Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 54

Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 54
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR42 „Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmars son og Örn Úlfar Sævarsson,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson, leik- stjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verð- ur í þriðja árið í röð sem Gunn- ar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarps- lið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning.“ Þau Anna Svava og Sævar Sigur- geirsson hafa áður verið í Skaups- hópnum en Baldvin Z og Örn Úlfar eru nýgræðingar í hópnum. „Gunnar hringdi í mig og bað mig um að vera með. Ég gat ekki sagt nei þótt ég glaður vildi því þetta er jú bara þegnskylduvinna, að vinna við Skaupið,“ segir Örn Úlfar í samtali við Fréttablaðið. Hann staðfestir jafnframt að hann eigi í viðræðum við Ríkissjónvarpið um áframhaldandi störf sem dómari í Gettu betur. Því má með sanni segja að störf hans muni liggja frammi fyrir allra augum á þessu ári. Og allir eiga eftir að hafa sína skoðun á þeim. „Ég lít bara á þetta sem áskor- un og það er virkilega gaman að fá svona tækifæri.“ Örn hræðist ekki reynsluleysið í handritaskrifum, hann hafi unnið á auglýsingastofu þar sem skrif voru stór hluti af daglegum störfum. „Og svo treyst- ir maður líka á þessa snillinga sem eru í hópnum og hafa verið að gera bíómyndir og Skaup.“ Örn gerir sér hins vegar fylli- lega grein fyrir því að sjálft gaml- árskvöld sé ónýtt og jafnvel næstu dagar á eftir. „Sama hvernig fer þá verða alltaf einhverjir sem verða ekki sáttir. Ég á hins vegar nokkra vini í pólitík og það verð- ur gaman að berja á þeim, þeir fá allavega ekki neina sérmeðferð.“ Örn ætlar að leita til heldur óvenjulegs sérfræðings þegar kemur að því fá ábendingar um hvað mætti betur fara í Skaup- inu. „Afi minn hefur aldrei þolað Skaupið og blótar því alltaf í sand og ösku þannig að ég ætti að geta fengið góða punkta frá honum.“ freyrgigja@frettabladid.is LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég leyfi útvarpsmönnum lands- ins að velja ofan í mig tónlist- ina; það er Morgunstund KK á Rás 1 og Virkir morgnar á Rás 2 fyrir hádegi og Xið eftir hádegi. Annars er Brother Grass að gera góða hluti og Tom Waits klikkar aldrei.“ Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og þáttastjórnandi. „Þetta er tiltölulega nýskeð, stofnfundurinn var í ágúst,“ segir Eyrún Ellý Valsdóttir, íslenskufræðing- ur og formaður fyrsta íslenska opinbera Eurovision- aðdáendaklúbbsins, FÁSES. Klúbburinn verður hluti af OGAE sem eru stærstu samtök aðdáenda Euro- vision í heiminum. Eyrún Ellý ásamt fimm öðrum stofnuðu klúbbinn til að gera íslenskum Eurovision-aðdáendum kleift að vera í sambandi við aðra Eurovision-aðdáendur, hafa gott aðgengi að miðum á keppnina og geta fylgst með hvað aðrir Eurovision-aðdáendur eru að hugsa og spá. „Og styðja við bakið á RÚV þegar undankeppnin byrj- ar, að skapa smá stemningu fyrir henni. Það hefur oft verið mjög stór þáttur í starfi erlendu aðdáendaklúbb- anna að ná upp stemningu í kringum landskeppnirn- ar.