Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 32
16. september 2011 FÖSTUDAGUR20 Meðal annars efnis: Allsherjarlausnir óraunhæfar Dórótea í Galdrakarlinum í Oz hefur kennt Láru Jóhönnu Jónsdóttur leikkonu ýmislegt. Litríkir og ógirtir herramenn Svarti liturinn víkur fyrir litadýrð í herratísku vetrarins. Vigdís Grímsdóttir er ekki einungis skáld og rithöfundur heldur líka málari og verður bráðum barnakennari. Skáldskapurinn er mikill leikur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Þú stendur vaktina Bára, ég er rokinn! Það er þyrst fólk sem þarf að brynna! Ókei elskan, ekki vera lengi! Ég bíð eftir þér. Maður er bara hlutur, skilurðu, leik- fang! Já, þetta er sorglegt kallinn minn! Jæja, hvernig gekk æfingaaksturinn? Allt í lagi, held ég. Okkur vantar nýjar umferðarkeilur. Má ég sjá vatnsbyss- una þína? Já, bíddu samt aðeins. Ááááái! Skemmtu þér. LÁRÉTT 2. pest, 6. pot, 8. sauðagarnir, 9. pili, 11. eyðileggja, 12. blossaljós, 14. lengja, 16. átt, 17. málmur, 18. háttur, 20. grískur bókstafur, 21. tilræði. LÓÐRÉTT 1. grasþökur, 3. tveir eins, 4. gufuskip, 5. hamfletta, 7. andsvar, 10. mán- uður, 13. gerast, 15. einsöngur, 16. slagbrandur, 19. aðgæta. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6. ot, 8. vil, 9. rim, 11. má, 12. flass, 14. síkka, 16. sv, 17. eir, 18. lag, 20. pí, 21. árás. LÓÐRÉTT: 1. torf, 3. vv, 4. eimskip, 5. flá, 7. tilsvar, 10. maí, 13. ske, 15. aría, 16. slá, 19. gá. Leyfðu mér að giska … þetta er fyrsti dagur- inn þinn með krókinn? BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson Rithöfundurinn og tölfræðingurinn Nas-sim Taleb setti fram áleitna dæmisögu í bók sinni The Black Swan frá árinu 2007. Setjum okkur í spor kalkúns sem verið er að ala upp til slátrunar. Á hverjum degi kemur til kalkúnsins vingjarnlegur bóndi sem gefur honum að borða. Með hverjum deginum sem líður verður kalkúnninn öruggari með tilveru sína og traust hans á bóndanum vex. Þar til svo bóndinn kemur einn daginn og slátrar kalkúninum. Hver er lexían? Jú, það er varasamt að búast við því að framtíðin verði eins og fortíðin. TALEB hefur síðustu ár verið óþreytandi í að bera út þennan boðskap enda margt til í þessu hjá honum. Hann hefur gagn- rýnt nýtískuleg félags- og fjármála- vísindi fyrir að reiða sig um of á hina svokölluð normaldreifingu eða aðrar skilgreindar líkindadreifingar. Veru- leikinn er nefnilega oft flóknari en líkön segja til um og óvissa um framtíðina meiri en við myndum gjarnan vilja. Þess vegna eiga jafnvel hinir menntuðustu og reyndustu sérfræðingar að sýna auðmýkt í spádómum sínum og viðhorfum um framtíðina. TIL ER annað og skylt fyrirbæri sem höfundur hefur séð minna skrifað um. Það er sennilega einfaldast að lýsa því einnig með lítilli dæmisögu. Ímyndum okkur fjölskyldu sem tekur 100 prósenta húsnæðislán fyrir fáránlegu dýru húsnæði, draumahúsnæð- inu. Svo dýru að það er algjörlega útilokað fyrir fjölskylduna að standa við greiðslur af láninu. Viðkvæði fjölskyldunnar er að þetta reddist. Að nokkrum mánuðum liðnum er vandinn strax orðinn ljós og fjöl- skyldan á leið í gjaldþrot verði ekkert að gert. En viti menn, fjölskyldan vinnur í Víkingalottóinu og getur greitt lánið upp á einu bretti eins og ekkert sé. Hver er lexí- an hér? Jú, þó að tíminn leiði í ljós fram- vindu sem annar taldi líklegri en hinn þá er ekki þar með sagt að skoðun hins fyrri hafi verið skynsamlegri. Viðhorfið að þetta reddist var ekki skynsamlegt jafnvel þótt það hafi reddast að lokum. ÞAÐ ER því ekki alltaf sanngjarnt né sér- lega gagnlegt að skipta spádómum í þá sem rættust og þá sem féllu. Hvað þá að skipta skoðunum í réttar og rangar jafnvel þótt tíminn leiði í ljós framvindu sem annar taldi líklegri en hinn. Það sem skiptir öllu meira máli er að skipta spádómum í rök- rétta og órökrétta og skoðunum í skynsam- legar og óskynsamlegar. Það er rökstuðn- ingurinn sem skiptir máli. Þótt hlutirnir fari ekki eins og þú taldir líklegast, þá er ekki þar með sagt að þú hafir haft rangt fyrir þér. Kalkúnar og fávísar fjölskyldar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.