Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 6
23. september 2011 FÖSTUDAGUR6 Ársæll Valfells, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ: Kostir og gallar einhliða upptöku gjaldmiðils: USD, EUR, CAD, NOK? Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fjallar um íslensku krónuna, kosti hennar og galla sem gjaldmiðils og þá umgjörð sem sjálfstæð mynt þarfnast til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar. ? Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fjallar um evruna og kosti hennar fyrir Ísland samhliða aðild landsins að ESB. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi flytur ávarp. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Vörður – fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar Turninn, Kópavogi, 20. hæð, laugardaginn 24. september kl. 10. Opinn fundur – tökum öll þátt í umræðunni! Fundarstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. Gjaldmiðlakostir Íslands DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært ábúanda á Stórhóli í Djúpavogshreppi fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald með því að vanrækja að tryggja góðan aðbúnað, með- ferð og fóðrun sauðfjár á ofan- greindum bæ. Ábúandanum er gefið að sök að hafa í mars 2011 haldið of margt fé í fjárhúsunum á bænum, eða 764 ær, þar sem aðeins var húsa- kostur fyrir 684 ær. Jafnframt að hafa vanrækt að halda fjárhúsun- um þurrum þannig að for var á gólfi í hluta þeirra. Enn fremur að hafa vanrækt að rýja nokkrar ær og láta bólusetja allt að 135 ásetningslömb gegn garnaveiki. Meirihluti fjárins hafi verið van- fóðraður og ekki hafi verið leitað læknisaðstoðar fyrir veika og slasaða gripi á bænum né þeir aflífaðir. Enn fremur er ákært fyrir vanrækslu þar sem 237 gemling- um hafi ekki verið tryggt húsa- skjól í apríl árið áður, heldur þeir geymdir í skjóllausum girðingum. Þá eru ábúandinn og ábúandi á Hraunkoti ákærðir fyrir van- rækslu á 70 kindum sem fluttar voru á ofangreindan bæ, án þess að veita þeim húsaskjól og full- nægjandi fóður. Aflífa varð sex ær vegna ástands þeirra. Refsingar er krafist auk banns við búfjárhaldi. - jss Fjárbóndi ákærður fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald: Ákært fyrir vanrækslu sauðfjár VANFÓÐRUN Meirihluti fjárins var vanfóðraður að því er segir í ákæru. EFNAHAGSMÁL Engin formleg ákvörðun hefur verið tekin um að Icesave-málið fari fyrir EFTA-dóm- stólinn, að sögn Oda Helen Sletnes, forseta ESA. Beðið er svara frá íslenskum stjórnvöldum. „Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki ákveðið hvort Icesave-málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíður nú eftir svari íslenskra stjórn- valda við rökstuddu áliti stofnunar- innar frá 10. júní 2011. Svarinu ber að skila fyrir lok þessa mánaðar og mun ESA skoða það gaumgæfilega áður en ákvörðun um næstu skref í málinu verður tekin,“ segir Sletnes. Fréttablaðið greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum þess fari málið fyrir EFTA-dómstólinn. Sömu heimildir herma að þótt ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið muni ekkert nema upp- greiðsla Íslands vegna Icesave stöðva dómsmál. ESA hefur sent frá sér rökstutt álit um að Íslend- ingum beri að greiða lágmarks- tryggingu samkvæmt evrópska inn- stæðutryggingakerfinu. Sú upphæð nemur 20 þúsundum króna á hvern reikning, eða 675 milljörðum alls. Íslendingar hafa frest til mánaða- móta til að skila svörum. - kóp Ekkert nema uppgreiðsla stöðvar dómsmál hjá EFTA-dómstólnum: Engin ákvörðun verið tekin hjá ESA GRIKKLAND Almenningssamgöngur lögðust að mestu niður vegna verk- falls í Grikklandi í gær. Almenn- ingur sættir sig engan veginn við þann viðbótarniðurskurð og skatta- hækkanir, sem stjórnin kynnti á miðvikudag. Kennsla féll einnig niður í skólum landsins vegna verkfalls kennara, en auk þeirra lögðu flugumferðarstjórar, leigubifreiða- stjórar og starfsfólk almennings- samgangna niður vinnu. Ríkisstjórnin sá sér ekki annað fært en leggja enn meiri álögur og