Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 30

Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 30
KYNNING − AUGLÝSINGapótek FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 20112 „Við þjónum að sjálfsögðu öllu höfuðborg- arsvæðinu en leggjum sérstaka áherslu á svæðin í næsta nágrenni við apótekið eins og Túnin, Teigana og Kleppsholtið. Við erum í alfaraleið á góðum stað í Borgar- túninu. Þá má nefna að strætó stoppar næstum beint fyrir utan hjá okkur“ segir eigandinn Hanna María Siggeirsdóttir. Hún hefur ekki gefist upp fyrir keðjunum en er búin að vera lengi í apóteksrekstri og skól- að margann lyfjafræð- inginn. „Viðskiptahætt- ir fólks hafa breyst og hverfisapótek eru ekki jafn algeng og áður. Fólk leggur meira upp úr góðu aðgengi fyrir bíla og við getum boðið upp á næg bílastæði og aðgengi fyrir fatlaða“, bætir hún við. Beðin um að nefna sérstöðu apóteks- ins segir Hanna María Lyfjaborg leggja mikla áherslu á lyfjaskömmtun og pers- ónulega þjónustu, og auðvitað samkeppn- ishæf verð. Að ógleymdu góðu vöruúrvali af vönduðum vörum. „Það er ekkert apó- tek sem skammtar jafn mikið í þynnur og við gerum en þannig hjálpum við fólki að halda utan um lyfjanotkunina. Dags- kömmtunum er skipt í allt að fjóra hluta en í hverri þynnu er vikuskammtur. Skammt- arnir eru sérsniðnir fyrir hvern og einn og er auðvelt að gera breytingar. Þjónustan er viðskiptavinum að kostnaðarlausu, og auk þess frí heimsending á höfuðborgar- svæðinu.“ Hanna María segir fólk geta komið með lyfseðla, lyf og vítamín, ef því er að skipta, og fengið aðstoð við að deila þeim niður á daginn. Skammtarnir eru svo afhent- ir samdægurs. Hanna María segir fólk á öllum aldri nýta sér þessa þjónustu. „Marg- ir okkar viðskiptavina eru vissulega eldri borgarar og fólk á sambýlum, svo dæmi séu nefnd, en einnig yngra fólk. Margir taka til dæmis mikið af vítamínum sem er gott að fá aðstoð við að dreifa skynsamlega yfir daginn, enda fara þau ekki öll vel saman.“ Hanna María segir auk þess mikið úrval af hjúkrunarvörum, snyrtivörum og barnavörum auk þess sem boðið er upp á blóðþrýstings og blóðsykursmælingar. „Þá leggjum við upp með lipurð í þjónustu dekrum við viðskiptavini okkar.“ Áhersla á gott AÐGENGI OG lyfjaskömmtun Lyfjaborg er nýtt apótek á gömlum grunni sem opnaði að Borgartúni 28 í byrjun maí. Hanna María segir mikla áherslu lagða á lipra þjónustu í Lyfjaborg. MYND/VALLI Lyfjaborg, sem áður hét Laugarnesapótek, flutti í Borgartún í byrjun maí. Hanna María Siggeirsdóttir. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Þá leggjum við upp með lipurð í þjónustu og dekrum við viðskiptavini okkar. Garðs Apótek er einkarekið apótek sem býður upp á lágt lyfjaverð og góða þjónustu. Apótekið er á Sogavegi 108 og því í alfaraleið í miðju höfuðborgarsvæðisins. Miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu Garðs Apótek er við Sogaveg 108 og því í alfaraleið í miðju höfuðborgarsvæðisins. MYND/ HAG Haukur Ingason apótekari keypti Garðs Apótek árið 2006. Apótekið tók til starfa árið 1956 og fagnar því 55 ára afmæli í ár. Garðs Apótek tók til starfa í október 1956 og fagnar 55 ára afmæli í næsta mán- uði. Apótekið byggir því á gömlum meiði og mikilli reynslu sem við- skiptavinir kunna að meta. Fyrst var Garðs Apótek að Hólmgarði 34, þaðan sem það dregur nafn sitt, en var síðar flutt að Sogavegi 108 þar sem það er nú. Stofnandi og fyrsti lyfsali Garðs Apóteks var Mogens A. Mogensen og rak hann apótek- ið til loka árs 1984 er Örn Ævarr Markússon tók við og var lyfsali til loka árs 1997. Jón R. Sveinsson tók þá við apótekinu og rak apótekið til 1. ágúst 2006 er núverandi apótek- ari, Haukur Ingason, keypti apó- tekið og tók við lyfsöluleyfinu. Einn af höfuðkostum Garðs Apóteks er hagstætt lyfjaverð en lyfjaverð í Garðs Apóteki er mun lægra en í stóru lyfjakeðjunum. Bæði eru lyfseðilsskyld lyf ódýrari í Garðs Apóteki en í keðjunum sem og lyf sem seld eru án lyfseðils. Þá þykir einnig mörgum mikill kostur hversu miðsvæðis apótekið er. Það stendur á gatnamótum Sogavegar og Réttarholtsvegar og er örstutt frá Miklubrautinni. Apótekið er því í leiðinni fyrir marga sem er kostur nú á tímum rafrænna lyfseðla þar sem auðvelt er að sækja lyfin hvert sem er. Þeir sem ekki eiga heiman- gengt geta fengið lyfin send heim. Garðs Apótek býður einnig upp á póstsendingar um allt land þegar annað er óhjákvæmilegt. Garðs Apótek býður upp á lyfja- skömmtun í skammtabox fyrir þá sem þess óska. Yfirleitt er skammt- að til fjögurra vikna í einu. Ekki er tekið gjald fyrir skömmtunina né heldur boxin sem notuð eru. Garðs Apótek er opið frá klukk- an 9 til 18 virka daga en lokað um helgar. Nánari upplýsingar er að fá í síma 568 0990 og á vefsíðunni www.gardsapotek.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.