Fréttablaðið - 23.09.2011, Page 26

Fréttablaðið - 23.09.2011, Page 26
4 föstudagur 23. september ✽ Kvöldstund með kerti innlit NÝ BÚÐ Í SMÁRALIND Verslunin Karakter verður opnuð klukkan 14 í dag í Smáralind en klukkan 16 verður sérstakt opnunarteiti. Allar vörur verða á 20% afslætti og veitingar fyrir gesti og gangandi. Búðin er ætluð konum yfir 25 ára aldri. Þarna má finna merki á borð við hina dönsku Malene Birger, Soaked in Luxury, bzr og Saint Tropez. Einnig verða skór frá merkinu Mentor, ilmkerti og sápur svo eitthvað sé nefnt. Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 laugd 12–17 SOHO/MARKET Á FACEBOOK NÝ JAKKA- OG SKYRTUSENDING. K ristín Bergsdóttir starfar sem söngkona, danskennari í Kramhúsinu, dagskrárgerð- arkona og starfsmaður skóverslunarinnar Kron. Kristínu var nýverið úthlutaður listamanna- bústaður í Stokkhólmi og hyggst hún nota tím- ann í Svíþjóð til að semja tónlist fyrir næstu hljómplötu sína og halda nokkra tónleika fyrir heimamenn. Hún er búsett í litríkri og fallegri íbúð í Þingholtunum og bauð Föstudegi að reka inn nefið og svipast um. Aldur: 28 ára. Í hvaða hverfi býrðu og hver er helsti kostur hverfisins? Ég bý í Þingholtunum. Það er frá- bært að búa í því hverfi vegna þess að ég get sinnt næstum öllum mínum erindum fótgang- andi og þar er líka svo fjölbreytt og skemmti- legt mannlíf. Hvað einkennir heimili þitt? Heimilið mitt er af- slappað og litríkt. Hvar líður þér best í íbúðinni? Mér líður vel hvar sem er í íbúðinni minni en ef ég á að velja einn stað þá er það svefnherbergið, þar er algjör ró og friður. Hvernig er týpískur laugardagsmorgunn hjá þér? Mér finnst best að vakna í rólegheitunum, útbúa góðan morgunverð, fara í sund eða göngutúr og svo í afródans í Kramhúsinu. Kristínu Bergsdóttur líður vel í íbúðinni sinni í Þingholtunum: Afslappað og litríkt heimili Uppáhaldshluturinn Blómalampinn minn. Pabbi gaf mömmu hann í jólagjöf fyrir 25 árum, mér finnst hann svo fallegur þannig að hann hefur verið á náttborðinu mínu í 15 ár. Uppáhaldsskartið Þennan fallega hring smíðaði Sandra Erlingssdóttir vinkona mín fyrir mig þegar ég gekk að eiga manninn minn núna í sumar. Litrík peysa Soniu Rykiel-peysan mín er litrík og notaleg. Ég á mjög mikið af fötum og þau eru yfirleitt úti um allt. Uppáhaldsflíkin Röndótti Vivienne Westwood-kjóllinn er fallegur og þægilegur. Það er mjög gott að syngja í honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.