“ Undirbúningur fyrir formlegan kynningarfund stendur nú yfir en Eyrún segist gera ráð fyrir því að hann verði í lok þessa mánaðar á skemmtistaðnum Barböru. Hún bætir því jafnframt við að klúbbur- inn setji að sjálfsögðu stefnuna á að fara til Bakú í Aserbaídsjan þar sem keppnin verður næst. Eyrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á keppninni og var með Eurovision-blogg ásamt vinkonu sinni, Hildi Tryggvadóttur. Hún fór jafnframt á keppnina í Osló og þar sagðist hún einmitt hafa fyrst orðið þess vör hversu mikilvægt það er fyrir sanna Eurovision- aðdáendur að vera í opinberum klúbbi. „Ef maður er ekki með svona félagsskírteini er maður hálf- útilokaður en um leið og þú færð passann opnast þér næstum allar dyr,“ útskýrir Eyrún. - fgg Stefnan verður sett á Baku SAMAN Eyrún Ellý (t.h) ásamt vinkonu sinni Hildi Tryggva- dóttur, en þær eru meðal stofnenda fyrsta íslenska Eurovision- aðdáendaklúbbsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er bara kominn tími á nýjan tapas- stað í Reykjavík,“ segir Lárus Gunnar Jóhannsson matreiðslumeistari. Lárus er að fara að opna nýjan tapas- stað, Tapashúsið, niðri við gömlu höfn- ina í Reykjavík. Lárus hefur í félagi við Guðmund Hansson framreiðslumeistara rekið Fiskfélagið við Vesturgötu sem notið hefur töluverðra vinsælda. Tapashúsið verður í Sólfellshúsi sem var á Kirkjusandi frá árinu 1921 en var flutt á Ægisgarð í byrjun þessa árs. Svo skemmtilega vill til að í húsinu var á sínum tíma rekin saltfiskvinnsla en Spánverjar voru allra stærstu kaupend- ur framleiðslunnar. Þannig að Spánar- tengslin voru svo sannarlega til staðar fyrir. „Minjavernd á húsið og þeir taka það allt í gegn. Svo leigjum við það og útvegum alla innanstokksmuni og bar- inn,“ segir Lárus en tvö eldhús verða á staðnum, eitt uppi og annað niðri. Veitingastaðurinn verður fremur stór, hann á eftir að geta tekið 130 til 140 manns í sæti. Lárus lofar því að matur- inn verði á viðráðanlegu verði. „Þetta verður svona spænsk-íslenskur staður, við erum til að mynda að láta flytja inn fyrir okkur spænskar skinkur en verð- um líka með hangikjöt í svipuðum stíl,“ segir Lárus sem stefnir á að vera búinn að opna áður en RIFF, alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Reykjavík, hefst síðar í mánuðinum. - fgg Flytja inn spænskar skinkur NÝR TAPAS-STAÐUR Lárus Gunnar er að fara að opna nýjan tapas-stað við gömlu höfnina í Reykjavík í svokölluðu Sólfellshúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖRN ÚLFAR SÆVARSSON: AFI HEFUR ALDREI ÞOLAÐ SKAUPIÐ ÞEGNSKYLDUVINNA AÐ SKRIFA ÁRAMÓTASKAUPIÐ HLAKKAR TIL AÐ BERJA Á VINUM SÍNUM Örn Úlfar Sævarsson er í nýjum Skaupshópi sem hefur þegar tekið til starfa. Hann hlakkar mest til að berja á vinum sínum í pólitík og lofar því að þeir fái enga sérmeðferð. Baldvin Z er einnig nýgræðingur í hópnum en hann leikstýrði síðast Óróa sem naut töluverðra vinsælda. Sævar Sigurgeirsson og Anna Svava Knútsdóttir verða á sínum stað og þá verður Hjálmar Hjálmarsson einnig hluti af liðinu. Þetta verður þriðja árið í röð sem Gunnar Björn leikstýrir Skaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl GRÍMAN 2011: Áhorfenda- sýning ársins Sala áskrift arkorta í fullum gangi – vertu með í vet ur SÝNINGAR H EFJAST 9. SE PT. Sendu SMS á 0 kr. í dag! Gildir einu ngi s f yri r s m s s en di ng ar í ís le ns ka g sm s ím a Ef þú ert með GSM hjá Símanum sendir þú SMS á 0 kr. á miðvikudögum í september. Magnaður miðvikudagur!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.