Fréttablaðið - 23.09.2011, Page 10
23. september 2011 FÖSTUDAGUR10
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar
í síma 585 8300 eða 585 8330.
Við bjóðum upp á klæðskerasniðnar
lausnir í vörudreifingu fyrirtækja.
Hagstæð, örugg og gæðavottuð þjónusta.
Sérhæfð
vörudreifing
Póstdreifing - Suðurhraun 1
210 Garðabær - Sími 585 8300
www.postdreifing.is
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höf-
uðborgarsvæðinu hefur ákært níu
kannabisræktendur. Ákærurnar,
sjö talsins, voru allar þingfestar
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
í vikunni. Sama dag voru fimm
sakborninganna dæmdir. Þeir
hlutu allt frá skilorðsbundinni
refsingu upp í fjögurra mánaða
óskilorðsbundið fangelsi. Hinir
fjórir bíða dóms.
Ræktendurnir níu eru allir
karlmenn, á aldrinum frá rúm-
lega tvítugu til tæplega fimmtugs.
Stórtækustu ræktendurnir,
þrír menn sem ákærðir voru í
einu lagi, voru með 137 kanna-
bisplöntur í húsnæði við Stiga-
hlíð í Reykjavík. Að auki var
einn þeirra tekinn með átján
kannabisplöntur á heimili sínu
á Kleppsvegi. Samtals rækt-
uðu níumenningarnir nær 400
plöntur.
Að auki fundust hjá flestum
þeirra kannabislauf, maríjúana
og hass. Einn þeirra var með loft-
byssu sem hann hafði ekki leyfi
fyrir.
Þeir hinna fimm sem dæmd-
ir hafa verið og hlutu óskilorð-
sbundinn fangelsisdóm höfðu
allir brotið af sér áður og verið
dæmdir fyrir þau brot. - jss
Ræktuðu samtals nær 400 kannabisplöntur og voru með fíkniefni:
Níu kannabisræktendur ákærðir
KANNABISPLÖNTUR Flestar voru plönt-
urnar 155 í einu máli.
DÓMSMÁL Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum telur að útflutn-
ingsálag á óunninn afla sé ólögmæt
skattheimta sem byggist á hæpn-
um forsendum og brjóti gegn EES-
samningnum og nokkrum ákvæð-
um stjórnarskrárinnar.
Vinnslustöðin hefur stefnt Jóni
Bjarnasyni, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, fyrir dóm vegna
málsins og krefst þess að ólögmæti
gjaldsins verði viðurkennt.
Jón kom álaginu á með reglu-
gerðarbreytingu í desember 2009.
Það nemur fimm prósentum á allan
botnfiskafla sem fluttur er óunn-
inn á erlendan markað án þess að
hafa verið endanlega vigtaður hér
á landi.
Markmiðið var að knýja á um
fullvinnslu hérlendis og vísað til
þess að samkvæmt skýrslu sem
Matís vann megi reikna með að
fiskur rýrni um nokkur prósent frá
því að hann er veiddur og þangað
til hann kemur til vinnslu erlend-
is. Þar vegi hann því minna en ef
honum væri landað hér og með
gjaldinu eigi að jafna stöðu þeirra
sem landa hér og erlendis.
Í stefnunni, sem birt er Jóni
Bjarnasyni fyrir hönd íslenska
ríkisins, segir að álagið hafi í raun
skert aflaheimildir Vinnslustöðvar-
innar um 74 tonn frá því að það var
lagt á og þar með valdið tapi upp á
24 milljónir.
Karl Axelsson, lögmaður
Vinnslustöðvarinnar, tiltekur í
stefnunni ýmsar ástæður fyrir því
að gjaldið hljóti að teljast ólögmætt.
Í fyrsta lagi segir þar að gjaldið
teljist vera skattur í skilningi laga,
en að skatta megi ekki leggja á,
breyta eða taka af nema með lögum
sem kveði skýrt á um skattstofn,
gjaldstig og fjárhæð að öðru leyti.
