Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 42
16. september 2011 FÖSTUDAGUR30
KR-völlur, áhorf.: 1323
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 16–13 (4–6)
Varin skot Hannes Þór 5 – Óskar 3
Horn 10–6
Aukaspyrnur fengnar 10–13
Rangstöður 1–2
GRINDAV. 4–3–3
Óskar Pétursson 8
Alexander Magnúss. 7
Jamie McCunnie 7
Ólafur Örn Bjarnas. 7
Jósef Kristinn Jósefs. 4
Matthías Örn Friðr. 5
Orri Freyr Hjaltalín 5
(64., Ray Anthony 5)
Jóhann Helgason 6
Scott Ramsay 5
(89., Hákon Ívar Ólaf. -)
Óli Baldur Bjarnason 7
Magnús Björgvinsson 7
*Maður leiksins
KR 4–3–3
*Hannes Þór Halld. 8
Dofri Snorrason 5
Aron Bjarki Jósepss. 7
Grétar Sigfinnur Sig. 7
Gunnar Þór Gunn. 4
(46., Magnús Már 7)
Bjarni Guðjónsson 5
Baldur Sigurðsson 6
Viktor Bjarki Arnarss. 5
(67., Egill Jónsson 5)
Kjartan Henry Finnb. 7
Björn Jónsson 6
Guðjón Baldvinsson 6
1-0 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (49.)
1-1 Óli Baldur Bjarnason (79.)
1-1
Magnús Þórisson (4)
Nettóvöllurinn, áhorf.: 623
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12-5 (8–2)
Varin skot Ómar 1 – Sigmar 7
Horn 8–4
Aukaspyrnur fengnar 17–8
Rangstöður 3–3
BREIÐAB. 4–3–3
*Sigmar Ingi Sig. 8
Guðm. Kristjánsson 5
Kári Ársælsson 6
Þórður Steinar Hreið. 7
Kristinn Jónsson 7
Finnur Orri Marg. 6
Rafn Andri Haraldss. 5
Andri Rafn Yeoman 4
(69., Jökull Elísarb. -)
Tómas Óli Garðars. 6
(83., Olgeir Sigurg. -)
Kristinn Steindórss. 4
Árni Vilhjálmsson 5
(90., Arnar Már Bjö.
*Maður leiksins
KEFLAVÍK 4–4–2
Ómar Jóhannsson 7
Guðjón Árni Anton. 4
Adam Larsson 6
Einar Orri Einarsson 7
Brynjar Guðmundss. 6
Hilmar Geir Eiðsson 5
Frans Elvarsson 6
Andri Steinn Birgiss. 7
Jóhann Birnir Guðm. 6
(87., Grétar Hjartars. -)
Guðm. Steinarsson 6
(87., Magnús Þorst. -)
Ísak Örn Þórðarson 3
(69., Arnór Ingvi Tr. 5)
0-1 Tómas Óli Garðarsson (19.)
1-1 Jóhann Birnir Guðmundsson (43.)
1-1
Gunnar Jarl Jónsson (7) Þórsvöllur, áhorf.: 690
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–7 (3–2)
Varin skot Srjdan 2 - Fjalar 1
Horn 5–7
Aukaspyrnur fengnar 11–13
Rangstöður 2–3
FYLKIR 4–3–3
Fjalar Þorgeirsson 4
Trausti Björn Ríkh. 5
Valur Fannar Gíslas. 4
Þórir Hannesson 4
(61., Davíð Þór Ásbj. 4)
Tómas Þorsteinsson 5
Ásgeir Börkur Ásg. 4
Baldur Bett 3
(61., Elís Rafn Björn. 4)
Hjörtur Hermannss. 3
Albert Brynjar Ingas. 6
Rúrik Andri Þorf. 3
(46., Styrmir Erlend. 4)
Ásgeir Örn Arnþórss. 4
*Maður leiksins
ÞÓR 4–3–3
Srdjan Rajkovic 7
Gísli Páll Helgason 6
Þorsteinn Ingason 6
Janez Vrenko 7
Aleksandar Linta 6
Clark Keltie 5
Gunnar Már Guðm. 7
(90., Baldvin Ólafss. -)
Ármann Pétur Æv. 6
David Disztl 6
(61., Sigurður Marinó 5)
Sveinn Elías Jónsson 6
*Jóhann Helgi Han. 7
(90., Ragnar Haukss. -)
1-0 David Disztl (22.)
2-0 Sveinn Elías Jónsson (60.)
2-0
Garðar Örn Hinriksson (7)
FÓTBOLTI K R- i nga r komu
ákveðnir til leiks í gær og
pressuðu Grindvíkinga hátt á
vellinum. Margir brostu þegar
stuðningsmenn Grindavíkur sungu
„markið liggur í loftinu“ þegar
þeirra menn fengu hornspyrnu
eftir um 10 mínútna leik, nánast
í fyrsta sinn sem þeir gulklæddu
náðu að færa meirihluta leikmanna
sinna yfir á vallarhelming KR.
