Fréttablaðið - 23.09.2011, Síða 21

Fréttablaðið - 23.09.2011, Síða 21
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is Verð aðeins 1.895 með kaffi eða te Tómasarmessa verður haldin í hundraðasta sinn í Breiðholtskirkju á sunnudaginn klukkan 20. Fyrsta messan var haldin 28. október 1997. Tómasarmess- an einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjónustu og sömu- leiðis á virka þátttöku leikmanna. S igurður Kristinn Laufdal Haraldsson, annar yfir- matreiðslumannanna á veitingastaðnum VOX, er nýkjörinn matreiðslumaður árs- ins, en hann lenti í þriðja sæti í keppninni í fyrra. VOX var sigur- sælt að þessu sinni, en Fannar Vernharðsson, hinn yfirmat- reiðslumaðurinn, hreppti þriðja sætið. Þá nældi þjónaneminn Elín Bogga Þrastardóttir í titilinn framreiðslunemi ársins. Ungur aldur Sigurðar vekur athygli, en hann er einungis 23 ára gamall. Hann á þó áralang- an starfsferil að baki. „Ég byrj- aði á samningi á sextánda ári og útskrifaðist sem matreiðslumað- ur haustið 2008,“ segir Sigurður, sem hefur unnið á VOX í tvö ár og kann því vel. „Við leggjum áherslu á nýnor- ræna matargerð og reynum að nota hráefni sem er sem næst upprunanum. Við tínum til að mynda okkar eigin sveppi og notum eigin rabarbara, svo dæmi séu nefnd.“ Sigurður segir hrein- dýratímann genginn í garð og gefur dýrindis uppskrift þar sem hvönn og rabarbari leika stórt hlutverk. „Ég held að tarfar og töffarar landins verði ánægðir með þessa.“ vera@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rabarbarasulta 500 g rabarbari Sykur Hvönn Villtur kerfill Rabarbari skorinn í bita og settur í pott. Sykri sáldrað yfir. Litlir hvannar- og kerfilstilkar fínt saxaðir (ca. 2 af hvoru) og settir út í. Hitað upp að suðu. Látið malla við lágan hita í um 10 mínútur eða þar til sultan er ljósbleik. Hvannar- og kerfilslauf sett út í á meðan hún kólnar og síðan tekin úr. Hvannar- og kóngasveppasósa 0,5 l gott kjúklingasoð 4 laukar 1 hvítlauksrif Svört piparkorn 1 hvannarstilkur með laufum 1 askja Flúðasveppir Kóngasveppaafskurður 1 dl eplaedik Laukur og hvítlaukur gróft sax- aðir. Svitaðir í potti. Svörtum piparkornum og lárviðarlaufi bætt í. Eplaedikinu bætt út í og soðið niður. Kjúklingasoðinu hellt út á, gróft skornum sveppunum bætt við og soðið niður um helming. Þá er hvönnin marin og bætt út í í 5 mínútur. Sósan sigtuð. Hvannarkartöflur Nýtt íslenskt kartöflusmælki er soðið í söltu vatni með slatta af hvönn og nokkrum piparkornum. Kartöflurnar steiktar með hýðinu upp úr smjöri og nokkrum hvannarblöðum. Hreindýr Steikin krydduð með salti og pipar og brúnuð í olíu á pönnu. Klípa af köldu smjöri sett út á í lokin. Steikin þarf að ná kjarnhitanum 45-50°C (í ofni ef þarf) og hvíla í 5 mínútur áður en hún er borin fram. Allt sett fallega upp á diska ásamt smjör- steiktum aspas og kóngasveppum. HREINDÝR MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KÓNGASVEPPUM, ASPAS OG RABARBARASULTUNNI HANS RAGGA PÉ Sigurður K. Laufdal Haraldsson, yfirmatreiðslumaður á VOX, er matreiðslumaður ársins. Hreindýr fyrir töffara

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.