Í þessu tilviki sé ráðherra með
lögum veitt heimild til að leggja á
álag að eigin vali, upp að tilteknu
marki, og það standist ekki stjórn-
arskrá.
Í öðru lagi segir í stefn-
unni að ákvörðunin um að
hafa álagið fimm prósent
styðjist ekki við málefna-
leg sjónarmið, „enda er hún
bæði byggð á skýrslu sem
miðast við rangar forsend-
ur og þá er hún jafn-
framt ekki
einu sinni
í sam-
ræmi
við nið-
urstöð-
ur skýrslunnar“. Er þar vísað til
skýrslu Matís um rýrnun fisks frá
veiði til vinnslu.
Þá er bent á að útflutnings álag
hafi verið í gildi fram til ársins
2007. Þá hafi það verið afnum-
ið eftir að samningur var gerður
við Evrópusambandið um bættan
markaðsaðgang fyrir sjávarafurð-
ir. „Þessi samningur er enn í gildi
og er alls óljóst hvers vegna sjáv-
arútvegsráðherra telur nú unnt að
leggja útflutningsálagið á þegar
áður var talið að afnema þyrfti það
vegna samningsins.“
Að síðustu segir að gjaldið brjóti
í bága við eignarréttarákvæði
stjórnarskrárinnar, jafnræðisreglu
hennar og meðalhófsreglu að
auki. Þá brjóti það gegn
bókun í EES-samningn-
um um viðskipti með
sjávarfang, sem kveður
á um að markaðsskipu-
lag í sjávarútvegi megi
ekki vera til þess fallið
að raska samkeppni. Álag-
ið geti hins vegar dregið úr
vilja útgerða til að flytja
fisk úr landi, sem raski
samkeppni á EES-
svæðinu.
stigur@frettabladid.is
Ráðherra stefnt vegna
gjalds á fiskútflutning
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu og
krefst þess að útflutningsálag á óunninn afla verði dæmt ólögmætt. Álagið feli
í sér ólöglega skattheimtu og sé brot á bæði stjórnarskrá og EES-samningnum.
VINNSLUSTÖÐIN Í EYJUM Forsvarsmenn fyrirtækisins telja sig hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni vegna hins ólögmæta álags.
JÓN BJARNASON
ÁNÆGÐIR Hilmir Ingi Jónsson frá
Remake Electric og Höskuldur H. Ólafs-
son, bankastjóri Arion banka, handsala
samninginn.
ORKUMÁL Orkunotkun í höfuðstöðv-
um Arion banka í Borgartúni verð-
ur hér eftir stjórnað af búnaði frá
íslensku nýsköpunarfyrirtæki,
ReMake Electric.
Búnaðurinn gerir mönnum kleift
að fylgjast náið með orkunotkun
og sendir sjálfvirkar tilkynningar
um breytingar og óeðlilega notkun
með smáskilaboðum og tölvupósti.
Orkustjórnunarkerfið heitir
eTactica og felst nýjungin í því að
rafskynjunarbúnaði er komið fyrir
í rafmagnstöflum í bankanum.
„Með því að velja kerfið frá
ReMake Electric fær bankinn verk-
færi til að halda úti ítarlegu eftirliti
með raforkunotkun,“ er haft eftir
Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra
Arion banka, í tilkynningu um
málið. Það skili bankanum auknum
áreiðanleika og sparnaðarleiðum.
ReMake Electric hefur verið
styrkt af Tækniþróunarsjóði og
Impru. - sh
Nýsköpun hjá banka:
Fylgist náið með
orkunotkuninni
NOREGUR Þingmaður norska Fram-
faraflokksins, Bård Hoksrud, hefur
viðurkennt að hafa keypt sér kyn-
lífsþjónustu hjá vændiskonu í Ríga,
höfuðborg Lettlands, í síðustu viku.
Slíkt er ólöglegt samkvæmt norsk-
um lögum og rannsakar lögreglan
nú málið.