niðurskurð á almenning til að fullnægja þeim skilyrðum, sem Evrópu sambandið og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn setja fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Skuldavandi Grikkja er í mið- punkti ólgunnar í evruríkjunum, þar sem ótti við nýja kreppu hefur vaxið jafnt og þétt undanfarið. Verðfall varð á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins í gær, rétt eins og undanfarna daga, að því er virðist einkum út af óviss- unni um framtíð evrunnar og evr- ópskra banka. Bæði Christine Lagarde, yfir- maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Robert Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans, sögðu í gær að efnahagsástandið væri komið á hættustig. Jürgen Stark, sem nýverið sagði upp starfi sínu sem aðalhagfræð- ingur seðlabanka Evrópusam- bandsins, tekur í sama streng og segir nú nauðsynlegt að ríki Evr- ópusambandsins komi sér saman um strangari reglur og strangara eftirlit með fjármálum einstakra ríkja til að koma í veg fyrir að þessi saga endurtaki sig. Í grein sem hann skrifar ásamt þremur öðrum hagfræðingum útfærir hann nánari tillögur um þessar sameiginlegu reglur, sem hann segir nauðsynlegar. Meðal annars eigi að setja reglur um að samþykki allra ríkja evru- svæðisins þurfi til ef einstök ríki ætla að setja sér fjárlög, sem gera ráð fyrir fjárlagahalla umfram þriggja prósenta lágmarkið, sem bundið er í lög ESB. Þá sé nauðsyn- legt að ríkjum verði sjálfkrafa gert að greiða sektir ef fjárlagahalli fer yfir lágmarkið, en líta megi á þær sektir sem greiðslu inn á trygg- ingasjóð sem verði notaður ef við- varandi halli leiðir til alvarlegra fjárhagsvandræða viðkomandi ríkja. gudsteinn@frettabladid.is Grikkir mótmæla nýjum niðurskurði Vaxandi ótti er um framtíð evrunnar þrátt fyrir aðgerðir grísku stjórnarinnar. Fráfarandi aðalhagfræðingur seðlabanka ESB segir strangari sameiginlegar reglur um ríkisfjármál nauðsynlegar til að hemja skuldasöfnun evruríkja. LESIÐ UM NIÐURSKURÐ Grikkir sætta sig engan veginn við niðurskurð og skattahækkanir, sem stjórnvöld segjast þó nauðbeygð til að ráðast í svo greiða megi niður skuldasúpu ríkisins. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSTÓLLINN Ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um að Icesave fari fyrir EFTA- dómstólinn. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðeins uppgreiðsla komi í veg fyrir það. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karl- mann fyrir að ráðast með hót- unum um ofbeldi og líflát að konu sem var við vinnu sína sem stöðumælavörður í Reykja- vík. Maðurinn reif og sló ítrekað í talstöð stöðumælavarðarins sem var að skrifa sektarmiða á bíl hans. Þá beitti hann hótun- um, svo sem eftirfarandi: „… ég elska að lemja fólk, ég elska það ha og þú ert ekkert að fara að sekta mig hérna …“ Jafnframt er maðurinn ákærður fyrir ærumeiðandi móðganir gagnvart opinberum starfsmanni, því hann lét klúr- yrði og meiðandi ummæli rigna yfir stöðumælavörðinn. - jss Réðst gegn stöðumælaverði: Reif og sló í tal- stöð varðarins KÖNNUN Ríflega helmingur lands- manna er andvígur því að nýtt hátæknisjúkrahús verði staðsett við Hringbraut, eins og stjórnvöld áforma. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar MMR. Af þeim sem afstöðu taka segjast 51,9 prósent andvíg því að byggja sjúkrahúsið við Hring- braut, en 48,1 prósent er því hlynnt. Athygli vekur að þeir sem segj- ast mjög andvígir staðsetningunni eru ríflega tvöfalt fleiri en þeir sem eru mjög hlynntir henni. Um 32,8 prósent segjast mjög andvíg en 15,6 prósent mjög hlynnt. Lítill munur er á afstöðu eftir kyni og búsetu, en yngra fólk vill frekar byggja spítalann við Hring- braut en þeir sem eldri eru. - bj Umdeild staðsetning spítala: Minnihlutinn vill Hringbraut Á að banna hrefnuveiðar á Faxaflóa? Já 27,8% Nei 72,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er réttlætanlegt að gefa konum afslátt í búðum til að minna á launamun milli kynjanna? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.