Fréttablaðið - 23.09.2011, Page 4
23. september 2011 FÖSTUDAGUR4
SAMGÖNGUR Ríkisstjórnin hefur
skuldbundið sig til að setja einn
milljarð króna árlega í almenn-
ingssamgöngur á höfuðborgar-
svæðinu. Litið er á verkefnið sem
kjarabót, þar sem samgöngur eru
nú næststærsti útgjaldaliður heim-
ila, næst á eftir húsnæði og hærri
en matarinnkaup.
Ráðherrar innanríkis- og fjár-
mála undirrituðu viljayfirlýsingu
þess efnis í gær, ásamt fulltrú-
um Vegagerðarinnar og Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu. Við taka samningar um málið
á grundvelli samkomulagsins.
Yfirlýsingin hefur fengið grænt
ljós hjá öllum borgar- og bæjar-
ráðum sveitarfélaganna. Þau hafa
jafnframt skuldbundið sig til að
skerða ekki framlag sitt til Strætó
bs. á tímabilinu, en það nemur í ár
rúmum 2,5 milljörðum.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra segir samkomulagið
marka tímamót og þarna birtist
ásetningur ríkisstjórnarinnar um
að horfast í augu við kall tímans og
efla almenningssamgöngur.
„Nú er komið að hinum, sem hafa
gagnrýnt það á undanförnum árum
að það hafi ekki verið gert nóg í
þágu almenningssamgangna. Það
er margt sem styrkir okkur í þess-
ari afstöðu. Þetta er jafnréttismál,
því fólk mun þurfa að reiða sig á
almenningssamgöngur í auknum
mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar
eru dýrir og samgöngur eru nú í
öðru sæti í útgjöldum heimila.“
Dagur B. Eggertsson, formað-
ur borgarráðs, tekur undir að um
mikil tímamót sé að ræða. „Þarna
er um verulegar fjárhæðir að
ræða sem skipta miklu máli við að
bæta þjónustu við farþega,“ segir
Dagur. Hann segir fjármagnið
fyrst og fremst munu nýtast við
að þétta netið á stofnæðum. Mark-
miðið sé að farþegar þurfi ekki
að kunna tímatöfluna heldur geti
treyst á örugga, góða og hraða
þjónustu.
Dagur vonast til þess að viðræð-
ur um framkvæmdir á grundvelli
viljayfirlýsingarinnar fari af stað
sem fyrst, helst strax.
Ásgerður Halldórsdóttir, for-
maður Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu og bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, segir
mikil tækifæri fólgin í yfirlýsing-
unni. „Við hlökkum til að vinna að
þessu verkefni með Vegagerðinni.
Nú eigum við eftir að leggjast yfir
forgangsröðun verkefna.“
Verkefnið lýtur ekki einungis
að eflingu strætisvagnakerfisins,
aðrir valkostir verða einnig efldir
svo sem hjólreiðar.
kolbeinn@frettabladid.is
Tíu milljarðar settir í
almenningssamgöngur
Ríkisstjórnin setur milljarð á ári næstu tíu árin í almenningssamgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu. Sveitarfélögin á svæðinu hafa skuldbundið sig til að skerða ekki
framlög sín til strætó. Samgöngur næststærsti útgjaldaliður heimila.
STRÆTÓ Fjármagn frá ríkisstjórninni mun nýtast við að þétta stofnæðar Strætó,
segir formaður borgarráðs. Meðal annars verði skoðað að koma á fót fleiri forgangs-
akreinum fyrir strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Ritstjórar og fréttastjóri
DV voru í gær sýknaðir í meið-
yrðamáli sem fjárfestirinn Heiðar
Már Guðjónsson höfðaði á hendur
þeim. Í umfjöllun DV var Heiðar
Már sagður hafa skipulagt árás á
íslensku krónuna árið 2007 ásamt
alþjóðlegum vogunarsjóðum. Hann
taldi umfjöllunina, og leiðara ann-
ars ritstjóra DV, hafa skaðað sig
persónulega og valdið sér tjóni í
viðskiptum.
Dómurinn telur að þótt blaða-
maður hafi hugsanlega lagt rangt
mat á heimildir hafi það ekki verið
gert í vondri trú, og enn fremur að
ósmekklegt orðalag í leiðara blaðs-
ins teljist ekki refsivert. Þeir eru
því sýknaðir og fjögurra milljóna
bótakröfu Heiðars hafnað.
Heiðar sendi frá sér yfirlýsingu
í gær þar sem hann segir niður-
stöðuna rýra kröfur um ábyrga
fjölmiðlaumfjöllun og draga úr
æruvernd borgaranna. Hann geti
ekki unað dómnum og muni áfrýja
honum til Hæstaréttar. - sh
Fær ekki fjórar milljónir:
DV sýknað
í máli Heiðars
BELGÍA, AP Innanríkisráðherrar
ESB náðu ekki samkomulagi á
fundi sínum í gær um að taka
Rúmeníu og Búlgaríu inn á landa-
mæralausa Schengen-svæðið.
Ráðherrar Hollands og Finn-
lands segja að bæði lönd þurfi að
gera meira til að uppræta spillingu
og skipulagða glæpastarfsemi. - gb
Landamæraleysi takmarkað:
Rúmeníu og
Búlgaríu neitað
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur yfir manni sem sakfelldur
var fyrir að ráðast á annan mann
með slökkvitæki. Héraðsdómur
hafði áður dæmt manninn í átta
mánaða fangelsi, þar af fimm
mánuði á skilorði.