Fréttastofa TV 2 fylgdist með
þingmanninum á ferð sinni í Ríga
og náði honum á myndbandsupptöku
þar sem hann
fer inn í vændis-
hús og kemur út
hálftíma síðar í
fylgd með konu.
Fréttamaður
stöðvarinnar
bankaði upp á í
vændishúsinu
daginn eftir með
falda myndavél.
Honum var veitt-
ur aðgangur og beðinn um að velja
sér þá konu sem honum leist best á,
en myndbandið sýnir glögglega að
minnsta kosti fjórar konur á nær-
fötunum. Fréttamaður valdi kon-
una sem fylgdi Hoksrud út í bílinn
kvöldið áður og sýndi henni mynd af
þingmanninum. Hún játaði að hafa
veitt honum þjónustu og segir þau
hafa haft samfarir. Hann hafi borg-
að meira en gengur og gerist.
TV 2 greinir frá því að Hoksrud
hafi nú hætt ábyrgðarstörfum innan
flokksins en ætlar að halda áfram á
þingi. Myndband TV 2 má nálgast á
fréttavef stöðvarinnar. - sv
Kynlífshneyksli í Noregi:
Þingmaður fór
til vændiskonu
BÅRD HOKSRUD
SJÁVARÚTVEGUR Samningavið-
ræður í makríldeilunni í Norður-
Atlantshafi hefjast á ný hinn 18.
október. Þar verður reynt að leiða
til lykta deilur um veiðar Íslend-
inga og Færeyinga úr makríl-
stofni sem ESB-ríki og Noregur
hafa veitt ein úr þar til nú síðustu
ár.
Óformlegum undirbúnings-
fundi lauk í London í gær, en
Tómas H. Heiðar, aðalsamninga-
maður Íslands, sagði í samtali við
Fréttablaðið að fundurinn hefði
verið gagnlegur. - þj
Deilur um fiskveiðar:
Gagnlegur fund-
ur um makríl
VIÐSKIPTI „Þetta eru stærstu skip-
in sem við getum látið smíða fyrir
okkur miðað við þær hafnir sem
við erum að fara inn á á suðurleið
okkar. Við erum ekki aðeins að bæta
um sautján prósentum við flutnings-
getuna heldur erum við einnig að
setja í skipin fleiri tengingar fyrir
frystigáma,“ segir Gylfi Sigfússon,
forstjóri Eimskips.
Fyrirtækið hefur samið um smíði
tveggja nýrra gámaskipa í Kína sem
afhent verða eftir um eitt og hálft
ár. Áætlaður kostnaður er 5,8 millj-
arðar króna. Í næstu viku verða tvö
ár liðin frá því fjárhagslegri endur-
skipulagningu Eimskips lauk.
Gylfi bendir á að erfitt sé að finna
leiguskip sem henti Eimskip og því
hafi verið í skoðun síðustu sex mán-
uði að smíða skip sérsniðin að þörf-
um félagsins í Norður-Atlantshafi.
Skipin tvö eru fyrstu gámaskip-
in sem Eimskip lætur smíða í að
verða fimmtán ár þegar Brúarfoss
eldri var smíðaður. Þar á undan var
Mánafoss smíðaður fyrir um fjöru-
tíu árum.
Nýju skipin munu fara suðurleið-
ina svokölluðu. Brúarfoss og Selfoss
fara þá leið í dag. Skipin eru hins
vegar tuttugu ára gömul og farið
að síga á seinni hlutann í líftíma
þeirra; kannski fimm til tíu ár eftir
hjá þeim í besta falli.
- jab
Eimskip semur um kaup á tveimur gámaskipum frá Kína fyrir 5,8 milljarða:
Tími kominn á skipaflotann
GAMLA SELFOSS Tvö ný gámaflutninga-
skip frá Kína munu taka við af Selfossi
og Brúarfossi, sem eru tuttugu ára
gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ENGA BISKUPA HÉR Mótmælendur
í Berlín lýstu í gær andúð sinni á
Benedikt Páli páfa XVI þegar hann
heimsótti Þýskaland. NORDICPHOTOS/AFP