„Við vorum að spila á móti
toppliðinu og von á því að það yrði
ákveðin pressa á okkur. Að þetta
yrði svolítið erfitt. Mér fannst
menn gera þetta ágætlega. Í fyrri
hálfleik varði Óskar nokkrum
sinnum en við fengum okkar
tækifæri á móti,“ sagði Ólafur
Örn Bjarnason, spilandi þjálfari
Grindavíkur, um markalausan
fyrri hálfleikinn.
KR-ingar komust yfir snemma
í síðari hálfleiknum eftir vel
útfærða hornspyrnu. Henni
lauk með fyrirgjöf Bjarna
Guðjónssonar á koll inn á
fyrirliðanum Grétari Sigfinni
Sigurðarsyni, sem skoraði. Í
kjölfarið datt leikurinn aðeins
niður en KR-ingar voru líklegri
til þess að bæta við marki en
Grindvíkingar að jafna.
Gestirnir sóttu þó í sig veðrið
eftir því sem á leið og uppskáru
mark af glæsilegri gerðinni.
Þá sendi Alexander Magnússon
boltann fyrir markið frá hægri
á Óla Baldur Bjarnason sem
sendi hann með hjólhestaspyrnu
í markið.
„Þetta eru bara svona móment
sem koma örsjaldan, nánast aldrei.
Ég sneri baki í markið. Það kom
hár bolti á mig og það var ekki
mikið annað sem ég gat gert,“
sagði Óli Baldur um markið,
sem hann sagði sitt fallegasta á
ferlinum.
Bæði lið hefðu getað tryggt sér
sigur á galopnum lokamínútum en
allt kom fyrir ekki.
„Ég er ekki ánægður að ná ekki
nema einu stigi hér á heimavelli.
Miðað við gang leiksins hefði ég
talið að við ættum að sigra en
Grindvíkingar veittu okkur samt
sem áður harða keppni,“ sagði
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
KR lyfti sér á toppinn með jafn-
teflinu, þar sem Eyjamenn lágu í
Garðabænum. Grindvíkingar eru
taplausir í sjö leikjum, sem er jöfn-
un á félagsmeti í efstu deild, og
styrktu stöðu sína í fallbaráttunni.
kolbeinntd@365.is
Draumamark Óla Baldurs tryggði stig
Grindvíkingar náðu í óvænt stig þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn KR í Vesturbænum í gær en stigið dugði
engu að síður Vesturbæingum til að endurheimta toppsæti Pepsi-deildarinnar af Eyjamönnum.
MARK GRÉTARS DUGÐI EKKI KR-ingar fagna hér marki Grétars Sigfinns Sigurðarsonar
sem dugði ekki til sigurs en kom Vesturbæingum aftur í toppsætið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Keflavík, Breiðablik og
Þór eru öll jöfn að stigum í 7. til
9. sæti Pepsi-deildarinnar eftir
úrslitin í 19. umferðinni í gær,
þar sem öll þessi lið náðu í stig
og komu sér í aðeins betri stöðu
í fallbaráttunni. Þór vann lang-
þráðan sigur en Keflavík og
Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli
suður með sjó.
Þórsarar áttu 2-0 sigur gegn
Fylki innilega verðskuldaðan
í gær. Mörk um miðbik beggja
hálfleikja dugðu Akureyringum,
sem eru nánast búnir að bjarga
sér frá falli fyrir vikið.
Þórsarar voru betri aðilinn
lengst af en Fylkismönnum gekk
illa að skapa sér færi. Þeir fengu
tvö dauðafæri en meistaraleg
markvarsla Srjdan Rajkovic
kom í veg fyrir að þeir minnkuðu
muninn undir lokin.
„Við lögðum mikið í þennan leik
og uppskárum eftir því. Okkur
var sama hvernig stigin kæmu
ef það gengi eftir, eins og sást
kannski á gæðum fótboltans,“
sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari
Þórs.
Keflavík og Breiðablik stigu
hænuskref í átt að því að tryggja
sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta
tímabili þegar liðin skildu jöfn,
1-1, í Keflavík.
Bæði lið hefðu farið langt með
að tryggja sæti sitt í deildinni að
ári með sigri en sættust á skiptan
hlut í leik þar sem bæði lið fengu
færi til tryggja sér sigur.
„Ég hugsa að þetta verði dýr-
mætt stig þegar upp verður stað-
ið,“ sagði Willum þjálfari Kefla-
víkur að leiknum loknum.
- hþh, gmi
Keflavík, Breiðablik og Þór jöfn að stigum í 7. til 9. sæti:
Langþráður sigur
Þórsara í hús í gær
SVEINN ELÍAS JÓNSSON Innsiglaði sigur
Þórs á móti Fylki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Lengjubikar kvenna í körfu
Hamar-Stjarnan 103-67
Njarðvík-Valur 65-64
KR-Fjölnir 80-38
Fyrstu leikirnir í Lengjubikar kvenna sem er
spilaður í tveimur riðlum.