Maðurinn var dæmdur fyrir
að berja annan mann þrisvar
sinnum í andlitið með slökkvi-
tæki. Hann og fleiri töldu sig eiga
sökótt við fórnarlambið vegna
innheimtutilrauna, húsbrots og
hótana. Mennirnir fóru því á fund
hans vopnaðir þungri sleggju,
golfkylfu og slökkvitæki, sem
ofbeldismaðurinn beitti við árás-
ina. Hæstiréttur dæmdi hann til
að greiða fórnarlambinu 250 þús-
und krónur í miskabætur. - jss
Hæstiréttur staðfestir dóm:
Sló mann með
slökkvitæki
HEILBRIGÐISMÁL Geir Gunnlaugs-
son landlæknir segir mál Árna
Richardssonar verkfræðings,
sem í aðsendri grein í Frétta-
blaðinu sagði
landlæknis-
embættið halda
hlífiskildi yfir
læknum sem
gera mistök,
enn til skoðun-
ar hjá embætt-
inu.
„Auðvitað
tökum við allar
ábendingar
alvarlega. Við reynum að taka á
málum með hlutleysi og skoðum
þau ítarlega. Þetta einstaka mál
er enn til skoðunar hjá embætt-
inu. Mál eru oft flókin. Við getum
hins vegar ekki tjáð okkur um
einstök efnisatriði í þessu máli að
svo stöddu,“ segir Geir. - ibs
Landlæknir svarar gagnrýni:
Máli sjúklings-
ins ekki lokið
GEIR
GUNNLAUGSSON
Nú er komið að
hinum, sem hafa
gagnrýnt það á undanförnum
árum að það hafi ekki verið
gert nóg í þágu almennings-
samgangna.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
INNANRÍKISRÁÐHERRA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
21°
15°
15°
19°
20°
15°
15°
26°
19°
28°
23°
31°
15°
21°
22°
14°
Á MORGUN
8-15 m/s.
SUNNUDAGUR
Sunnan 5-10 m/s.
6
7
7
7
8
8
4
10
10
10
10
4
4
3
3
5
2
7
7
13
5
3
8
11
7
13
10
9
10
10
8
12
BLAUT HELGI
Heilt á litið verður
lítið spennandi
veður um helgina.
Það má búast við
dágóðri vætu og
vindi um tíma í
fl estum lands-
hlutum. Hins vegur
verður þokkalegra
á sunnudag en þá
lítur úr fyrir fremur
hæga sunnanátt og
skúrir.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
Í frétt blaðsins í gær um Þorláksbúð
við Skálholtskirkju var farið rangt
með nöfn Áslaugar G. Harðardóttur
og Sigurbjörns Einarssonar biskups.
Beðist er afsökunar á þessum leiðu
mistökum.
LEIÐRÉTTING
Frá aðeins kr. 167.900
- með öllu inniföldu -
Frábært tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta ferð til Marmaris í
Tyrklandi þann 9. október. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Hotel Elegance ***** með öllu
inniföldu á ótrúlegum kjörum. Einnig önnur mjög góð gisting á sérstökum sérkjörum.
Tyrkland
9. október í 10 nætur
Elegance 5 stjörnu hótel
Kr. 167.900 – 10 nætur með öllu inniföldu
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2 – 11 ára, í herbergi á Hotel Elegance *****
í 10 nætur með öllu inniföldu. Verð í tvíbýli kr. 179.700 á mann.
GENGIÐ 22.09.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
214,8818
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,38 118,94
182,49 183,37
159,06 159,96
21,362 21,486
20,367 20,487
17,183 17,283
1,5503 1,5593
184,35 185,45
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
BÆKUR Íslensk listasaga er loks
aðgengileg með útgáfu fimm binda
yfirlitsverks sem meðal annars
mun auðvelda kennslu í skólum á
viðfangsefninu. Þetta kom fram í
máli útgefanda verksins, Jóhanns
Páls Valdimarssonar, og ritstjóra
þess, Ólafs Kvaran, á blaðamanna-
fundi í gær. Þeir vonast til þess
að í kjölfar útgáfunnar verði til
kennsluefni um íslenska listasögu
og yfirlitsrit fyrir erlendan mark-
að. Sagt er frá um 400 listamönnum
í máli og yfir 1.000 myndum í verk-
inu, sem hefur verið í smíðum frá
árinu 2007. Fjórtán höfundar skrif-
uðu ritið. Markmiðið var að gefa
út aðgengilegt verk en slá ekki af
fræðilegum kröfum. Ólafur Kvaran
sagði að fimmta bindið, sem grein-
ir frá tímabilinu 1980 til 2000, hefði
ákveðna sérstöðu. Viðfangsefnið
væri það nálægt í tíma að söguleg
fjarlægð hefði ekki myndast á verk
listamannanna, hægast væri að líta
á það sem dæmi um viðhorf í list-
inni frekar en heildarmynd af tíma-
bilinu.
Verkið er prentað í 3.000 eintök-
um og mun kosta um 50.000 krónur.
Það er gefið út í samstarfi Forlags-
ins og Listasafns Íslands. - sbt
Fimm binda yfirlitsverk um íslenska listasögu er loksins komið út eftir fjögurra ára vinnu:
Vonast eftir aukinni umfjöllun um íslenska list
STOLTIR Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, Jóhann Páll
Valdimarsson, útgefandi Forlagsins, og Ólafur Kvaran, ritstjóri Íslenskrar listasögu,
kynntu verkið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM