verjar voru meira með boltann, sóttu oftar og sköpuðu oftar hættu. Það er fyrst og fremst Hannesi Þór Halldórssyni, sem lék í gær sinn fyrsta landsleik, að þakka að boltinn fór ekki inn því hann varði oft á köflum mjög vel og var afar traustur. Dimitris Christofi komst næst því að skora á 74. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir íslensku vörnina gegn Hannesi, sem varði stórglæsi- lega. Íslensku leikmennirnir sköp- uðu helst hættu með hröðum skyndisóknum og þó svo að þeir hafi verið duglegir að koma bolt- anum inn í teig lauk sóknunum allt of sjaldan með þokkalegri marktilraun. Markið hans Kolbeins var þó einkar glæsilegt. Hjörtur Logi átti langa sendingu upp vinstri kantinn á Jóhann Berg, sem náði að koma boltanum fyrir markið. Þar sýndi Kolbeinn mikil klókindi og stýrði boltanum í markhornið fjær. „Þetta gerðu þeir mjög vel,“ sagði Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari eftir leikinn. Hann segir að leikmenn hafi verið þreyttir eftir Noregsleikinn og það hafi sést eftir því sem leið á leikinn. „Svo þegar menn komast snemma yfir verða þeir tauga- óstyrkir og vilja ekki tapa forystunni – enda löngunin eftir sigrinum mikil,“ sagði Ólafur. Þrátt fyrir það beið hann með sínar skiptingar þar til tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. „Miðjumennirnir voru duglegir og hlupu mikið. Vængmennirn- ir voru líka fínir og þá voru þeir Kolli og Eiður eftir. Þetta eru þó leikmenn sem geta búið til ótrú- legustu hluti og því ákvað ég að bíða. Við vissum að það myndi koma góð sókn hjá okkur þar sem við þyrftum að taka skynsamlega ákvörðun en það vantaði nokkuð upp á það í kvöld.“ Einn varamannanna sem komu inn á, Björn Bergmann Sigurðar- son, fékk besta tækifæri Íslands í síðari hálfleik er hann þrumaði knettinum í utanverða stöngina úr þröngu færi en sem betur fer dugði mark Kolbeins til sigurs að lokum. Ólafur var ánægður með þá leikmenn sem komu inn í byrj- unarliðið í kvöld, en margir leik- menn voru fjarverandi vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. „Okkur munar um alla góða fót- boltamenn en við eigum þó ágæt- an hóp af knattspyrnumönnum sem flestir hafa kynnst því áður að spila með landsliðinu. Þeir renndu því ekki blint í sjóinn.“ Hann neitaði því ekki að mönn- um væri létt. „Þú getur rétt ímyndað þér – þetta er mikill léttir. Það er alltaf besti kostur- inn að vinna leikina og nú datt það okkar megin. Þeir fengu auð- vitað sín færi en Hannes stóð sig frábærlega í markinu.“ Ólafur hættir sem landsliðs- þjálfari að lokinni undankeppni EM 2012 og stýrði sínum síð- asta leik á Laugardalsvelli í gær. Kveðjugjöfin var sigur en and- rúmsloftið bar keim af slæmri stöðu landsliðsins og þeir fáu áhorfendur sem komu á völlinn létu oftast lítið í sér heyra. En Ólafur gaf lítið fyrir það. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk.“ eirikur@frettabladid.is ÞRJÚ STIG ÞEGIN MEÐ ÞÖKKUM Ísland vann sinn fyrsta sigur í mótsleik í tæp þrjú ár er landsliðið vann nauman 1-0 sigur á Kýpur. Ólafur Jóhannesson kvaddi því Laugardalsvöllinn með sigri þó svo að það hafi staðið ansi tæpt á löngum köflum. KOLLI MEÐ SIGURMARKIÐ Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fjórar mínútur. Hér er hann umkringdur í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.