Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Heilsudagar karla verða haldnir í Vatna- skógi um helgina en þeir eru ætlaðir körlum á aldrinum 17 til 99 ára. Tilgangurinn er að styrkja líkama, sál og anda. Meðal dagskrár- liða eru golfmót, innibolti, Müllersæfingar og vinna í þágu Vatnaskógar. Sjá nánar á www. kfum.is. M jólkurfræðingurinn Þórarinn Þórhalls- son hefur verið ötull í vöruþróun undan- farin ár. Hann stofnaði Osta- húsið í Hafnarfirði fyrir nítján árum, en það er þekkt fyrir ýmsar nýjungar á markaði, eins og ostarúllur og ýmsa eftirrétti. Nýjustu afurðir Ostahússins eru smurostar með fersku íslensku grænmeti. „Hugmyndin kvikn- aði fljótlega eftir að við sam- einuðumst Í einum grænum, dótturfélagi Sölufélags garð- yrkjumanna, fyrir nokkrum árum, en fljótlega eftir það sett- um við fyllta sveppi með rjóma- osti á markað. Okkur langaði að blanda ostinum og grænmetinu frekar saman og úr varð að við réðumst í gerð smurostanna,“ segir Þórarinn. Hann segir að vitanlega séu til smurostar með papriku og sveppum á markaði en að þeir séu oftast unnir úr þurrkuðu grænmeti og jafnvel grænmeti í duftformi. „Í íslensku smurost- unum er grænmetið ferskt. Það hefur ekki verið reynt áður og er ekki vitað um sams konar vöru á markaði í Evrópu.“ Þórarinn segir bragðgæðin ótvíræð en hlutfall grænmetisins er um tuttugu prósent í ost- inum. Þórarinn vill þó ekki eigna sér allan heiðurinn og segir mjólkurfræðinginn Jakob Bjarnason einnig hafa lagt mikið af mörkum. Hann segir að smurostarnir séu tilvaldir í alls kyns matar- gerð og séu einnig góðir ofan á kex og brauð. Grænmetisbragðið skilar sér FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fiskur 6–800 g af íslensku spergilkáli 4 stk. íslenskar gulrætur 1 dós 180g af sveppasmurosti frá Ostahúsinu 600 g af fiski að eigin vali ólífuolía salt og pipar Hellið ólífu- olíunni á pönnu, dreifið skornu græn- metinu jafnt yfir. Dreifið smurostinum í litlum bitum yfir grænmetið. Setjið lokið yfir og eldið um stund við lágan hita þar til grænmetið er orðið meyrt. Raðið fiskbitunum ofan á grænmetið og kryddið. Setjið lokið á og eldið áfram við lágan hita í um það bil tíu mínútur. Kjúklingur 4 kjúklingabringur 1 rauð íslensk paprika 1 græn íslensk paprika 1 gul íslensk paprika 4 íslenskar gulrætur 1 dós 180g papriku- smurostur frá Ostahúsinu matreiðslurjómi ólífuolía kjúklingakrydd eftir smekk Hellið ólífuolíu í botninn á eldföstu móti. Skerið kjúklingabringurnar niður og raðið í mótið og kryddið. Skerið grænmetið niður og dreifið yfir kjúklinginn. Setjið paprikuostinn í pott með matreiðslurjóma og bræðið við lágan hita. Hellið yfir grænmetið og kjúklinginn. Bakið í ofni við 180°C í um það bil 30 mínútur. FISKUR MEÐ SVEPPASMUROSTI og kjúklingur með paprikusmurosti HVOR RÉTTUR FYRIR FJÓRA Smurostur með fersku íslensku grænmeti er nýjasta afurð Þórarins Þórhallssonar hjá Ostahúsinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.