Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 23. september 2011 17 Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslu- legum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Kannski er það ákveðið raunsæi að viðurkenna að heim- urinn sé eins og hann er og því ætti fólk að halda sig heima eftir myrkur, setja upp þjófa- varnarkerfi og fara ekki úr húsi nema með hjálm. En höfum eitt á hreinu: Ef einhver er kýldur þá er það vegna þess að einhver kýldi hann, ekki vegna þess að hann var einn á ferli síðla kvölds í hættulegu hverfi. Þegar kemur að umferðarmál- um er sú tilhneiging að kenna fórnarlambinu um rík. Heilu stofnanirnar, með Rannsóknar- nefnd umferðarslysa í farar- broddi, falla sí og æ í þá gryfju að kenna saklausu fólki um eigin ófarir og strá fræjum sektar- kenndar hjá þeirra nánustu. Hér fylgja nokkur dæmi. Dæmi 1 Eldri kona verður fyrir bíl þar sem hún gengur yfir gang- braut. Bílnum er ekið rétt undir hámarkshraða en aðstæður voru reyndar ekki eins og best verð- ur á kosið. Rannsóknarnefndin skrifar orsakir bæði á hegðun ökumanns og gangandi vegfar- anda. Í skýrslu hennar segir: „Gangandi vegfarandi gætti sennilega ekki að umferð áður en hann gekk út á gangbraut- ina.“ Þannig er því miður viðhorfið. Vel að merkja, hvorki lögin né þeir sem þeim framfylgja líta svo á að gangandi vegfarend- ur eigi sér miklar málsbætur þegar þeir verða fyrir bíl utan gangbrauta. En jafnvel á gang- brautum virðist staða gangandi vegfarenda veik. Það er litið svo á að þeir eigi að bíða þolinmóð- ir og sjá hvort bílarnir nenni að stoppa fyrir þeim. Annars sýna þeir ekki „nægilega mikla aðgæslu“. Dæmi 2 Bílstjóri undir áhrifum eitur- lyfja keyrir á barn og stingur af. Þetta eru þær ábendingar sem Rannsóknarnefnd umferðar- slysa taldi rétt að koma áleiðis í kjölfarið: „Rannsóknarnefnd umferðar- slysa beinir því til foreldra að börn á leikskólaaldri eiga ekki að vera ein á ferli, sérstaklega í myrkri við akbrautir. Á þessum aldri hafa börn fengið einhverja fræðslu um hættur í umferðinni, en skilningur þeirra er í mótun og hæfni til að fást við hættur og skynja hraða bifreiða er tak- mörkuð. Hvetur rannsóknar- nefnd umferðarslysa gangandi vegfarendur, börn, fullorðna og ekki síst aldrað fólk eindregið til að bera endurskinsmerki eða rendur á fatnaði sínum, sérstak- lega að vetri til.“ Þeir sem sinna umferðar- málum hérlendis telja því miður flestir að réttasta leiðin til að verja mjúka vegfarendur sé að klæða þá í alls kyns hlífðarbún- að og láta þá passa sig á bílun- um. Hvernig væri að hvetja þá sem aka bílum til að passa sig á gangandi fólki? Dæmi 3 Bíll á leið út úr bílastæða- geymslu keyrir á konu. Orsakagreining RNU: „Gang- andi vegfarandi sýndi aðgæslu- leysi með því að ganga fram fyrir bifreið sem beið eftir að aka út á götu. Ökumaður sýndi aðgæsluleysi þegar hann ók út úr bílastæðahúsinu án þess að taka nægilegt tillit til gangandi vegfaranda. Útsýni ökumanna sem aka út úr bílastæðahúsinu er verulega skert og aðvörunar- merkingar skortir fyrir bæði gangandi og akandi vegfarend- ur.“ Í kjölfarið þessarar grein- ingar leggur RNU til að sett verði upp grindverk á umrædd- um slysstað til að hindra leið gangandi vegfarenda. Þannig er alltaf áherslan. Endalaust af grindverkum úti um allt. Gatna- mót í miðri borg eru farin líkjast fangelsum. Passið ykkur á fólkinu Umferðaröryggisstefna er of bílmiðuð. Það þarf ekki aukna áherslu á bílinn og hvernig allir eigi að passa sig á honum. Þvert á móti legg ég til að allir öku- nemar taki einn ökutíma í að labba um hverfið sitt, einn tíma í að hjóla í sund og einn í að taka strætó með barnavagn í Skeif- una. Það er vont þegar menn sjá hlutina bara úr bílstjórasætinu. Þá finnst þeim allir aðrir vera að þvælast fyrir bílnum. Of oft virðist þetta vera helsta sjónar- horn þeirra sem tjá sig um umferðaröryggi. Skamm fórnarlömb Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Þegar kemur að umferðarmálum er sú tilhneiging að kenna fórnarlambinu um rík. Heilu stofnanirnar, með Rannsókn- arnefnd umferðarslysa í fararbroddi, falla sí og æ í þá gryfju að kenna saklausu fólki um eigin ófarir... Sendið okkur línu Fréttablaðið og Vísir hvetja les- endur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð, að hámarki um 4.500 tölvu- slög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunveru- legum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á net- fanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Frétta- blaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskil- inn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. AF NETINU Gríski vandinn Verkföll, órói og truflanir á grísku þjóðlífi og efnahagslífi vegna mótmæla gegn efnahagsráðstöf- unum mun líklega aðeins gera illt verra. Gríski vandinn hefur tvær hliðar: Annars vegar er komið að óhjákvæmilegum skuldadögum vegna lánafyllerís landsins í bland við víðtæka pólitíska spillingu sem sýkti frá sér niður í gegnum þjóðfélagið. Ef Grikkir líta í eigin barm sjá þeir að fjöldaþátttaka í svindli innan ríkis- og velferðarkerfisins var orðið þjóðarmein, sem gekk svo langt, að fólk tók til dæmis í stórum stíl út lífeyri fyrir dáið fólk. Ofan á þetta bættist svipuð fjöldaþátttaka í lánaspreng- ingunni og var hér á landi í aðdraganda Hrunsins. Hins vegar verður að líta á það að enda þótt hægt sé að segja að þjóðir fái þá ráðamenn, sem þær eiga skilið, eiga milljónir Grikkja engan þátt í því hvernig komið er og meðal þeirra ríkir réttlát reiði yfir því hvernig þeir, sem eru ríkir og hafa rétt sam- bönd, sleppa við að borga það tjón sem þeir ollu. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.